Tindferð nr. 312 þriðjudaginn og miðvikudaginn 23. og 24. júlí 2024
Þriðja Laugavegsferðin í sögu klúbbsins var farin sumarið 2024 eftir fjölda áskorana... en sú fyrsta var farin árið 2008 og var sérlega vel heppnuð... og önnur ferðin var 0furganga númer eitt árið 2020 þar sem við lögðum af stað seinnipart dags... gengum yfir nóttina og enduðum undir hádegi í Húsadal daginn eftir en sú ferð er með öllu ógleymanleg og var yfirnáttúruleg upplifun...
Í þessari þriðju ferð höfðum við þetta eins einfalt og hægt var en þó með rútuflutningi og trússi og skálagistingu í Hvanngili til að minnka kostnað og halda þægindum eins og hægt var...
Þessi ferð heppnaðist með ólíkindum vel... ótrúlega rættist úr veðri þar sem spáð var roki og rigningu báða dagana en þó sveiflaðist sú spá nokkuð til... spáin var það slæm að við hefðum aflýst fwerðinni ef ekki væri fyrir að búið var að greiða fyrir gistinguna og staðfesta rútuna..
Við létum okkur því hafa það og eingöngu einn afboðaði vegna veðurs,... og þegar að þessu kom.. þá var keyrt í rigningu upp eftir þar sem smám saman létti til... og endað í þurru veðri tveimur dögum síðar... þar sem rigningin buldi á rútunni á leið úr Þórsmörk... ótrúleg heppni með veður og h´purinn var hreint út sagt frábær... en hann samanstóð af 13 klúbbmeðlimum og 7 gestum...
Brottför kl. 06 frá Össuri, Grjóthálsi 5.... með rútu frá Guðmundi Jónassyni og bílstjórinn hét Jón Sigfússon og reyndist sérlega úrræðagóður og ljúfur ferðafélagi...
Rigning á leiðinni og blautt í Hrauneyjum...
... en komin sól á hálendinu...
Landmannalaugar framundan... hálfskýjað og þurrt yfir... hvílíkur léttir !
Jón Sigfússon bílstjóri...
Dásamlegt að lenda í svona góðu veðri í Laugum og geta lagt af stað allavega í þurru veðri... en rigningin átti eftir að láta á sér standa...
Mikið líf í Landmannalaugum... ekki farið að rukka fyrir bílastæðin... en mánuði síðar í ágúst var mun minna fa bílum, tjöldum og fólki hér eftir að panta þurfti og greiða fyrir bílastæðið og spyrja má hvort sú rukkun hafi haft þau áhrif...
Frábært fólk í þessari ferð... 13 klúbbmeðlimir og sjö gestir... sumir skráði sig stuttu eftir áramótin... og voru aldrei á þeim buxunum að hætta við...
Efri: Margrét Þóra Björgvinsdóttir gestur, Þorleifur, Guðný Ester, Sjöfn Kr., Júlía Ósk Atladóttir gestur, Sigurlína V. Sigurgeirsdóttir gestur, Kristjana, Áslaug B., Ingunn, Guðbjörg Oddsdóttir gestur, Ragnheiður, Björg, Bára.
Neðri: Kristín Friðgeirsdóttir gestur, Sesselja Barðdal gestur, Aníta, Örn, Selma Barðdal gestur, Maggi og Gerða Fr.
Batman komst ekki með þar sem rúta og skálagisting flækti hans för...
Lagt af stað kl. 10:05...
Þessi gönguleið er stórkostleg frá fyrsta skrefi til hins síðasta...
Barmur og Jökulgilið með skála FÍ í forgrunni...
Háalda beint framundan... hún bættist í safnið í fyrra...
Brennisteinsalda...
Sólin kíkti öðru hvoru og veðrið var framar öllum vonum...
Bláhnúkur... hann og Brennisteinsalda voru gengin ásamt Bleikagili, Breiðöldu, Tröllhöfða og Vondugiljum mánuði síðar í dagsferð í Landmannalaugar...
