top of page

Lágafell og Lágafellshamrar í fimmtánda skiptið

Æfing nr. 831 þriðjudaginn 10. desember 2024


Í fimmtánda skiptiðn gengum við um þessa skemmtilegu leið um saklaust Lágafellið og bratta Lágafellshamrana í Úlfarsfelli og ný fyrir jól þar sem enginn er þriðjudagurinn milli jóla og nýárs...


Friðsælt veður en því miður auð jörð og því meira myrkur en annars er ef snjóa nýtur...


Yndisleg ganga og samvera... nærandi og frískandi og heilandi og jú, aldeilis ræktandi sál og líkama...


Fyndnast af öllu var dimmraddaða bassa-geltið í Kolku á móti háa sópran-tístinu í Baltasar... ;-) ;-) :-) hahahahah... valkyrjurnar eru greinilega að taka yfir heiminn..., haha... nei, þetta var bara svo fyndið...


Alls 4,9 km á 1:50 klst. upp í 116 m á Lágafelli og 238 m á Lágafellshömrum í Úlfarsfelli með alls 245 m hækkun úr 78 m upphafshæð...


Ljósmyndir úr göngunni hér og nafnalisti undir hópmyndinni:










Mættir voru 20 manns og þar af voru Guðný Lára og Kristrún að mæta í sína fyrstu göngu með hópnum:


Efri: Agnar, Siggi, Guðný Lára, Björg, Kristrún, Olli, Sighvatur, Kolbeinnn, Skarphéðinn, Sjöfn Kr., Aníta og Örn.


Neðri: Gulla, Ása, Jóhanna Fríða, Guðný Ester, Þorleifur, Oddný T., og Linda... en Bára tók mynd og Baltasar, Batman, Kolka og Myrra léku á als oddi þetta kvöld...














Riddarapeysurnar nýtast allt árið :-) Þorleifur og Ása snillingar :-)


Takk fyrir yndissamveru þetta kvöld elskurnar... við erum landbest :-)

13 views0 comments

Comments


bottom of page