top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Klumba, Heggstaðamúli, Klifsborg, Hrossaköst, Hróbjargastaðafjall, "Sóleyjartindur" og Hrútaborg - magnaður könnunarleiðangur !

Tindferð nr. 305 miðvikudaginn 1. maí 2024.


Loksins fengum við tækifæri til að kanna þessa óþekktu tinda sem rísa norðan við Hrútaborg og Kolbeinsstaðafjall.... og þeir virtust spenntir að fá okkur... því þeir blöstu við frá þjóðveginum meðfram Hafnarfjalli... frá Borgarfjarðarbrúnni... og loks hér frá Snæfellsnesvegi áður en komið er að afleggjaranum inn að Hítardal... Fagraskógarfjall hér vinstra megin... smá sést í tind Tröllakirkju í Kolbeinsstaðafjalli skaga þarna upp úr ásamt hinum tindinum sem hópurinn fór upp á í síðustu ferð síðasta sumar... Hrútaborg svo fstapinn þarna fyrir miðju... Sóleyjartindur... Hróbjargastaðafjall... Hrossaköst og loks Klifsborg ofan við Klifsand sem varðar aðkomuna að Hítarvatni... þarna uppi eftir þessum tindum áttum við eftir að rekja okkur þennan dag...


Fagraskógarfjall og Kolbeinsstaðafjall...


Hrútaborgin heilsaði með virktum... ogmundi eftir þessum hópi sem lét sér að sjálfsögðu ekki nægja að ganga eingöngu á hana þegar kynni okkar af henni hófust árið 2012 og við tókum fallega hringleið um Steinahlíð, Fögruhlíðarhnúki, Vatnshlíðarhnúki og Hrafnatinda sem var einstök upplifun af þessum fjallasal...


Við lögðum af stað frá hefðbundnu bílastæði Hrútaborgar og Tröllakirkju... og nú lá leiðin til norðurs... hinn hlutann af hringnum sem svo má líta þennan fjallasal sem rís í hálfan hring með Hrútaborg í miðjunni og Haffjarðardal og Hrútadal undir þeim...


Haffjarðaráin minnti okkur strax á að við vorum í þeirra ríki... og skyldum bera virðingu fyrir þessari náttúru sem þarna er...


Lítið mál að stikla hér yfir... og góð áminning um að sumarið er komið...


Klumba var fyrsti tindur dagsins... ef kalla má hana tind... við ákváðum að hafa hana með þar sem þetta örnefni er sérstakt og sker sig úr... sjá hér um orðið:


Frostið var ennþá með læstar krumlurnar í stráunum í lækjunum... en sólin var að bræða það óðum...


Klumba mældist 497 m há ef marka má okkar staðsetningu á henni... klunnalegur bogi eða álíka ef marka má skilning á orðinu ?


Hrútaborg... Fögruhlíðarhnúkur... Tröllakirkja og Vatnshlíðarhnúkur...


Heggstaðamúli tók við... langur múli sem hækkar smám saman inn á meginland fjallgarðsins...


Fjallasýnin var stórkostleg þennan dag... Hafursfellið... Tvíhnúkar... Svartitindur... Snjófjall... Skyrtunna... og Hestur...


Hafursfellið og Tvíhnúkar... nokkrum sinnum gengið á það beggja vegna...


... og svo Tvíhnúkar sem við gengum á árið 2022 en lentum í engu skyggni: Tvíhnúkar á Snæfellsnesi... sjaldfarnir tindar um ótroðnar slóðir í snjóbyl (fjallgongur.is)


Tvíhnúkar í miðjunni... tvær auka bungur hægra / norðan megin viðn þær sem væri mjög gaman að ganga á líka þegar við förum þarna næst...


Svartitindur... farið að glitta í Ljósufjöll... Skyrtunna... Snjófjall... farið að glitta í Botna-skyrtunnu... og loks Hestur.... búin að ganga á öll þessi fjöll og sum oftar en einu sinni...


Fjallið Sáta og svo Sátuhnúkur... á þetta fjall ætlum við í desember... aflíðandi og saklaus leið í vetri og stuttum dagsbirtutíma...


Heggstaðamúli sló strax tóninn... klettabelti sem klöngrast þurfti upp um...


Þetta kom á óvart... hann virtist svo greiðfær úr fjarlægð...


Litið til baka frá Erni...