Ingunn í prjónapeysu sem var alveg í stíl við landslagið...
Laugahraun að baki...
Fegurð Bláhnúks er með ólíkindum...
Reynt að fanga fegurðina á þessari hópmynd... en landslagið eiginlega gleypti okkur...
Breiðalda og Tröllhöfði... þau voru gengin mánuði síðar... em þarna niðri er "Bleikagil" sem við köllum svo til aðgreiningar...
Gilin á þessu svæði...
Frekar snjólítið á leiðinni miðað við stundum áður...
Suðurnámur þarna lengst fyrir miðju... hann var genginn í fyrra...
Hópmynd með þetta stórkostlega landslag að baki...
Torfajökull...
Það var skýjað þegar ofar var komið... en skýin lyftust með okkur og við sáum alltaf landslagið framundan og í kring... ótrúlegt lán...
Sólin skein oft á fjarlæga fjallstinda og útsýnið var með ólíkindum gott...
Litið til baka...
Förum þetta gil einn daginn... komið á listann...
Torfajökulll... gangan okkar á hann á þrjá hæstu tinda frá skálanum við Strút er með þeim flottustu í sögunni... Torfajökull 3ja tinda leið frá Strút um íshellinn og Krókagil til baka um upptök Brennivínskvíslar. (fjallgongur.is)
Jahérna hér... skýin bara lyftust upp og opnuðu alltaf fyrir okkur dyrnar að þessu stórkostlega landslagi...
Nesti við Stórahver... gufa af hvernum og læknum...
Birtan þennan dag... og þessa báða daga... fegurðin naut sín mjög vel...
Þessi voru að njóta með Stórahver fyrir framan sig handan gilsins...
Ótrúlega snjólétt á þessum kafla...
Reykjafjöll... við eigum eftir að ganga á þau NB !
Hrafntinnusker... lítill snjór og magnað veður hér... logn og hlýtt... ótrúlegt !
Reykjafjölll... Háskerðingur því miður í skýjunum... og var það allan tímann...
Mikil ólykt á salernunum hér og frekar ógeðfellt að setjast og borða enda var þetta ekki nestisstaðurinn okkar á þessari leið... en þessi staðsetning á skála er krefjandi og það er meira en að segja það að halda hér húsum gangandi og heilum með rennandi vatni og rotþró og öðru sem tilheyrir mannlegum lúxus...
Fyrsti leggurinn af fjórum á þessari leið...
Við Örn þekktum bílinn... fyrrum bíll góðs vinar okkar... og sá fékk senda mynd... og við spjölluðum við bílstjórann sem var að trússa farangur upp í skálann... í einni af mörgum ferðum þetta sumarið... hann sagði frekar snjólétt á svæðinu... og að nú færi að kólna aftur... í lok júlí... sumarið væri að enda hér upp frá...
Aðdáunarverður metnaður að hafa skála hér... Höskuldur Jónsson sem skálinn var kenndur við var mjög áhugaverður maður...
Andlát: Höskuldur Jónsson, fv. forstjóri ÁTVR (mbl.is) Það er ekki annað hægt en mæla með viðtali við hann í bókinni "Fótspor á fjöllum" eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson þar sem hann eins og fleiri viðmælendur í bókinni hafa aðdáunarverðar og sjálfstæðar skoðanir og sterka sýn á náttúruverndarmál... þar sem þau fylgja ekki hópnum og elta þrýstinginn eða rétttrúnaðinn í þeim málum... frískandi að lesa viðtalið við hann og fleiri í þessari bók... allt magnaðir viðmælendur og öll með sína reynslu og sína sýn... mikill fengur að þessari bók eins og fleirum frá Páli:
Leiðin frá Höskuldsskála var mögnuð...
Hvílíkir litir... samsetning... formfegurð... mýkt... andstæður...
