Æfing nr. 711 þriðjudaginn 5. júlí 2022.
Fjórða þriðjudaginn í röð var ekki góð veðurspá á suðvestanverðu landinu og Ása bauð upp á tvo möguleika til göngu eftir því hvorum megin yrði þurrara... Tröllafoss og nágrenni eða Sköflungur... og valið reyndist hárrétt því það gegnrigndi á Reykjanesinu og höfuðborgarsvæðinu en var þurrt þetta kvöld á Sköflingi þar til gengið var til baka reyndar en þá varð víst ekki þurr þráður á fólki... en hver er hræddur við smá rigningu, ha ? .
Textinn frá Ásu á fb-hópi Toppfara: "Takk fyrir skemmtilega göngu um Sköflung,,við erum öll fróðari um vín og vínkæla og bjór í gönguferðum eftir þessa kvöldstund." Alls ? km á ? klst. - vantar tölfræðina, endilega sendið á þjálfara ef einhver er með hana ! Ljósmyndir frá Ásu. Takk innilega fyrir þessa flottu umsjón elsku Ása :-)
Comments