top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Kjalarnesfjörur með Birgi

Æfing nr. 808 þriðjudaginn 18. júní 2024


Birgir ætlaði að fara með klúbbfélagana á Geitafellið í fjarveru þjálfara en vegna óhagstæðrar veðurspár varð úr að ganga um fjörurnar við Kjalarnes sem var sannkölluð yndisganga í notalegu veðri sem rættist heldur betur úr.


Frá Birgi á fb:


"Ágætlega heppnuð kvöldganga að baki, stórrigningarspáin stóðst ekki, kom ekki deigur dropi úr lofti.

Við byrjuðum við kirkjuna og gengum meðfram ströndinni, þræddum klapparholtin eins og við gátum og enduðum í 7,8 km og 230 m uppsöfnuð hækkun.

Frískur vindur og gengið nokkuð rösklega, mjög góð stemmning og gaman að hittast aftur.

Kærar þakkir fyrir samveruna og þáttökuna !"


Frá Katrínu á fb:


"Þriðjudagsæfing þessa dags var í boði Birgis, og var boðið í göngu meðfram fallegri strönd Kjalarness. Afskaplega falleg leið og margt að skoða. .

En það er bara þetta með blessaðan vindinn  á Kjalarnesi.

Hann fer ansi hratt yfir. Takk fyrir göngusamveruna í kvöld Birgir og þið öll hin."


Alls mættu 11 manns og gengu 7,8 km á um 2 klukkustundum.


Takk innilega fyrir frábært framtak elsku Birgir !



6 views0 comments

Comments


bottom of page