Æfing nr. 797 þriðjudaginn 26. mars 2024
Síðasta æfingin í mars var ansi vetrarleg en veðrið var svo milt að okkur fannst vera vor í lofti og nutum þess í botn að ganga um þessi fallegu fjöll með nýjan snjó yfir... og komast upp með að fara óhefðbundnar leiðir upp á bæði fjöllin en hefðbundnar niður...
Færið var flott og hentaði keðjubroddunum vel sem var ekki sjálfgefið eftir rysjótta tíð síðustu vikurnar... og í raun var þetta betra en við áttum von á... en við renndum okkur niður bæí Drottningu og Stóra Kóngsfell svo leiðin var léttari fyrir vikið...
Alls 5,5 km á 2:21 klst. upp í 613 m hæð með alls 365 m hækkun úr 428 m upphafshæð.
Fáir mættir, líklega vegna veðurs og landsleiks í knattspyrnu karla en frábær stemning og virkilega gefandi æfing.
Myndir úr ferðinni hér og nafnalisti við hópmyndina neðar:
Mættir voru: Katrín Kj., Guðmundur Jón, Þorleifur, Sigurbjörg, Sjöfn Kr., Örn, Aníta, Sævar og Silla en Bára tók mynd og Batman tók sinn tíma í að samþykkja kornungan nýjan hund í hópinn, hann Ull sem stóð sig með prýði og verður vonandi farinn að sprikla sem mest með okkur næstu vikurnar en Sævar var í sinni fyrstu göngu með hópnum eftir 2ja ára hlé eða svo...
Frábær æfing og einstaklega ljúf þrátt fyrir brött fjöll og krefjandi leiðir upp og niður.
Comments