top of page

Konunglega gaman á Drottningu, Stóra Kóngsfelli og Eldborg við fjöllin blá

Æfing nr. 797 þriðjudaginn 26. mars 2024



Síðasta æfingin í mars var ansi vetrarleg en veðrið var svo milt að okkur fannst vera vor í lofti og nutum þess í botn að ganga um þessi fallegu fjöll með nýjan snjó yfir... og komast upp með að fara óhefðbundnar leiðir upp á bæði fjöllin en hefðbundnar niður...


Færið var flott og hentaði keðjubroddunum vel sem var ekki sjálfgefið eftir rysjótta tíð síðustu vikurnar... og í raun var þetta betra en við áttum von á... en við renndum okkur niður bæí Drottningu og Stóra Kóngsfell svo leiðin var léttari fyrir vikið...


Alls 5,5 km á 2:21 klst. upp í 613 m hæð með alls 365 m hækkun úr 428 m upphafshæð.


Fáir mættir, líklega vegna veðurs og landsleiks í knattspyrnu karla en frábær stemning og virkilega gefandi æfing.


Myndir úr ferðinni hér og nafnalisti við hópmyndina neðar:
























Mættir voru: Katrín Kj., Guðmundur Jón, Þorleifur, Sigurbjörg, Sjöfn Kr., Örn, Aníta, Sævar og Silla en Bára tók mynd og Batman tók sinn tíma í að samþykkja kornungan nýjan hund í hópinn, hann Ull sem stóð sig með prýði og verður vonandi farinn að sprikla sem mest með okkur næstu vikurnar en Sævar var í sinni fyrstu göngu með hópnum eftir 2ja ára hlé eða svo...








Frábær æfing og einstaklega ljúf þrátt fyrir brött fjöll og krefjandi leiðir upp og niður.

74 views0 comments

Comments


bottom of page