Tindferð nr. 291 laugardaginn 9. desember 2023
Vísa frá Sjöfn Kristinsdóttur eftir ferðina:
Drungi í desember, hvað !
Eigi við upplifðum það
Áhorfið ótakmarkað
er himinninn hafði sitt sjóv
og sýndi af litunum nóg
er gengum á Meitla og kó.
Enn eina helgina í röð var blíðskaparveður og Örn bauð upp á fallega leið um Meitlana og sjaldfarna leið um baksvið þeirra yfir á Stóra Sandfell á Hellisheiði og svo um Eldborgirnar til baka sem rísa neðan við Meitlana austan megin... en þessi leið var styttri útgáfan af sjö tinda göngunni um Meitla og félaga frá árinu 2020...
Megin ástæðan fyrir þessu leiðarvali var ósk um Meitlana í fyrirspurn þjálfara á Toppfarahópnum á fb þar sem klúbbmeðlimir voru beðnir um að óska eftir fjöllum og leiðum fyrir dagskrána 2024... og var fleiri fjöllum komið að í þessari löngu tindferðahrinu Arnarins þennan fyrri hluta vetrar að áramótum árið 2023...
Heiðskírt var þennan dag og frost og snjóföl yfir öllu svo skyggnið var kristaltært og litadýrðin stórkostleg í dagrenningu og svo sólsetri í í lok göngunnar, enda voru menn alsælir í lok þessarar göngu.
Alls mættu 9 manns og gengnir voru 14,7 km á 5:22 klst. upp í 518 m hæð með alls 885 m hækkun úr 209 m upphafshæð. Færið var betra en áhorfðist og brekkan niður af Stóra Meitli t. d. vel fær. Leiðin lá vel við lágri vetrarsólinni sem skreytti allan daginn og stemningin var einstök eins og alltaf.
Gps-leiðin hér af stærri leiðinni árið 2020: Wikiloc | Sjö tindar í Þrengslum Meitlar, hnúkar, fell og eldborgir 220220 Trail
Sjá ferðasöguna af lengri útgáfu þessarar leiðar hér: Tindferð 191 sjö tinda ganga um (toppfarar.is)
Sjá ljósmyndir úr ferðinni hér neðar, með nafnalista hér neðar undir hópmyndum ferðarinnar:
Mættir voru: Birgir, Steinar R., Gulla, Kári Rúnar, Jaana, Sighvatur, Sjöfn Kr. og Þorleifur en Örn tók mynd og Batman var eini hundurinn...
Takk fyrir yndislegan og sérlega fallegan dag elskurnar, meira eljan í okkur !
Comments