Æfing nr. 744 þriðjudaginn 28. febrúar 2023.
Vor í lofti... auð jörð... sól... hlýtt... var síðasta þriðjudag febrúar mánaðar árið 2023... ekki í fyrsta sinn sem við erum með auða jörð í þessum mánuði í gegnum tíðina... hlýindi og notalegheit... mitt á milli snjóstorma og illviðra... og svo sannarlega er þetta vel þegið í hvert sinn...
Æfing kvöldsins var ný leið um Esjuna... kvenþjálfarinn fyrir löngu búinn að sjá þetta magnaða örnefni Kúbuhryggur... eða með p-i... kúpuhryggur... það er misjafnt hvernig þetta er skráð á kortum og á veraldarvefnum... en í sigtinu voru einnig Litli og Stóri Sandhryggur... og bak við eyrað var Nípa sem við vissum ekkert um... frekar en hin örnefnin...
Það kom því á óvart að sjá vel merkt örnefnin á korti við bílastæðið... þarna var sjálfur Kúpuhryggurinn... Sandhryggirnir, Nípa... og svo Hvítárbotnar einnig... og það sem koma mest á óvart var bílastæðið undir Kúpuhrygg... við reyndum fyrstu ár Toppfara að keyra undir Esjunni til austurs frá Mógilsárbílastæðunum án árangurs þar sem maður var fljótlega lentur á eignarlóðum og erfiðum slóðum ekki fyrir alla bíla... en nú er greinilega búið að slóða og merkja fleiri leiðir um þetta svæði og opna á útivist þarna... sem maður var eiginlega búinn að eyrnamerkja svolítið fjallahjólurum... bæjarfjallið okkar sjálft... og við ennþá að kynnst því... en hundabannið sem er á Esjunni frá Mógilsá og reyndar líka kraðakið af fólki hefur valdið því að við förum sjaldnast á þessar slóðir... en það var sannarlega kominn tími til...
Frábær mæting... Örn var eini þjálfarinn... Bára haltrandi eftir smell og slæma verki í vinstra hnénu á febrúar-mánaðarfjallinu fyrr í vikunni... sem var langþráð útivera eftir slæma flensu... en Silla var hins vegar mætt eftir talsvert hlé... jú, mætti líka í Bláfjöllin í síðustu viku... þar sem tak í baki hafði haldið henni frá fjöllunum í þó nokkrar vikur... Jóhanna Fríða ennþá að jafna sig eftir ökklabrot á Helgafellinu í desember en í bataferli... og svona má áfram telja... það er ekkert annað í stöðunni en kyngja og láta sér batna og mæta aftur...
... með bros á vör og njóta stundarinnar... ekkert sjálfgefið við það að komast í fjallgöngu og eins gott að vera þakklátur og glaður...
Frá bílastæðinu var farið til að byrja með um stíginn áleiðis á Geithól...
En sú leið er í miklu uppáhaldi hjá okkur enda mjög skemmtileg alla leiðina...
Þegar komið var ofar var haldið til hægri utan stíga og farið um lendurnar nægilega neðarlega til að lenda fyrst á Sandhryggjunum...
Sólin að setjast og landslagið töfrum líkast...
Kistufell Esjunnar gnæfði yfir gönguleið dagsins... stefnan var að hlíðum þess í raun... þar sem árnar renna niður úr Gunnlaugsskarði...
Dásamleg samvera og félagsskapur...
Samdhryggirnir að koma í ljós...
Sólsetrið í vestri... þetta var síðasta gangan í febrúar... frost og snjór síðasta þriðjudag í Bláfjöllunum... en autt og hlýtt í þar síðustu viku á Þorbirni... ótrúlegar andstæður í veðri og færð milli vikna... en svona er þetta búið að vera... miklar sviptingar milli daga vikum saman...
Komin á Stóra Sandhrygg...
Sá Litli þarna handan við trén... og enn fjær var Kúbuhryggur... en hann var handan árinnar og við vorum ekki viss hvort auðvelt yrði að komast að honum...
Stór Sandhryggur var genginn til enda upp... og mældist 233 m hár...
Af honum var gengið á Litla Sandhrygg sem mældist 211 m hár og svo gengið meðfram Kollafjarðará niður í mót í leit að fossinum... en hér var kominn stígur sem hjólreiðamenn og hlauparar nota líklegast mest...
Kollafjarðarárfoss...
Kröftugur og landslagið úfið í kring...
Örn mat það svo að við þetta birtustig og þessa færð þar sem ekki var einfalt að þvera ána... væri ráð að geyma Kúbuhrygg þar til síðar og ganga frekar upp á Nípu sem var vestan megin við ána...
Nærmynd niður á nýtt bílastæði við Esjurætur... austar en það hefðbundna og nær Kúbuhrygg og Sandhryggjunum... nær Kistufellinu og Gunnlaugsskarði... Kúbuhryggur og Gunnlaugsskarð er komið á dagskrá á þriðjudagskeldi 2024...
Nýr meðlimur í klúbbnum var þetta kvöld... vinur Sigurbjargar sem heitir Sigríður Pálsdóttir... hún small vel í hópinn og fór létt með þessa göngu... velkomin í hópinn Sigríður :-)
Kúbuhryggur hér undir Kistufellinu...
Hann liggur langur og heill niður eftir gljúfri Kollafjarðarár...
Mættir alls 19 manns... frábært !
Efri: Sjöfn Kr., Linda, Siggi, Kolbeinn, Sigurbjörg, Sigríður Páls., Silla, Steingrímur, Katrín Kj., Þorleifur og Guðmundur Jón.
Neðri: Sigrún Bjarna., Andrea, Þórkatla. Inga Guðrún, Edwin og Jaana en Örn tók mynd og Batman var eini hundurinn...
Fljótlega birtist efsti tindur kvöldsins... Nípa... en Örn var með annan stað merktan og stefndi á hann... og sneri svo niður á Nípu...
Gljúfrið ofar...
Stígurinn meðfram gljúfrinu...
Nípa er ansi flott og svipmikil og engin furða að Esju - tinda -skilgreiningarmennirnir Ásgeir Jónsson og félagar hafi viljað hafa hana með... en Þorvaldur hátindahöfðingi gekk á hana ásamt hinum Eshjutindunum í Esju-afreks-göngunni á einum sólarhring ásamt Bjarna vini sínum árið 2019 og sendi þjálfara ferðasöguna sem er á eldri Toppfaravefsíðunni... mikill fengur þar: Esjuáskorun á rúmlega 24 tímum (toppfarar.is)
Nípa reyndist 334 m há...
Þar uppi var komið myrkur og höfuðljósin komu sér vel...
Töfrar...
Heilmikið brölt þetta kvöld þó líka væri gengið á stígum...
Mosavaxin og falleg hún Nípa... hingað eigum við eftir að koma aftur...
Af Nípu var snúið til baka í myrkrinu og dásemdarveðrinu...
Stiklað yfir lækjarsprænur og hoppað yfir móa skafla og skriður...
Norðurljós skreyttu svo kvöldið þegar myrkrið var komið... forréttindi !
Alls 7,8 km á 3:07 klst. upp í 351 m hæð með alls 542 m hækkun úr 16 m upphafshæð...
Þorgeirshyrna á laugardaginn... loksins... eftir enga tindferð í febrúar er slík ferð fengur...
Comments