top of page

Lokufjall baksviðs endilangt á Hnefa og um Sandhólana til baka

Æfing nr. 824 þriðjudaginn 22. október 2024


Öðruvísi leið á Lokufjall var æfing vikunnar síðari hlutann í október... þar sem farið var upp norðvestan megin og þrætt með brúnunum út á klettanösina við Innra og Ytra Hnefagil og upp á Hnefa (ef það er nafnið á hæsta tindi frekar en klettinum góða sem við fórum út á)... og niður var svo farið hefðbundna leið á Lokufjalli og Hnefa suðvestan megin og fundin leið í myrkrinu niður um Kerlingargil við Tíðaskarð þar sem óvænt beið okkar troðningur í grasinu sem var kærkomin bakaleið í mjúku grasi með heilmikinn snjó...


Algert logn var í þessari göngu að undanskildri gjólu efst uppi og algert yndisveður... miklir skaflar á köflum á niðurleið komu á óvart, voru allt upp í klofdjúpir en birtan og ljósaskiptin alveg einstök...


Alls 7,0 km á 2:55 klst. upp í 438 m hæð með alls 460 m hækkun úr 72 m upphafshæð.


Leið sem koma á óvart og var lengri og meira krefjandi en við áttum von á ... og því mikill gróði fyrir okkur sem erum að æfa fjallgöngur allt árið um kring...


Ljósmyndir úr göngunni og nafnalisti við hópmyndina hér neðar:



















Mættir voru eingöngu 9 manns:


Dína, Inga, Kolbeinn, Aníta og Baltasar, Örn og Batman, Katrín Kj., Ólafur E., Guðmundur Jón og Bára sem tók mynd...





















Vettlingar sem Katrín Kj. prjónaði... hvílík fegurð... þeir heita... ég man ekki nafnið... mjög langt um konu sem horfir á hafið eða álíka, haha :-)



Takk elskurnar fyrir alveg frábæra æfingu... veturinn er skemmtilegastur allra árstíða !

6 views0 comments

Comentarios


bottom of page