top of page

Sandfell í Miðdal Esjunnar

Æfing nr. 793 þriðjudaginn 27. febrúar 2024



Síðasta æfing febrúarmánaðar var á sjaldfarið fjall sem fellur í skuggann af Eyrarfjalli og er í raun önnur fjallsbunga í sama fjallgarði... en aðallega þó í skuggann af sjálfri norðurhlið Esjunnar sem gnæfir yfir með sínum glæsilegu tindum eins og Þórnýjartindi sem hér blasir við þar sem við lögðum bílunum við námurnar í Eilífsdal...


Veðurspáin var ekki góð en veðrið slapp mjög vel... smá vindur, engin úrkoma, gott skyggni og ekki mjög kalt... færið í stakasta lagi en keðjubroddarnir komu sér vel ofar... og við fengum birtu nánast alla gönguna...


Alls 5,7 km á 2:05 klst. upp í 435 m hæð með alls 402 m hækkun úr 104 m upphafshæð.


Ljósmyndir úr göngunni hér neðar og nafnalisti undir hópmyndinni:
















Mættir voru alls 10 manns:


Inga, Ása, Sjöfn Kr., Karen, Bjhörg, Örn, Aníta, Siggi og Kolbeinn en Hetje, Myrra og Batman sjást hér einnig á mynd sem Bára tók.







Skínandi góð æfing með glænýju og öðruvísi útsýni... meðal annars yfir á Meðalfellsvatn og yfir fjöll Hvalfjarðar að hluta sem og norðvesturhluta Esjunnar...

25 views0 comments

Comments


bottom of page