Æfing nr. 758 þriðjudaginn 6. júní 2023 án þjálfara sem voru í sumarfríi.
Mynd og færsla frá Sigrúnu Bjarna á fb-hópi Toppfara:
"Ævintýri á Reykjanesi í kvöld. Þorbjörn sóttur heim og þetta verður kannski uppáhaldsfjallið mitt eftir kvöldröltið. Tíu Toppfarar fóru í þennan leiðangur og nutu í botn, landslagið, náttúran, veðrið, félagsskapurinn upp á 10."
Mynd frá Sigrúnu Bjarna.
Færsla frá Sigga á fb-hópi Toppfara:
"Mikið ævintýri í kvöld á Þorbjörn Grindavík flottur hópur 10 mættu alltaf gaman hjá okkur. Náðum að fara í gegnum tvö göt."
Mynd frá Katrínu Kjartans.
Alls 5,8 km á 2:33 klst. skv strava frá Lindu.
Mynd frá Katrínu Kjartans og Sigrúnu Bjarna en Siggi tók einnig frábærar myndir af hverjum og einum að koma upp í gegnum þrönga gatið sem var mjög gaman að skoða á fb-hópi Toppfara :-) Takk fyrir að taka ykkur ekki of alvarlega og vera alltaf til í að grínast og hafa gaman #Þriðjudagsþakklæti
Frábært hjá ykkur, þjálfarar voru svo ánægðir að sjá mætinguna :-)
Comments