"Kóngsgígar", Drottning og Stóra Kóngsfell öðruvísi leið
- Bára Agnes Ketilsdóttir
- 2 minutes ago
- 1 min read
Æfing nr. 844 þriðjudaginn 25. mars 2025

Loksins náðum við gígunum bak við Stóra Kóngsfell á þriðjudagsæfingu... en af því veðrið var með ágætum og mun betra en spáin sagði til um þá skelltum við okkur upp á Eldborg og Drottningu á leið inn eftir... og skildum svo ekki Stóra Kóngsfell út undan... heldur enduðum á að ganga á það í bakaleiðinni...
Gullfalleg ganga þar sem sólsetrið var lygilega fagurt... upp á 6,5 km á 2:33 klst. upp í 624 m hæð á Stóra Kóngsfelli en Eldborgin mældist 476 m, Drottningin 525 m há og loks voru gígarnir þrír við Stóra Kóngsfell sem eru nafnlausir en við köllum "Kóngsgíga" til aðgreiningar 525 m háir sá hæsti eða jafnhár og Drottningin... úr 441 m upphafshæð...
Ljósmyndir úr göngunni hér neðar og nafnalisti undir hópmyndinni:

















Mættir voru:
Kolbeinn, Þorleifur, Siggi, Helgi, Aníta, Örn, Sighvatur, Guðný Ester, Olli, Inga, Linda, Sjöfn Kr., Silla og Smári en Bára tók mynd og Baltasar og Batman voru bundar kvöldsins... hér stödd á hæsta "Kóngsgígnum" með hina gígana á vak við vinstra megin og Stóra Kóngsfell hægra megin... magnað landslag !































Takk... fyrir alveg magnaðan þriðjudag... þeir eru einfaldlega ómetanleg útivera og andleg næring með dásamlegu fólki !
Gps-slóðin á wikiloc hér: https://www.wikiloc.com/hiking-trails/kongsgigar-drottning-og-stora-kongsfell-250325-207472358
Comentarios