top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Lágafell og Lágafellshamrar frá Lágafellskirkju í logni og frosti.

Æfing nr. 733 þriðjudaginn 6. desember 2022.


Snjólaust en frost og logn var á okkar árlegu Lágafells-hvað - göngu sem er helst farin milli jóla og nýárs eða í desember á hverju ári og mætingin var með besta móti...


Úlfarsfellið og Lágafellshamrar þess í kolniðamyrkri þarna handan byggðarinnar... en birtan engu að síður mjög falleg þetta kvöld...


Hálfskýjað og tunglið skein á okkur á köflum...


Mjög falleg birta þrátt fyrir snjóleysið...


Tunglið og höfuðljósin...


... og borgarljósin...


Hefðbundin leið yfir Lágafellið upp og niður nokkrar brekkur og svo um skógarstíginn yfir á Úlfarsfellið...


Farin upp slóðuðu leiðina sem var engin þegar við gengum þetta fyrstu árin en aldeilis orðið flott núna...


Mykrið fangast vel á mynd hér...


Töfrandi fallegt og mjög jólaleg leið...


Borgin svo falleg úr fjarska en samt svo nálægt...


Mikið spjallað og spekúlerað...


Hvílík fegurð...


Þunn skýjaslæða læddist yfir okkur efst á brúnunum á Úlfarsfelli en við gengum ekki .á neinn eiginlegan tind á þessari hefðbundnu desemberleið okkar...


Komin að bröttu brekkunni... okkar bröttu brekku norðan megin... ekki hinni sérmerktu bröttu brekku norðvestan megin... hún er mun greiðfærari en þessi... en samt er þessi lítið mál ef maður bara fer hana reglulega...


Smá nesti hðér áður en haldið var niður...


Mjög fallegt útsýnið til borgarinnar... og yfir Mosó...


Farið fram á klettinn...


Hópmynd... alls 21 manns... frábær mæting ! Þar af einn nýliði.. hann Gustav bróður Johans sem kom í klúbbinn í haust... frábærir bræður sem við fáum vonandi að hafa í mörgum fjallgöngum framtíðarinnar...


Illu er best aflokið leið sumum... og gátu ekki fengið sér nesti... vildu bara klára þessa brekku... jebb... förum hér niður... aldrei höfum við þurft frá að hverfa... þessi brekka er líklega alltaf fær... sama hvernig færið er...


Þetta gekk vel en Ása var ekki í gönguskóm og fór varlega fremst með Erni enda ætlaði hún ekki þessa leið en kom auðvitað bara með okkur frekar en að fara ein... og fór því rólega niður til að lenda ekki í neinum vandræðum...


Og allt gekk vel... mjög gaman og hollt að gera þetta á hverju ári... góð æfing...


Klettarnir í miðri brekku... og tunglið...


Komin neðar þar sem skógurinn fer að flækjast fyrir okkur og við erum farin að þurfa að sniðganga meðfram... en fyrstu árin voru þetta lágar hríslur...


Mjög flottur þessi skógur og gaman að upplifa þróunina...


Síðasti kaflinn svo um stíginn upp að kirkjunni aftur...


Alls 5,8 km á 2:13 klst. upp í 253 m hæð með alls 350 m hækkun úr 73 m upphafshæð...


Mjög falleg ganga og einstök veðurblíða sem gleymist seint á þessum merkilega létta vetri... hingað til...

8 views0 comments

Comments


bottom of page