top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Með sólgleraugu í klöngri um fjörur á Stefánshöfða og Syðri stapa við Kleifarvatn

Æfing nr. 839 þriðjudaginn 18. febrúar 2025


Enn var spáð roki og rigningu þennan þriðjudag og þjálfarar ákváðu að fara frekar að Kleifarvatni en á Stóra Reykjafell á Hellisheiði eða á Geirmundartind í Akrafjalli... sem var reyndar færður yfir framar í dagskrána... en svo reyndist vera dásamlegt veður... engin úrkoma og lítill vindur... bara milt, hlýtt og notalegt...


Farin var sama leið og hér um árið 2018 í maí... en það var frekar kuldalegt veður til að byrja með sem svo rættist úr... þetta kvöld 2025 var ekki mikið síðra veður þó febrúar væri... en þó skall myrkrið á í bakaleiðinni... en friðurinn við vatnið... og rósemdin sem fékkst í nestistímanum sitjandi á ytri hluta Syðri stapa vara yndisleg...


Æfing upp á 7,3 km á 2:42 klst. upp í 191 m á Stefánshöfða og 264 m á Syðri stapa með alls 282 m hækkun úr 139 m upphafshæð...


Ljósmyndir úr göngunni hér fyrir neðan og nafnalisti undir hópmyndinni sem var okkar árlega sólgleraugnaganga í tilefni af því að sólin sest eftir kl. 17:30 eða eftir að þriðjudagsæfingarnar hefjast...


Aníta, Olgeir, Sjöfn Kr., Sighvatur, Örn, Johan, Inga, Kristrún, Þorbjörg, Silla, Oddný T., Ása og Guðný Ester... en Bára tók mynd og Baltasar, Batman, Kolka og Myrra léku með okkur...






























Friðsælt og fallegt yndiskvöld í sumarhlýju, auðu færi, heilmikilli dagsbirtu, þurru veðri og jú einhverjum vindi en einhvern veginn er maður strax búinn að gleyma honum og finnst hafa verið logn allan tímann...

Comments


bottom of page