Þriðjudagsæfing 10. ágúst 2021.
Mjög sumarlegt veður var þriðjudaginn 10. ágúst... heiðskírt og mjög hlýtt...
Farið var upp frá eyðibýlinu Stardal og byrjað á Stardalshnúkum sem eru ógurleg listasmíð af náttúrunnar hendi...
Múli hér ofan við bæinn í austri... fjær er Leirvogsvatn sem við gengum í kringum fyrir örfáum árum síðan á mjög fallegu kveldi...
Sköflungurinn útbreiddur efst á mynd... Leirvogsvatn og Stardalur... hópurinn að koma upp á Stardalshnúkana... hvílík blíða þetta kvöld !
Öxlin á Skálafelli þar sem farið var upp... hamrarnir í Stardalshnúkum framundan nær...
Batman var að kafna úr hita í þessu veðri...
Stardalsáin að renna hér niður Stardalinn meðfram Múla...
Stardalshnúkar að baki og farið um grænar grundir að Skálafellinu...
Virkilega flott leið og mun skemmtilegri en um veginn þar sem við fórum alltaf fyrst þar til við prófuðum þessa árið 2011 og féllum strax fyrir henni... hér upp var hópurinn að fara í þriðja sinn í sögu klúbbsins...
Stardalshnúkarnir að baki...
Komin ofar upp Skálafellið... sjá Þríhnúkana lengst til hægri sem við göngum oft á með Tröllafossi þegar farið er upp með Leirvogsánni norðan megin... Grímmannsfellið efst vinstra megin...
Leirvogsvatn, Geldingatjörn og Leirtjörn...
Bröltið heilmikið upp hornið en vel fært að sumri til... mjög flott leið...
Komin upp mesta brattann... Esjan fjær og nær eru hryggir Móskarðahnúka að koma niður... gljúfur Skarðsárinnar dimmt þarna niðri... magnaður útsýnisstaður...
Ennþá mjög gott veður og allir eins léttklæddir og þeir gátu...
Fegurðin og friðurinn þetta kvöld var einstakt.. íslensk sumarkvöld eru svo falleg á þessum síðsumarstíma með allan gróður í hámarki og sem minnst af snjó...
Nesti í kvöldsólinni áður en hæsti tindur Skálafells var genginn inn með heiðinni uppi...
Kuldalegur staður uppi á Skálafelli... veðurmælingar hér enda oft ansi skrautlegar...
Sjá leiðina hér frá öxlinni og inn að tindinum... Móskarðahnúkar bera við efsta hluta Esjunnar hægra megin... þarna gengum við í kringum Flekkudal í vor...
Magnað útsýnið af Skálafelli... Sandfell í Kjós hér vinstra megin og Botnssúlurnar hægra megin og smá sést af Hvalfelli líklega... Maggi, Þorleifur og Batman...
Dásamlegur útsýnisstaður !
Mættir 16 manns...
Þórkatla, Svala, Oddný Teits., Jaana, Sjöfn Kristins., Maggi, Björgólfur, Gerður Jens,. Guðmundur Jón, Gréta, Katrín Kj., Þorleifur, Siggi og Ágústa H. en Örn tók mynd og Batman var eini hundurinn þetta kvöld...
Jæja... þá var niðurleiðin eftir... um brattar suðurhlíðarnar sem eru mjög gróðursælar og litfagrar þegar nær er komið...
Hörkuhópur á ferð...
Fínasta leið og gaman að kynnast Skálafellinu langt frá öllum manngerðum malarvegum...
Gengið var austan megin við þetta gil en suðurhlíðarnar eru sundurskornar og heilmikið landslag er í þeim...
Djúpgræni litur síðsumarsins sést vel hér...
Jahá... þetta er eitt af giljunum sem skerast niður Skálafellið og gefa því þennan skorna svip að sunnan...
Mjög fallegt fjall sem sýndi mjög fallega hlið á sér þetta kvöld... leiðin niður hægra megin við gilið... kindagötur gengnar síðasta spölinn...
Alls 9,8 km á 4:02 klst. upp í 791 m hæð með alls 658 m hækkun úr 186 m upphafshæð.
Yndiskvöld með meiru og góða veðrið nýtt til hins ítrasta á árstíma þar sem við getum leyft okkur fjögurra klukkustunda kvöldgöngu og samt lent við bílana fyrir myrkur... það er ómetanlegt með öllu...
Comments