Alveg magnaðar myndir teknar í þessari ferð !
Háskerðingur í skýjunum... á hann gengum við árið 2018 í já aftur... einni fegurstu ferðinni í sögunni... Tindferð 160 laugardaginn 25 (toppfarar.is)
Reyndum að hrista af okkur annan hóp sem var á ferð og taldi nálægt 50 manns...
Hvílík... fegurð...
Litir og form með ólíkindum... meira listaverkið...
Fjöllin á söndunum að birtast smám saman efst í Jökultungunum...
Hér var gjóla og við leituðum að góðum nestisstað...
Magnað !
Farið að sjást í Mýrdalsjökul...
Nesti hér aðeins út af leið í Jökultungunum...
Það væri hægt að ganga þessa leið á 10 dögum og gleyma sér allan daginn alla dagana við að skoða fegurðina í hinu smáa ekki síður en hinu stóra samhengi...
Jöklarnir tveir... sandanir... og fjallssúlurnar allar... með Álftavatni að birtast...
Þetta útsýni er stórkostlegt...
Við urðum að taka hópmynd með Álftavatni og félögum hér efst í Jökultungunum...
Júlía, Lína, Kristín, Kristjana, Margrét, Selma, Þorleifur, Örn, Áslaug, Sjöfn Kr., Aníta, Sesselja, Guðbjörg, Ragnheiður, Gerða, Guðný, Maggi, Bhjörg og Ingunn en Bára tók mynd.
Forsmekkurinn af þeirri fegurð sem býðst þeim sem ganga að Ljósá og Ljósárfossum austan megin við Laugavegsgönguleiðiðna niður Jökultungurnar....
Stórkostlegt útsýni... líklega flottasti útsýnisstaður Laugavegsgönguleiðarinnar...
Gleðigjafarnir okkar ómetanlegu... Aníta og Sjöfn Kristins...
Fíflaskapurinn aldrei langt í burtu...
Smáfjallarani... Stórkonufell... Stórasúla... Brattháls... Hattfell... Álftavatn... Illasúla (sést smávegis í toppinn), Stóra og Litla Grænafjall, Torfatindar og loks fjallgarðurinn við Torfamýrar...
Grashagakvíslin vaðin... Bára og Áslaug stikluðu yfir steina ofar í ánni...
Kaflinn inn að Álftavatni er ljúfur og fagur...
Álftavatn... hér opnaði kaffi- og bjórsala fyrir örfáum árum síðan... sem var mikil bót... en það er algerlega óskiljanlegt að ekki sé meiri þjónusta á þessum viðkomustöðum í samanburði við fjallaskála í Ölpunum sem eru margir á mun víðsjárverðari stöðum þar sem aðgengi er eingöngu með þyrlum... en samt er hægt að kaupa gistingu uppábúið... keupa sér kaffi og meðlæti og fá 3ja rétta máltiðiðir...
Álftavatn... Illasúla og Stóra Grænafjall í endanum... Brattháls vinstra megin og Torfatindar hægra megin...
Þar sem við gistum í Hvanngili... og sú gisting var sannarlega ekki ódýr... þurftum við ekki að borga fyrir aðstöðuna hér...
Leggur tvö af fjórum á Laugaveginum lokið hér með... og við tæplega hálfnuð... þar sem við stefndum að Hvanngili þar sem leiðin er jöfnust hálfnuð...
Allir orðnir þreyttir enda krefjandi kafli að baki... tvær dagleiðir fyrir marga... og "bara" tæpir 4 km eftir...
Stórasúla... og Hattfellið þarna á bakvið... við gengum á hana og á Hattfell í einni allra flottustu ferðinni í sögunni árið 2022...
Stóra Grænafjall hægra megin...
Bratthálskvísl vaðin...
Nú var orðið skýjaðra uppi í Jökultungunum og mun kuldalegra en þegar við vorum þarna upp frá stuttu áður...
