top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Lambhagi og Vatnshlíð við Kleifarvatn

Æfing nr. 727 þriðjudaginn 25. október 2022.


Kyrrðin var alltumlykjandi síðasta þriðjudagskvöldið í október þegar við lögðum af stað gangandi um fjallshlíðarnar í norðausturenda Kleifarvatns... og fegurðin fangaði okkur alveg...


Hópmynd í byrjun göngu meðan enn var bjart... því nú þverrir birtu með hverri viku...


Mættir voru alls 27 manns:


Efri: Jóhann Ísfeld, Matti, Guðmundur Jón, Steingrímur, Dina, María Harðar., Katrín Kj., Þorleifur, Lilja Sesselja, Steinunn Sn., Njóla, Johan, Edwin og Arna Harðar.


Neðri: Birgir, Steinar R., Sigríður Arna, Siggi, Jóhanna Fríða, Sjöfn Kr., Þórkatla, Dagbjört, Örn, Doddi, Inga Guðrún og Bára tók mynd og Ása kom rétt eftir myndatöku enda var leikurinn til þess gerður að gefa henni tíma til að ná okkur :-) ... en hundar kvöldsins voru Batman, Gotti, Bónó og Moli og Myrra...


Gengið var fyrst upp á Lambhaga sem var einstaklega fallegur þetta kvöld í þróttmiklum haustlitunum rétt áður en veturinn læsir klónur sínum í hann...


Útsýnið strax svo fallegt þegar upp á hann var komið... Kleifarvatnið spegilslétt..


Lambhaginn var genginn frá enda í enda og mældist 198 m hár...


María Harðar mætti í nýprjónaðri riddarapeysunni sinni... svo falleg og alveg í stíl við liti umhverfisins... ótrúlega flott ! #riddarapeysur


Friðurinn var algjör... þetta var heilandi umhverfi að ganga í... ein í heiminum...


Sjá vesturhlíðar Lambhaga hér þegar litið var til baka...


Lambhagi fellur í skuggann af sér hærri fjöllum við Kleifarvatn... en teygir klær sínar lengst út á vatnið... og hefur sinn sjarma...


Sjá bílaröðina vinstra megin...


Mjög skemmtileg leið...


Smávegis klöngur hér ofan af norðurtagli Lambhaga... einmitt það sem við þurfum sem oftast... að brölta og halda við færninni í klöngri...


Nú var farið um norðurstrendur Kleifarvatns yfir á Vatnshlíðina...


... með smávegis brölti um töglin í Lambhaga... klær hans sem teygja sig út í vatnið...


Handan Lambhaga var maður einn á ferð að slétta sandinn... aldrei höfðum við séð annað eins... ákváðum sem betur fer að spyrja... hefðum annars aldrei getað giskað á erindi hans... jú... fyrir nokkrum dögum var hér hvalverkunarstöð á Patagóníu... kvikmyndasett sem verið var að lagfæra allt eftir... jahá... altlaf eitthvað nýtt... en það hefur aukist mikið að við rekumst á kvikmyndatökufólk á ferð í göngunum okkar... á slóðum þar sem enginn annars er... síauknar kvikmyndatökur á Íslandi þreifast meira að segja af okkur...


Hvílík fegurð...


Það rökkvaði um leið og við gengum af stað þetta kvöld... og stutt var í myrkrið þegar lagt var af stað upp Vatnshlíðina... svo þegar litið var til baka var maðurinn á sandsléttubúnaðinum einn með ljósið við vinnu sína... og hann var að allt kvöldið sem við gengum...


Vatnshlíðin reyndist heilmikið brölt upp lausgrýtta leið sem virtist ósköp saklaus neðan frá séð... en var aldeilis góð æfing í brekkubrölti...


Sandsléttumaðurinn... og bílar að keyra veginn meðfram kleifarvatni í ljósaskiptunum...


Snæfellsjökull í kvöldsólarroðanum í vestri...


Ótrúlega fagur að sjá...


Myrkrið skall á í Vatnshlíðinni og við vorum öll komin með höfuðljósin áður en brekkan var öll...


Uppi á brún tókum við gott nesti í gjólunni sem þar var og héldum svo bröltinu áfram eftir brúnunum til norðurs að Vatnshlíðarhorni...


... þar sem okkar beið annað eins grjótbrölt niður brekkuna alla leið í sandinn... sem gaf svo greiðfæra leið til baka að norðurfjörum Kleifarvatnsins...


Alls 5,3 km á 2:33 klst. upp í 198 m á Lambhaga og 394 m hæð á Vatnshlíð með alls 334 m hækkun úr 149 m upphafshæð...


Frábær æfing í krefjandi brölti upp og niður og dásamlegri fegurð við Kleifarvatn...

37 views0 comments

Comments


bottom of page