Klúbbganga og æfing nr. 765 þriðjudaginn 1. ágúst 2023.
Þjálfarar voru í sumarfríi þrjá þriðjudaga í röð í júlí og ágúst og var stungið upp á Móskarðahnúkum sem menn fóru á eigin vegum 25. júlí og svo Vífilsfelli þann 8. ágúst og fóru fjölmargir fyrr þann dag á það fjall en þriðjudaginn 1. ágúst bauð Siggi upp á klúbbgöngu á Sköflung við Nesjavallaleið í blíðskaparveðri og frábærri stemningu.
Alls mættu 7 manns og gengu þessa fallegu leið alls 6,9 km með 244 m hækkun; Siggi, Sjöfn Kr., Magga Páls., Linda, Þórkatla, Gerður Jens og Fanney.
Snillingar eruð þið og TAKK Siggi fyrir skörunsskapinn en hann bauð einnig upp á helgargöngu að Glym í Hvalfjarðarsveit sem heppnaðist mjög vel :-)
Коментари