Ágætis klöngur... svona var dagurinn allur... þetta var ekki aflíðandi, greiðfær leið... þó slíkir kaflar væru auðvitað á milli tinda...


Mjög skemmtileg leið og alveg veisla fyrir þá sem elska svona brölt...


Litið til baka...


Leið sem við mælum með að fara að sumri til því klöngrið er talsvert svona á þessari leið...


Útsýnið magnað strax frá Heggstaðamúla...


Vá... endastaður Vatnaleiðarinnar fór að birtast... Oddstaðavatn og Hlíðarvatn... nær eru tindarnir Hnúkar... við þurfum að ganga meira hér... enda búin með öll þekktu fjöllin... en það leynast svo sannarlega perlur áfram á þessu svæði...


Við tókum andann á lofti allan daginn...


Ofan við klettabeltið tók við greiðfær leið eftir öllum Heggstaðamúla...


En á leiðinni voru perlur sem fönguðu athyglina...


Grjótið eins og steypt saman... sérstakt... jarðhræringar liðinna tíma blöstu við og nú upplifum við landslagið öðruvísi eftir atburðina á Reykjanesi....


Hrútaborg... drottningin á svæðinu... fyrir utan Tröllakirkju þegar hún stelur senunni sunnar... hún endaði á að vera síðasti tindur dagsins... ekki á áætlun... en við áttum svo sem von á að hún drægi okkur til sín ef veðrið yrði gott... sem og varð...


Litirnir... gulgrænn... rauður... grár... og svo blár og hvítur...


Heilandi leið sem fór mildum augum um okkur og mýkti fyrir allt klöngrið sem beið okkar...


Þverfell nær og Hlíðarmúli fjær... Hlíðarvatn að birtast þarna niðri... þarna gengum við síðasta spölinn á Vatnaleiðinni...


Hrossaköst tóku að bortast... og nú var spurning hvort þessi þríhyrnda borg sem sameinasr fjallsásana hér sé hin eiginlega Klifsborg þar sem hún er merkt neðar á kortum en þegar maður skoðar landslagið þá er rökréttast að hún sér borgin þarna uppi sem sameinar þrjár ólíkar leiðir fjallanna í einn þríhyrning...


Geirhnúkur birtist... vinstra megin við göngumenn í fjarska...


Við eigum hann alltaf eftir... og nú minnti hann rækilega á sig... mikið erþað góð tilfinning að eiga eitthvað eftir...


Við vorum ennþá á Heggstaðamúla...


Þjálfarar tóku að spá í gönguleiðinini út eftir þessum fjallshryggjum... skyldi vera fært á Hrossaköstum ?


Það var ekki sjálfgefið... þetta leit ekkert sérlega greiðfært út... né fært yfirleitt... ekkert til um göngur á þessi fjöll nema frá Toppfaranum, Ísleifi á helming hringsins, sem síðstu ár hefur farið mikið einn á brött fjöll og hefur þessa ástríðu til að kanna ókunnar slóðir... jafnvel þó það séu erfið fjöll viðureignar...


Ísleifur Árnason og Jón Oddsson eru þeir einu nú orðið sem við rekumst á þegar við glöggvum veraldarvefinn í leit að upplýsingum um sjaldfarin fjöll sem við erum að bæta í safn Toppfara... annað hvort er ekkert skrifað um þau.... eða annar hvor þeirra hafa farið... báðir mjög sjálfstæðir og lausnamiðaðir... og greinilega með sama könnunarleiðangursfjallamennskusmekkinn og við :-)


Fyrstu ár Toppfara voru þeir Leifur Hákonarson, Ragnar Antoníusson og Kristjana Bjarnadóttir helst þau sem við rákumst á þegar við glöggvuðum eftir upplýsingum... öll voru með blogsíður eða ljósmyndasíður sem komu áður en samskiptamiðlarnir urðu til... það er ekki lengra síðan þeir miðlar tóku allt yfir því fyrstu ár Toppfara voru þeir ekki allsráðasti eins og núna... þeirra upplýsingar voru okkur mikill innblástur og gáfu okkur oft mjög dýrmætar upplýsingar og stundum hugrekki til að fara á þeirra slóðir...


Öllu þessu ofangreindu fólki erum við ævinlega þakklát fyrir að hafa skrifað það sem þau skrifuðu og deilt sínum upplýsingum... og af þeim sökum ákváðu við að deila öllu sem við gerum í þessum fjallgönguklúbbi frá upphafi... með ferðasögum af hverri ferð og gps-slóðum á wikiloc... af því við vitum að það nýtist vel þeim sem eru að spá í að ganga á nýjar slóðir og þurfa upplýsingar eða bara vissu um að einhver annar hefur farið og að þetta fjall eða þessi leið er fær...