Illasúla og Stóra Grænafjall... Tindfjallajökull í skýjunum...
Stórkonufell...
Hvanngil loksins í sjónmáli... við vorum að ná þessu.. á fínum tíma...
Lentum hér í sól og blíðu...
Dáamlegt...
Fjöldi manns í tjöldum...
Rúmir 28 km fyrri hluti göngunnar... á tæpum 9 klukkutímum...
Stóra gps-tækið mun hófsamara... meira hvað mismunurinn milli tækja er orðinn mikilll... svona eins og sannleikurinn er orðinn nú á tímum... hann er "allskonar" og engin leið að vita hvað er raunverulega rétt og hvað ekki !
Flestir grilluðu í Hvanngili... en það var vesen sögðu menn ... eftir á að hyggja er einfaldast að vera með einfalda máltíð í skála milli göngudaga og eyða orkunni frekar í að hvílast og spjalla en hita uppi í kolum og grilla... en sitt sýnist hverjum... í sól og blíðu og með einn kaldan við höndina hefði grillið geta verið dásemdin ein... en stundum er bara hráslagi í skálanum eftir langan dag... og þá er einfaldleikinn bestur... þjálfarar voru bara með kaldan mat og Sjöfn var með eigið gas og hitaði upp tilbúinn rétt...
Einhverjir enduðu á að steikja hamborgarana sína inni...
Stemningin klikkaði ekki þó það væri frekar svalt...
Innifólkið :-9
Hlegið og grínast og haft gaman... hjá sumum er aldrei neitt annað í boði ! Eins og hjá þessum snilldar systrum !
Við fórum mjög snemma að sofa.. dauðþreytt... og langur dagur framundan #fjallgöngureruokkardjamm
Morgunmatur eftir 10 tíma svefn... sofnað um kl. 22 og vaknkað kl. 08... þessi svefn var svo kærkominn !
Morgunmatur úti líka ! Jón bílstjóri með okkur :-)
Lagt af stað um níuleytið... heldur kalt... emn það hitnaði strax og við gengum af stað...
Kaldaklofskvísl...
Bláfjallakvísl vaðin...
Stórasúla...
Stórkonufell... gangan á það í fyrra var varla af þessum heimi... Stórkonufell, Tvíbaka, Tuddi, Stóra Mófell og einn af Mófellshnausum. (fjallgongur.is)
Innri Emstruá...
Nestispása...
Hattfellið...
Tvíbaka og Tuddi... Stórkonufell, Tvíbaka, Tuddi, Stóra Mófell og einn af Mófellshnausum. (fjallgongur.is)
Flestir að ganga Laugaveginn í fyrsta sinn... (einn fingur)... fimm í annað sinn... ein í þriðja sinn (Björg)... tveir í fimmta sinn (Júlía og Örn)... og Bára í sjöunda sinn... #laugavegurinn
Emstrur... þrír af fjórum leggjum Laugavegarins að baki...
Í Emstrum tók að rigna smám saman... en veðrið var ekkert í líkingu við það sem spáð var...
Sjá spána hér... 10 m/sek og rigning...
Við grínuðumst og skemmtum okkur konunglega...
Því miður rigndi áfram hér og flestir fóru í regnjakka og settu bakpokahlífarna á sem gerir alar myndir þar með ekki spennandi... Örn var rekinn úr rauða ponsjóinu sínu... það var sko ekki SVONA mikil rigning ! :-) :-)
Hér kom upp hópsýking mánuði síðar... eins og á Rjúpnavöllum á Hellismannaleið... og í Básum í Þórsmörk... skýringin er ekki komin þegar þetta er skrifað... líklega nóróveiran frekar en sýking í vatnsbílunum... vonandi allavega...
Strax hér var orðið þurrt og heitt og flestir fækkuðu fötum og hentu jökkunum ofan í bakpokann aftur...
Fremri Emstruá... bygging og uppsetning á henni er aðdáunarverð með meiru..
