top of page

Leirvogsárgljúfur baksviðs megin upp á Mosfell í sumarblíðu

Æfing nr. 823 þriðjudaginn 15. október 2024


Eftir lygilega æfingu í Marardal í Dyradölum í Henglinum síðasta þriðjudag... þar sem kyngdi niður snjó allt kvöldið svo það tók okkur klukkutíma að koma okkur út úr dölunum vegna hálku og vandræðagangs erlendra ferðamanna... fengum við algera andstæðu viku síðar í sumarblíðu, logni og átta stiga hita á Mosfelli þar sem farið var vestan megin að Leirvogsárgljúfri og eftir Mosfellinu norðan megin út taglið og þaðan upp og loks niður í myrkrinu um vesturhlíðarnar sem voru lausgrýttar og skemmtilega krefjandi eftir allan ljúfleikann fyrr um kvöldið...


Fundum laup eftir krumma í gljúfrinu en Leirvogsáin frá upphafi til enda er eitt af okkar uppáhalds...


Frábært kvöld sem gaf meira en við áttum von á... klárlega leið sem við förum aftur... en þetta gerðum við fyrst árið 2013...


Alls 6,6 km á 2:18 klst. upp í 292 m hæð með alls 312 m hækkun úr 60 m upphafshæð.


Ljósmyndir kvöldsins og nafnalisti undir hópmyndinni hér:






Mættir voru alls 14 manns:


Siggi, Sjöfn Kr., Linda, Franz, Örn, Batman, Aníta, Skarphéðinn, Myrra, Ása, Gerður Jens., Kolka, Kolbeinn, Baltasar, Katrín Kj. og Guðmundur Jón en Bára tók mynd.


































Frábært kvöld... miklar andstæður... mergjuð stemning og besti félagsskapur í heimi :-)


4 views0 comments

Comentários


bottom of page