top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Krýsuvíkurmælifell, Drumbur, "Bleikingstindur og "Rauðhólstindur" í Sveifluhálsi syðri.

Tindferð nr. 324 sunnudaginn 29. desember 2024


Við ákváðum að halda okkur nær Reykjavík mili jóla og nýárs og geyma Sátu á Snæfellsnesi þar til í febrúar þar sem bæði akstur og ganga er frekar löng... og völdum syðstu fjölllin á Sveifluhálsi... sem varða Krýsuvík í vestri...


Bæjarfellið við Krýsuvíkurkirkju skartaði sínu fegursta í morgunskímunni... við hittumst kl. 10 við Ásvallalaug og vorum 20 mínútur að keyra að kirkjunni... og lögð af stað kl. 10:34...


Frábær mæting... alls 15 manns... myrkrið var nú ekki alveg svona í byrjun dags...


... heldur var birtan svona... þessi bleika... áður en sólin kemur upp... og við byrjuðum á að ganga veginn frá kirkjunni... hefðum getað keyrt inn eftir slóðanum en þorðum því ekki...


Neðra bílastæðið við Krýsuvíkurkirkju...


Við strunsuðum bókstaflega eftir veginum... góð byrjun á fjallgöngu að hita sig upp á láglendi...


Sjá veginn hér... gamli Suðurstrandavegurinn...


Út af veginum ef við mögulega gátum...


Mikið spjallað og birtunnar notið í botn á þessum dimmasta tíma ársins...


Geitahlíðin þarna í fjarska í austri…


Sjá frostið í jörðu og hálkuna… við vorum á keðjubroddunum frá fyrsta skrefi…  


Sólarupprásin úti á hafi…


Borgarhóll… ysti hluti Sveifluhálssins…


Krýsuvíkurmælifellið loksins í sjónmáli…


Birtan þennan dag… var á heimsmælikvarða…


Við drifum okkur í átt að fyrsta fjalli dagsins…




Sólarupprás þennan dag var kl. 11:19 og sólsetur kl. 15:40…


Allt varð svo bjart með sólinni...


Loksins… komin í brekkurnar…


Færið upp Krýsuvíkurmælifellið var gott… grýtt og autt að mestu… en það var allt annað að vera á keðjubroddunum… mikil bylting í fjallamennskunni þegar þeir komu til sögunnar… hér hefði ekki verið eins þægilegt að vera á skónum eingöngu… og einstaklega óþægilegt að vera á jöklabroddum eða mannbroddum eins og þeir hafa kallast í gegnum tíðina…


Hvílík fegurð… gullinn dagur… einstakur félagsskapur…


Latur og félagar… og fjær eru Selsvallafjall og Núpshlíðarháls…


Gullnir geislar sólarinnar farnir að gefa svip sinn á allt…


Gagnið af keðjubroddinum sést vel hér…


Forréttindi… að ganga í svona víðáttu og óbyggðum… með besta fólki í heimi…



Litið til baka…



Tindurinn á Krýsuvíkurmælifelli… í 244 m hæð…


Gullið… frá sólunni…


Hvílík fegurð…


Suðurströnd Íslands… magnað að geta gengið á fjall ein í heiminum á svona stað… við áttum okkur ekki á því hversu lánsöm við erum…



Búin að ganga á alla þessa fjallsrana… og tinda… en þó… eitthvað er ennþá eftir inni á milli… er það ekki… t. d. allt Latsfjallið með tagli og öngum…


Ískaldur vindurinn hér… frostið var sex stig á þessu svæði skv. Veðurstofunni… líklega kaldara þarna uppi…


Ísbjörninn okkar hann Baltasar… alger fyrirsæta og svo mikið krútt að hjörtun bráðna í röðum…


Batman og Brúnó voru líka með… og allt í góðu milli hundanna…


Sveifluhálsinn syðst hér framundan og Geitahlíðin enn fjær…


Frábær mæting ! Alls 15 manns sem er orðið sjaldgæft að sjá… líklega stuttum akstri og stuttri göngu að þakka… gerum meira af þessu… í bland við erfiðu ferðirnar…


Siggi, Guðný, Ása, Guðjón, Olli, Aníta, Fanney, Áslaug B., Björg, Örn, Sjöfn Kr., Gulla, Sighvatur, Jóhanna Fríða og Bára tók mynd... og Baltasar, Batman, Brúnó og Myrra léku sér saman og gáfu okkur enn meiri gleði í göngunni :-)


Núpshlíðarháls og félagar í vestri…


Toppurinn á nýja gígnum við Stóra Hrút… ótrúlegar breytingar á svæði sem við gengum um áður en hamfarirnar gengu yfir…


Áfram til norðurs uppi á Krýsuvíkurmælifelli áður en snúið var niður…


Vigdísarvellir í allri sinni dýrð til norðurs… kyngimagnað landslag… ótal gígar um allt Reykjanesið… öll gosin síðustu þrjú árin eru dropar í þetta haf…