Hér sést "Sóleyjartindur" lítið eitt vinstra megin við miðið... Hrútaborg hægra megin og hluri af Hróbjargastaðafjalli vinstra megin... Eflaust gæti verið að þessi nafnlausi tindur tilheyri bara Hróbjargastasðafjalli og eigi að vera nafnlaus... en þegar maður gengur á fjallstinda út í eitt árum saman... þá er ómögulegt að svona tindar séu endalaust nafnlausir... það er villandi og erfitt að glöggva sig á landslaginu og átta sig á hvar menn hafa farið þegar verið er að fara aftur eða feta í fótspor... svo þess vegna köllum við þennan Sóleyjartind... en nafnið kemur til af dalnum Sóleyjartdal sem er beint neðan við hann en við nýtum alltaf örnefnin við svona nafnlausa til að nefna þá okkur og öðrum til glöggvunar...


Hrútadalurinn þarna með áðurnefndum syðri tindunum við Hrútaborg...


Litið til baka niður Heggstaðamúla... Hrafnatindar þarna neðstir við dalsmynnið...


Geirhnúkur vinstra megin...


Smá skafl hér... mjúkur og fær... hitinn þennan dag og sólin var með okkur í liði...


Fyrsta nestispásan var í hlíðum Heggstaðamúla með Hlíðarvatnið fyrir framan okkur og síðasta kafla Vatnaleiðarinnar... magnað að sitja þarna og vita að við vorum stödd í fjallshlíðunum sem skreyttu þennan kafla í ofurgöngu númer tvö um þessa 3ja daga gönguleið árið 2021... Vatnaleiðin á einni nóttu - ofurganga ársins 2021... (fjallgongur.is)


Efsti tindur Heggstaðamúla framundan og svo meginlandið á Klifsborg...


Létt brölt hér upp...


Litið til baka...


Hrossaköstin komin nær og þjálfarar skimuðu eftir undankomuleið ef það yrði ófært um sjálfan hrygginn... úr fjarlægð virtist ekki þurfa að hafa áhyggjur af neinu nema að komast niður þennan klett þarna sunnan megin...


Heggstaðamúli mældist 726 m hár... en spyrja má hvar hns hæsti tindur er... við merktum hann þar sem hann var hæstur áður en smá lækkun kom yfir á Klifsborg...


Útsýnið út Snæfellsnesið...


Hlíðarmúli og Hlíðarvatn... Breiðafjörðurinn hvorki meira né minna þarna í fjarska...


Kindagötur voru á þessari leið og sögðu okkur að þessi snillingur... íslenska sauðkindin hefði ferðast hér um og fundið góðan leið...


Frostið norðan megin...


Geirhnúkur...'


Álfaborgin uppi á Heggstaðamúla... mjög sérstök og virtist ekki af þessum heimi... álfatrúin er vel skiljanleg og rökrétt á svona stað...


Vorleysingatjarnirnar uppi á Heggstaðamúla...


Kominn á Klifsborg... og fjallshryggur dagsins blasti við...


Hrútaborg og Tröllakirkja...


Mergjaður hópur... Skarðhéðinn var gestur í ferðinni og skráði sig í klúbbinn í kjölfarið á þessari ferð... Þórkatla, Jaana, Bára, Dina, Stefán G., Sighvatur og Gulla en Örn tók mynd...


Upp á Klifsborg...


Ofan af Klifsborg blasti útsýnið áfram til norðurs og austurs... og við urðum að skoða okkur vel um hér uppi áður en við lögðum í fjallshrygginn...


Hvílíkar brúnir...


Mikið spjallað... kosturinn við svona fámennar ferðir er nándin í göngunni allan daginn...


Þessi dagur var veisla í ljósmyndun...


Sumarið átti greinlega vinninginn þennan dag...


Veturinn á undanhaldi...


Geirhnúkur... og fjöllin á Norður- og Vesturlandi tóku að stela senunni...


Tröllakirkja í Hítardal og Smjörhnúkur hægra megin... en þetta er samfelldur fjallshryggur og okkur þótti liggja beinast við að kalal þetta þá frekar Smjörhnúka... en auðvitað er þetta fjall allt Tröllakirkja og svo hafa menn nefnt tindinn hægra megin / sunnan Smjörhnúk þar sem hann blasir við neðan frá...