Hér var komið stuttermabolsveður... og við fækkuðum fötum mest hér í ferðinni... orðið svo hlýtt niðri á "láglendinu" ... og við urðum að taka hópmynd við þetta tækifæri !
Nestispása á dásamlegum stað...
Nú kemur rigningin... hey, nei, það er komin sól... æj, nú fer að rigna... ég fer í jakkann allavega... æj, ég er að kafna í þessum regnfötum... úr og í og í og úr... best að vera bara í ullarbolnum og "bíða aðeins"... #laugavegurinn
Uppgræðsla á söndunum.. og kindur á beit... maður skilur sjónarmið beggja hvað þetta varðar...
Kyngimögnuð birta !
Nestispása við Ljósá...
Þröngá vaðin... þetta var eina krefjandi vaðið á leiðinni... grýttur botn á hreyfingu... og gruggugt, straumhart vatn... sumir blotnuðu upp í klof... en flestir komust klakklaust yfir...
Hvílíkur sigur !
Slv þessu gps tæki var leiðin 56,14 km löng... á alls 18:17 klst...
Hér var seinni leggur leiðarinnar 30,9 km á 9:17 klst.
Einn kaldur var viðeigandi !
Mjög gott að koma bara hér inn og borða og skála og viðra ferðina og svo upp í rútu... ekkert grillvesen og gisting... gufan og sturturnar og "heiti potturinn" voru samt vonbrigði... og jú, maturinn var ekki til að mæla með því miður... þarna mætti gera betur ef menn vilja heyra það á annað borð... en þjónustan og viðmótið var frábært... og eftir símtal og tölvupósta við fyrirtækið sem rekur þennan veitingastað þá kom óþægilega á óvart að þau könnuðust ekkert við hópinn... (ég talaði við íslenska konu daginn fyrir ferðina til að staðfesta að við kæmum á einmitt á þeim tíma sem við mættum) en við fengum samt öll sæti og ekkert mál... alltaf best að bjarga bara málunum og eyða orkunni í þetta skemmtilega... við vorum búin að klára Laugaveginn í frábæru veðri og færð þar sem öllum leið vel og ekkert kom upp á... það var meira en að segja það !
Þjálfarar tóku farangur fyrir eina ítalska stúlku sem var orðin veik og aðframkomin í Hvanngili og hélt á öllum sínum farangri... hún var mjög þakklát... en lenti því miður í langadal og þaðan hringdi loks skálavörðurinn þar sem þau fundu ekki farangurinn hennar... og lausnin var sú að þau þurftu að sækja farangurinn í Húsadal...
Af því við vorum í Chamonix fyrr um sumarið...
... þar sem ætlunin er að ganga á Matterhorn einn daginn...
Sólin á lofti... svona lítið bólaði á rigningunni þessa tvo daga...
Sýnin upp eftir þegar við keyrðum af stað um kvöldið kl. 20:30... sól og þurrt og logn...
... en skv. bílstjóranum var rigningarsúld niðri á þjóðvegi allan daginn...
Rútan festist í Krossá en við snarræði staðarhaldara, rútubílstjóa okkar og rútubílstjóra frá Kynnisferðum komumst við upp úr á háltíma eða svo...
Ís á heimleið á Selfossi undir miðnætti...
Alls 59 km á 2 dögum í alls 18:11 klst. upp í 1.067 m hæð með alls 2.041 m hækkun og 2.428 m lækkun úr 599 m upphafshæð...
Takk öll fyrir dásamlega ferð sem stóð langt fram úr væntingum hvað varðaði veður og takk sérstaklega fyrir alveg einstakan félagsskap !
Myndband af ferðinni hér... langt... en dýrmætt þegar árin aka að líða... : Laugavegurinn á 2 dögum 23. - 24. júlí 2024. (youtube.com)
Við vísum á fyrri gps-slóð af þesari leið en af nægum er aðt aka á wikiloc og ekki á það bætandi.
Comments