Sveifluhálsinn sunnan megin…



Sólin elti okkur milli fjalla…


Drumbur framundan…


Litið til baka upp Krýsuvíkurmælifellið…


Fengum okkur nesti hér í skjólinu…


Eftir nestið var haldið áfram yfir á Sveifluhálsinn…


Krýsuvíkurmælifell úr hlíðum Drumbs… eða í raun úr brekkunum á milli hans og Krýsuvíkurmælifells…


Selsvallafjall og fjallgarðurinn allur norðan af honum…


Gott færi… gott að fá brekkurnar í þessari ferð… því fjöllin voru lág og við þurfum að halda okkur við í brekkunum…


Sólin farin að leggja sitt til málanna…


Spjallið hjálpar upp brekkurnar… ef maður er að dragast aftur úr og hefur ekki orku í hláturskast í brekkunum… heldur er móður og másandi… þá þarf maður að æfa meira og ganga oftar á fjöll…


… svo þarf að vera líka næg orka til að fíflast og grínast… þannig er lífið betra… 😊 


Nóg af beinum á Reykjanesi… það gengur mikið á úti í náttúrunni… sem kemur manninum ekkert við…


Svo falleg birtan…


Síðustu metrarnir…


Litið til baka…


Millifjallsás áður en komið var upp á sjálfan Drumb...


Drumbur sjálfur… hæsti tindur… framundan…




Ágætis klöngur upp Drumb…





Hugvíkkandi… að ganga á fjöll… opna hjartað… slaka á huganum… hlusta… skynja… í auðmýkt og þakklæti… átta sig á að við erum eitt lítið korn… í óravíddum heimsins… koma betri maður heim… ríkari… sterkari… víðsýnni…


Mannbætandi… að ganga með þessum göngufélögum…


Víðsýnin ofan af Drumbi…




Síðustu metrarnir upp…


Lægri tindurinn…








Upp á efsta tind á Drumbi… í 257 m hæð…


Komin upp… útsýnið til austurs að Arnarfelli og Bæjarfelli sem geyma Krýsuvíkurkirkju þar sem bílarnir okkar voru...



Drumbur þegar litið var til baka á leið upp á Sveifluhálsinn…


Gott að fá enn fleiri brekkur…


Á leið upp Sveifluháls syðri…



Bleikingstindur framundan…



Klettahöft á leiðinni með tilheyrandi klöngri…




Fokinn snjórinn í klettunum… kynjamyndir…







“Bleikingstindur”… okkar nafngift á nafnlausum tindi á þessari leið til glöggvunar…  Bleikingsdalur er vestan megin við og því var notað örnefni í kring… eins og á “Rauðhólstindi“…


Hæðin mældist 282 metrar…



“Rauðhólstindur” framundan…


Litið til baka…





Stuðboltarnir… geggjaðar ! Sjöfn, Fanney og Aníta elskur !



Upp “Rauðhólstind”… en það örnefni var þarna rétt hjá…






Grænavatn…



Lengra fórum við ekki…


Fjórði og síðasti tindur dagsins… Rauðhólstindur… í 369 m hæð… með Sveifluhálsinn til norðurs allan fyrir aftan okkur… magnaður hópur á ferð !



Nú var haldið niður… einhvern veginn leið… en hún var greiðfær og alls staðar fær… ef maður valdi réttu brekkurnar…


Hetta… í Sveifluhálsi… á hana höfum við farið ásamt Hetti nokkrum sinnum… í alls kyns tindferðum og þriðjudagsæfingum… fáum ekki nóg af Sveifluhálsi…


Stórkostleg birta tók nú við og sjónarspilið var svakalegt… myndirnar tala sínu máli… orð fá ekki lýst litunum á þessum kafla…


Arnarfellið og Bæjarfellið við Krýsuvíkurkirkju þarna niðri… þar sem bílarnir okkar voru…





Brekkan okkar niður af Sveifluhálsinum…







Hugbreytandi birta… þeir sem ekki ganga á fjöll á þessum dimmasta árstíma… missa af miklu… mjög miklu…








Geitahlíð…













Ótrúlegt sjónarspil tók við síðustu metrana í bílana… þar sem sólin skein í gegnum gluggana á Krýsuvíkurkirkju… það er engin leið að lýsa fegurðinni sem fór í fangið okkar þessar mínútur… svo var það farið… og sólin búin að færa sig… hugljómandi upplifun…





Arnarfell…












Bæjarlækurinn í klakaböndum…





Alls 14,4 km á 4:41 klst. Upp í 369 m hæst þennan dag með alls 740 m hækkun úr 123 m upphafshæð… dásamlegur dagur og fullkomin vegalengd og tímalengd… við lent í ljósaskiptunum… eins og við lögðum af stað… í ljósaskiptunum… svona á að nýta dagana á þessum árstíma… drekka í sig sólarljósið frá upphafi til enda…


Aksturinn heim í dagsbirtu líka... komin fyrr í bæinn en við áttum von á... sem var afskaplega vel þegið á þessum dimmasta tíma ársins...




Takk innilega fyrir gullfallegan dag og einstaklega ljúfa stemningu í birtu og landslagi sem snerti mann djúpt… síðasta tindferðin á þessu magnaða ári sem verður líklega seint toppað í magni á tindferðum…

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page