Botnlausar myndatökur til að reyna að fanga fegurðina...


Snjóflóð úr Klifsborg...


Fjær hér...


Mikið spáð í fjöllin og útsýnið...


Hítarvatn sést hér að hluta undir Tröllakirkjunni... hún er svipmesta fjallið á svæðinu...


Við gáfum okkur góðan tíma... og veltum vöngum yfir hvar þessi Klifsborg væri... og niðurstaða þessa ritara er sú að þetta væri hún... þríhyrningurinn sem sameinar þrjá fjallsrana saman... og myndar borg þegar séð er neðan frá... en þa´má endilega senda okkur leiðréttingu á þessu...


Hér er Klifsandur... mikið réttnefni... svartur sandur og klettar með... enga borg að sjá hér nema smá þúfu í tilkomumiklum hlíðunum... sem réttast væri að tilheyrðu Klifsborg sem er þá klettaborgin efst... þar sem við stóðum...


Við gundum ekkert sem útskýrt gæti hvar Klifsborg væri annars staðar...


Hér sést hvar Vatnaleiðin kemur niður Gvendarskarðið... fer niður Þórarinsdal... og kemur hér upp Klifshálsinn... alveg hreint magnað að sjá þetta héðan !


Geirhnúkur...


Sjá kindagötuna sem var þarna uppi...


Hlíðar Klifsborgar...


Klifsandur... við þurfum að ganga á hann og sjá hvernig landslagið liggur neðan frá Hítardalnum aftur...


Hér sést til Hrossakasta frá Klifsborg...


Já... það var kominn tími til að ljúka útsýnisskoðun af brúnum Klifsborgar og halda áfram leið okkar eftir fjöllunum að Hrútaborg...


Dásamlegt veður... eins gott að nýta þessa góðu daga þegar þeir koma... það var áþreifanlega grátlegt að fleiri skyldu ekki koma í þessa ferð...


Þessi könnunarleiðangur kom verulega á óvart og reyndi meira á okkur en við áttum von á...


Uppi á Klifsborg tóku Hrútaborg og Tröllakirkja að stingast upp úr landslaginu... einstakt sjónarhorn á þessa tvo tinda... alveg nýtt og öðruvísi...


Hrossaköst og smá sést í Hróbjargastaðafjall...


Jæja... þetta virtist greiðfært héðan... en hvernig kæmumst við fram af klettunum sunnan megin ?


Leiðin virtist greið eftir Hrossaköst... eða kannski var smá haft þarna efst í Hróbjargastaðafjalli ? Já... það reyndist flóknara en áhorfðist héðan...


Niður haffjarðardal...


Sóleyjartindur, Hrútaborg, Tröllakirkja og Fögruhlíðarhnúkur og Vatnshlíðarhnúkur...


Best að halda áfram för... en hér eltumst við við hæsta punkt á Klifsborg og skráðum hann 749 m háan...


Hítarvatnið að koma í ljós...


Jæja... Hrossaköst... hér komum við...


Strax klöngur... niður af Klifsborg...


En fínasta leið...


Litið til baka...


Bára vildi að við færum í keðjubroddana til öryggis... ekki gott að vera að setja þá á í miðri brekku...


Þarfaþing hið mesta...


Ljósufjalla og Skyrtunnu fjallaveislan þegar litið var út Snæfellsnesið... nú sást vel til Ljósufjalla..


Ótrúlegt að vera búin að ganga á hvern einasta tind þarna...



Þessi skafl var betri en áhorfðist... mjúkur og greiðfær...


En uppi var ekki hægt að halda áfram... við urðum að bakka og fara neðan við klettinn...


Litið til baka...


Fórum upp til að byrja með...


... og svo neðan undir...


Mjög flott leið...


Komin upp fyrsta hjallann...


Já... þetta var ástæðan fyrir því að Örn sneri við og leiddi okkur neðan við klettana...


Geirhnúkur sést vel hér vinstra megin...


Áfram upp...


Litið til baka...


Geirhnúkur... Hítarvatn... Tröllakirkja og Smjörhnúkur og loks Klifsandur...


Mergjað að leita að leið og finna...


Við gátum ekki hætt að brosa og njóta...


