top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Skarðsmýrarfjall um Sleggjubeinsskarð íHveragil og niður Innstadal með Jóhönnu Fríðu.

Æfing nr. 712 þriðjudaginn 12. júlí 2022.


Jóhanna Fríða bauð upp á aðra mjög flotta þriðjudagsgöngu í sumarfríi þjálfara og aftur á nýjar slóðir sem ekki hafa verið farnar áður í klúbbnum sem er sannarlega að hætti hússins. Texti Jóhönnu frá fb:


"Takk fyrir frábæra samveru á Skarðsmýrarfjalli um Sleggjubeinsskarð, yfir í Hveragil og niður Innstadal. Tækið mitt segir 12,3 km, 480 m hækkun á 4 tímum og 14 mínútum, enda tókum við góðan nestistíma og stoppuðum lengi, lengi í Hveragili.

Við vorum 19 og tveir hundar, Kolka og Skuggi. Jemundur minn eini hvað það var flott birta fyrir myndtöku í kvöld, þrátt fyrir kaldan norðanvind, hann sést sem betur fer ekki á myndunum Ég hef ekkert fiktað í myndunum, svona koma þær beint af kúnni!"


Aftari röð frá vinstri: Gylfi, Njóla, Lilja, Björgólfur, Arna, Steingrímur, Þorleifur, Guðmundur, Oddný, Bryndís gestur, Gerður, Katrín, Þórkatla.

Fremri röð frá vinstri: Kolbeinn, Skuggi, Sigrún Linda, Sjöfn, Sofia gestur, Sigrún, Kolka. Alls ... km, klst. hæð, hækkun, upphafshæð...


Ljósmyndir og ferðasaga frá Jóhönnu Fríðu. T


Takk innilega fyrir þessa flottu umsjón elsku Jóhanna Fríða :-)

23 views0 comments

Comments


bottom of page