Komin upp á Hrossaköst... en var fært niður sunnan megin ? Það lágu áhyggjur þjálfara... en það eina sem við höfðum var gps-ferill Ísleifs... hann hafði komist upp og niður sunnan megin... sem sé ekki okkar megin... einhverra hluta vegna fór henn ekki eftir Hrossaköstum og yfir á Klifsborg heldur upp og niður sunnan megin og þaðan niður Haffjarðardal...


Stærðarinnar björgin sem við vorum stödd á...


Svakalegur staður...


Margir góðir myndatökustaðir...


Reyndum að fanga stærðina á hópmynd... og hér vissum við ekki hvort við gætum haldiðn áfram eða þyrftum að snúa við því það var ekki fært hér fram af...


Skarphéðinn, Dina, Stefán, Jaana, Þórkatla, Örn, Gulla og Sighvatur... og Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn...


Í baksýn var leiðin okkar framundan það sem eftir lifði dags...


Bára á klettinum séð hinum megin frá...


Hópmynd í hina áttina á öðrum kletti... hér með Hítarvatnið og dalinn í baksýn... Geirhnúk og Tröllakirkju í Hítardal beggja vegna...


Já... eina leiðin niður og upp af Hrossaköstum er hér neðan við þennan klett...


Um geil eina...


Þessa hér...


Ágætis klöngur en vel fært...


Við vorum dauðfegin að finna þessa leið... þökk sé Ísleifi... því annars hefðum við þurft að snúa við og fara neðan við í dalnum...


Þetta... er ástæðan... fyrir stöðuga bröltinu á þriðjudögum... þeir sem mæta vel þar eru öruggir í þessu klöngri... fyrir öðrum getur þetta verið snúið og erfitt að vita hvar á að stíga... göngur á stígum og slóðum æfa þetta ekki...


Frábært... þetta virtist fært... fara þurfti hér líka neðan við.. talsverð lækkun enda vorum við hvort eð er að lækka okkur yfir á Hróbjargastaðafjallið...


Jáhá... við vorum þarna uppi... ekki skrítið að við finndum ekki bara einhverja leið niður...


Hvílík stærðarinnar klettaborg... það vloru margar klettaborgir á þessari leið..


Klifsandur svartur og snjólaus sunnan megin...


Klöngrið hélt áfram niður neðan við björgin...


Þessi leið var ekkert drasl... hér er erfitt að finna leið þó maður sé með gps-feril því það skeikar svo litlu á að finna hvar á að fara.. svo viðn mælum ekki með þessari leið einsamall á ferð né í lélegu skyggni né að vetri til... nema menn séu þeim mun vanari og sjálfstæðari...


Björgin í Hrossaköstum...


Skemmtilegt klöngur...


Örn fann fínustu leið en þetta var ekki greiðfært...


Komin á öruggan stað og það var mikill léttir að vera búin að komast úr björgunum...


Aukatindur á miðri leið...


Litið til baka... þessi kafli minnti á Tröllakirkjurnar tvær í kring og á Hrútaborg...


Þær svipaði sannarlega hver til annarrar þessar borgir... Hrossaborg hefði verl getað verið nafnið á þessu fjalli :-)


Reynt að fanga afstöðuna... þetta var bratt og ekki árennilegt að sjá...


Örn fékk hrós og þakklæti fyrir að lóðsa okkur hér um... og við vorum þakklát Ísleifi fyrir að deila slóðinni á wikiloc því þetta var ekki sjálfgefin leið og það gaf okkur orku að vita að einhver hefði farið þetta...


Leiðin var ein veisla...


Syðri hlutinn af hrossaköstum... Hrossaköst mældust 779 m há...


Hvílíkt landslag... þetta minnti líka á Hólsfjall og Tröllatinda á Snæfellsnesi...


Hrossaköst...


Við reyndum að ná hópmynd en landslagið var of stórt fyrir myndavélarnar...


Hróbjargastaðafjallið var næst...


Smá hvíld frá klöngrinu í smá tíma...


Litið til baka...


En það var ekki dauður punktur á þessari leið...


Við bröltum um brúnirnar sem voru stöplaðar að hluta og fara þurfti varlega á kafla...


Hvílíkur tindur...


Mergjað landslag... og magnað nafn, Hrossaköst ! Hrós á sá skilið sem fann upp á því !


Hér var stiklað á klettastöplum og var bil á milli þeirra svo fara þurfti varlega... mögnuð leið !


Nestispása tvö... með Fagraskógarfjallið fryir framan okkur og ytri hluta Hítardals útbreiddan... sem og fjallgarðinn við Langavatn og hin vötnin austan megin...


Þarna vorum við...


Batman á marga góða vini í Toppförum... sem hann dýrkar og dáir...


Jæja... tindur fimm... sex... og sjö...


Litið til baka með Hrossaköst í baksýn...


Hróbjargastaðafjall framundan... þetta klettahaft þarna efst var áhyggjuefni... beggja vegna voru snarbrattir skaflar... kæmumst við þarna upp ?


Fjöllin milli Hítardals og Langavatns...


Hér fór sólin að koma og fara og birtan var einstök...


Litið til baka...


Allt svo fallegt og létt í sólinni... en kuldalegra og erfiðara þegar ský dró fyrir sólu...


Hrútaborgin með Hróbjargastaðafjalli... svo fallegt nafn...


Sjá ástandið á snjónum...


Hrossaköst og Klifsborg og Klifsandur...


Örn valdi að fara hægra megin... vestan megin... þar sem svæðið neðan þar var skárra en austan megin þar sem fall og bratti var meiri...


Saklaus leið til að byrja með... hér var kvenþjálfarinn orðinn áhyggjufullur...


Litið til baka...


Þetta leit betur út þegar ofar var komið...


Skaflarnir voru stundumn glerharðir þar sem snerting við grjótið var... og Örn leitaði að leið... Báru leist ekki mjög vel á blikuna og stakk upp á að fara neðan við klettinn... en Örn vildi kanna þetta betur of fara lítið eitt neðan í hliðarhallanum...


Og það reyndist mjög góð leið hjá honum... sem betur fer lækkuðum við okkur ekki mikið því það var ekki fært svo aftur upp sunnar...


Þetta var samt bratt og fara þurfti varlega...


Brattinn sést vel hér... lítið tekið af myndum vegna brattans...


Svo upp hér og undir klettaborgina...


Mergjuð leið !


Snjórinn sem betur fer nægilega gljúpur...


Það munaði ekki miklu... lofthitinn þennan dag bjargaði miklu...


Litið til baka þar sem komið var upp aftur á hrygginn... mjög bratt og krafðist yfirvegunar allra...


Mergjaður kafli... hér fór Ísleifur hinum megin þegar hann fór 2020... í sumarfæri og í öfuga átt miðað við okkur...


Erfitt að ná afstöðunni og hversu mikill tindur þetta var og bratti...


Við tókum endalaust af myndum... hver þeirra sýnir eitthvað til glöggvunar...


Séð neðan frá...


Við tókum andann á lofti... Örninn finnur alltaf leiðir...


Brattinn og afstaðan frá hlíðunum... þetta var varasamur staður að vera á en gott hald í jarðveginum allan tímann... svell undir mosanum hefði samt vel getað flækt för...


Hryggurinn efst... hér þurfti að vanda sig og halda jafnvægi...


Þessi leið var ekkert drasl sko ! :-)


Hryggurinn...


Séð austar frá...


Leið Ísleifs sést hér hægra megin... okkur virtist sú leið mun skárri séð héðan en okkur fannst neðan frá hinum megin... en erfitt að fullyrða... ef einhver hefði runnið niður hérna megin þá hefði verið erfitt að nálgast hann... mun öruggara svæði vestan megin ef eitthvað hefði gerst... eða við skyndilega þurft að lækka okkur á staðnum eða bakka... næst skulum við fara austan megin við þennan klett... verður gaman að sjá þessar leiðir þá...


Léttirinn... og gleðin...


Sakleysið var eftir... hinn mildi og mjúki Sóleyjartindur... þó eki væri nema fyrir mildin þessa nafns... þá væri dýrmætt að það fengi að halda sér... því ekki eru mörg fjallanöfn kvenkyns... hvað þá mild, björt og mjúk...


Áfram hélt bröltið... það átti ekkert að vera auðvelt á þessari leið...


Veisla... allan tímann...


... og áfram brölt í klettum... Hróbjargastaðafjallið vildi ekki vera mikið minni maður sunnan megin en norðan megin...


Okkur val haldið vel við efnið...


Loksins smá sléttlendi... í smá tíma... við fylgdumst með skýjabreiðunni skríða yfir Snæfellsnesið...


Fagraskógarfjall... Sóleyjartindur... Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli... Hrútaborg og Vatnshlíðarhnúkur...


Þórkatla fjallkona með meiru með fjallaveislu Snæfellsness til vesturs...


Litið til baka að Hróbjargastaðafjalli... takk fyrir okkur... það mældist 747 m hátt...


Við vorum farin að velta vöngum yfir því hvort við myndum bæta Hrútaborg við leið dagsins...


Aukatindur á leiðinni... birtan var einstök...


Litið til baka...


Kindagöturnar voru þarna...


Létt og laggott upp Sóleyjartind...


Ekki einn dauður punktur á þessari leið...


Tröllakirkjan kíkti í skarði á milli tinda...


Himininn var sama veislan...


Litið til baka...


Hróbjargastaðafjall að baki...


Jú, jú.. smá klettaborg hér líka... hvað annað ?


En notalegt var það eftir allt hitt bröltið...


Við sniðgengum klettahaftið blindandi...


Hvílíkur staður að vera á...


Sóleyjartindur mældist 721 m hár...


Hrútaborgin og Tröllakirkjan... útsýnið þennan dag var glæsilegt með meiru...


Fagraskógarfjall... og Kaldárdalur...


Frábær gestur og svo nýliði... Skarphéðinn skráði sig í Drangaskarðaferðina stuttu síðar og verður ekki svikinn af þeirri ofurferð...


Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli og Hrútaborg... alveg nýtt sjónarhorn frá Sóleyjartindi... magnað !


Jú... auðvitað fórum við ekki niður hér... heldur yfir á Hrútaborg...


... ég meina, það lá beinast við... tók því ekki að sleppa henni...


Litið til baka upp Sóleyjartind... jú... þessi tindur má eiga sitt eigin nafn... þó hann sé ekki eins svipmikill og hinir fjallstindarnir allir í kring...


Tröllakirkjkan og Hrútaborg... Steinahlíð vinstra megin...


Við studdumst við gps-slóðina okkar upp á Hrútaborg og eltumst við að fara inn á þá slóð héðan...


Þegar komið var nær Hrútaborg tóku þessir klettar við okkur...


Þeir sjást ekki þegar komið er hinum megin frá... sunnan megin... sem menn gera þegar þeir ganga hefðbundna leið á Hrútaborg...


Við áttum ekki til orð...


Ef þetta væri á meginlandi Evrópu... þá væri hér þjóðgarður go stígar og skilti og við fengjum ekki að vafra hér um í leyfisleysi eins og hver önnur ráfandi hjörð...


Við nutum þess að vera hér ein í heiminum...


Hvílíkur staður...


Það var erfitt að fanga þessa dýrð...


Sumt þarf einfaldlega að upplifa... á staðnum...


Við vorum þakklát og óendanlega fegin að hafa ákveðið að láta okkur hafa það að fara hér upp...


Sem betur fer mættu nægilega margir... svo af þessari ferð yrði...


Þetta voru eins og taflmenn... eða varðmenn... eða tröll... eða...


Við gláptum endalaust... hugleiðsla... hugvíkkun... hugbreyting... fjallgönguforréttindi...


Hvers lags náttúrusmíð var þetta ?


Við héldum áfram upp þéttar brekkurnar... dauðþreytt eftir það sem á undan var gengið... en þessi hópur... vílar ekki margt fyrir sér...


Svona ferð verður aldrei að veruleika ef menn hugsa í hindrunum...


Hugsum í möguleikum...


Sláum ekki á putta hvers annars... drögum ekki kjarkinn hvort úr öðru... leggjum ekki hindranir í götu hvers annars... hvetjum... hrósum... þökkum fyrir...


Við hefðum hvergi viljað vera annars staðar en þarna á þessari stundu...


Mergjaður hópur !


Heilmikill bratti... þessi leið var ekkert slor...


Hér var renna upp... við vorum við gps-ferilinn... en þetta var ekki rétta geilin...


Þessi staður var kunnuglegur... fyrir þá sem komið hafa hér jafnvel nokkrum sinnum...


... en þetta var samt ekki rétta geilin... þessi var of grýtt...


Ofar sáum við geilina okkar vanalegu... hún var bara við hliðina á þessari sem við fórum... sunnan megin við...


Við runnum hér saman við hefðbundna leið...


Komin upp á Hrútaborg... með Tröllakirkjuna og Kolbeinsstaðafjallið allt fyrir framan okkur...


Magnað !


Útsýnið !


Hrútaborg mælædist 830 m há... hæsti tindur dagsins... hér í fjórða sinn í sögu klúbbsins... og í fimmta sinnið fyrir þjálfara sem fóru könnunarleiðangur hér fyrst árið 2011...


Hítardalsmynnið hér og hluti af Fagraskógarfjalli...


Leiðin okkar þennan dag... þetta sýndist ekki vera merkilegt... en var sannarlega meiiri fjöll en við áttum von á...


Við nutum útsýnisins sem mest við máttum... sjá Hítarvatn og félaga í norðri...


Hróbjargastaðafjall...


Hvílík leið að baki... þetta var magnaður endir á þessari hringleið !


Við vorum himinlifandi með síðasta tind dagsins...


Tímdum varla niður...


Ákváðum að fá okkur þriðja nestið niðri þar sem hér var gjóla...


Heggstaðamúli... greinilega ekki þótt spennandi fjall að ganga á... en veislan sem hann leiðir mann inn í...


Áfram var birtan sérstök og ægifögur...


Það var orðið áliðið... kominn tími á að snúa niður...


Tók enga mynd á niðurleið fyrr en hér neðst í klettabelti Hrútaborgar...


Sama veislan hér eftir hlíðunum...


Hrútaborg reyndist létt og greiðfært fjall eftir það sem á undan var gengið...


Skaflarnir voru með okkur í liði...


Steinahlíð og Tröllakirkja.. þarna uppi var Ísleifur margnefndi sama dag og við vorum hér... fór fyrr af stað og tók Fögruhlíðarhnúk líka sem hér sést hægra megin...


Hrútaborg þegar litið var til baka...


Þarna uppi vorum við...


Skýjaslæðan að koma yfir.. það var von á rigningu en við áttum að sleppa...


Við Gulla sögðum í bríeríi... það byrjar að rigna þegar við komum í bílana... eins og svo oft hefur gerst.... og það rættist orðrétt... það byrjaði að rigna þegar við enduðum gönguna...


Nú var straujað niður í snjónum...


Takk fyrir okkur klettaborgir...


Bjargið sem fallið hefur og hangir á bláþræði...


Nestispása þrjú... kærkomin og góð í lokin...


Stefán fór hér í gegn upp í klof... skaflarnir voru vararsamir þar sem lækir og gil voru undir...


Við máttum vera ánægð með verk dagsins...


Hvílík ferð !


Fossarnir í Hrútadalsá...


Einn flottasti könnunarleiðangur sem við höfum farið...


Sjá hvernig fjölllin umlyktust smám saman rigningarskýjunum... við nýttum daginn vel... slepptum Tinhyrnu og Þorgeirshyrnu á miðju Snæfellsnesi... sem og Bárðarkistu og félaga vestast á nesinu.... og völdum þetta svæði þar sem rigningin átti að koma yfir síðast þennan dag.. og sú spá rættist vel...


Þessi leið stóð langt fram úr væntingum...


Við erum óendanlega þakklát leiðangursmönnum fyrir að slá til á miðvikudegi 1. maí...


Alls 18,7 km á 8:52 klst. upp í 830 m hæst með alls 1.193 m hækkun úr 49 m upphafshæð.


Sum tækin mædlu leiðina tæplega 20 km langa...


Teygt og spjallað...


Og Jaana knúsuð en hún rann á mosa þar sem svell var undir síðasta kaflann í mosaþembunum stuttu áður en við komum í bílana... eftir allt bröltið þá varð óhapp á saklausasta hluta þessarar flóknu leiðar...


Fjallahundurinn Batman hafði vit á að hvílast um leið og það var í boði... hann var of þreyttur til að stökkva upp í bílinn of fékk smá hjálp... farinn að eldast en ennþá mjög sprækur í göngunum sjálfum þó svona hopp í lokin þvælist fyrir honum...


Það rigndi smávegis á heimleiðn keyrandi... og sem fyrr tók aksturinn mun styttri tíma en klukkan sagði til um... því víman eftir svona dag er svo mikil að maður er einhvern veginn stöðugt í núinu að njóta og melta og spjalla um það sem gerðist... svona dagar verða ekki metnir til fjár... þeir gefa manni algera núvitund og skáka flestu sem nútímalíf hefur upp á að bjóða... þess vegna förum við sífellt í næstu ferð... til að vera í núinu með líkama og sál... og bestu félögum í heimi :-)


Takk... fyrir okkur elsku leiðangursmenn :-)




コメント


bottom of page