top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Stórkonufell, Tvíbaka, Tuddi, Stóra Mófell og einn af Mófellshnausum.

Tindferð nr. 280 föstudaginn 15. september 2023.


Einn sætasti sigurinn í sögunni var föstudaginn 15. september 2023... en það einmitt er einkennandi fyrir göngurnar á þessu svæði í raun frá því við byrjuðum að safna fjöllunum við Laugaveginn... hver einasta ganga í þessu safni er sætur sigur... því fjöllin öll þarna eru sjaldfarin og lítið sem ekkert til um göngur á þau á veraldarvefnum... það átti sannarlega við um Stórkonufell og félaga... ekkert á wikiloc né þegar maður glöggvaði vefinn... nema ein ferðalýsing frá Páli Ásgeiri Ásgeirssyni um 4ra daga ferð FÍ um svæðið þar sem ganga átti á Stórkonufell á fjórða og síðasta deginum og þar tiltekur hann að fjallið sé fáfarið... og ekki var unnt að sjá hvort þeim tókst að ganga á þetta fjall eður ei...


Aksturinn inn eftir var jafn fagur og alltaf... Örn hér í annað sinn í sumar... þar sem Hattfellið var föstudagsfjall á árinu... eins og okkur þótti það nú góð hugmynd... þá gáfumst við upp á sérstakri föstudagsfjallaáætlun einu sinni í mánuði vegna dræmrar mætingar... en ákváðum að hafa alltaf föstudag sem mögulegan göngudag af þremur í öllum okkar helgargöngum hér með... af því ótrúlega oft er eina góða veðrið um helgina á föstudegi... og það er þó skárra að þeir sem komast á föstudegi fari... en að engin ganga sé þá helgina... eins svekkjandi og það samt getur verið fyrir þá sem ekki komast almennt á föstudögum...


Dulúðin tók á móti okkur þegar ekið var upp á hálendið... Stóra súla og Hattfellið þökkuðum fyrir síðast... #Laugavegsfjöllin


Þoka lá yfir hálendinu um morguninn eins og fyrir þremur vikum síðan á Háöldu og félögum... en þá helgi var einnig eingöngu föstudagur sem kom til greina... en þann dag var 20 stiga hiti, logn og heiðskírt á hálendinu... áður en slagveðrið tók yfir seint á föstudagskveldið...


Stórasúla... magnað fjall og einnig eitt það sætasta í sögunni... á hana gengum við í fyrra ásamt Hattfelli... Stórasúla og Hattfell í miklum bratta og stórfenglegu útsýni #Laugavegsfjöllin (fjallgongur.is)


Hattfellið var útvörður dagsins... stal oftast senunni á eftir Stórkonufelli... og var myndað í bak og fyrir allan daginn í alls kyns birtu og litum... ótrúlega fagurt og svipmikið á þessum slóðum... við gengum það í annað sinn í sumar en þá var skyggnið ekki eins tært og í fyrra... en sömu stórkostlegu slóðirnar og upplifunin... Hattfell í annað sinn (fjallgongur.is)


Tvíbaka og Tuddi voru tvö fyrstu fjöll dagsins... aðdáunarverð nöfn... sá sem nefndi þau á heiður skilið...


Útigönguhöfðar í morgunþokunni... þeir áttu að vera síðustu tindar dagsins... en við höfðum ekki tími í þá... þeir bíða til ársins 2025...


Magnað að vera hér í þriðja sinn á einu ári... við þetta eitt glæsilegasta fjall landsins... logn, hlýtt, sól... við gátum ekki beðið um meira... spáð sól fram að hádegi... svo skýjuðu veðri... og svo rigningu seinnipartinn... það rættist ekki... því, jú, það þykknaði upp um miðjan dag... en svo braust sólin út í gegnum skýin fram á kvöldið og rigningin kom ekki fyrr en keyrandi niður Fljótshlíðina um kvöldið...


Lagt af stað kl. 10:13... eftir akstur úr bænum kl. 07 og notalegt kaffistopp á Hvolsvelli...


Við vorum í stuði... þetta var geggjað flottur dagur !


Hattfellið sveipaði um sig þokunni og lék við hvurn sinn fingur allan daginn...


Nornabaugar... á fleiri en einum stað þennan dag...


Upp fyrsta "fjallið"... Tvíböku...


Þar gerðust töfrar...


Rosabaugur fangaði okkur algerlega... og við höfum líklega aldrei haft hann svona lengi í nokkurri göngu áður... fylgdi okkur alla Tvíbökuna...


"Rosabaugur myndast þegar sólin skín í gegnum þunna skýjabreiðu (oftast bliku) sem er hátt á himni. Hún inniheldur ekki vatnsdropa, heldur ískristalla, því það er yfirleitt frost svona hátt uppi".


... tilvitnun frá Kristínu Hermanns á Veðurstofunni - meiri lesning hér:



Í okkar tilfelli var þetta þokuslæðingur eftir nóttina, það var hlýtt úti og sólin skein í gegnum okkur og hana ofan af fjallsbrún Tvíböku...


Tuddi sést hér ofan af öxlinni á Tvíböku...


Sumir að upplifa þetta í fyrsta sinn... en við höfum fengið þennan baug nokkrum sinnum í Toppfaraferðum... en alltaf er þetta dáleiðandi fagurt...


Meira að segja hundurinn skynjaði töframáttinn... dulúðina... sérstakleikann...


Stórkonufell að rísa upp úr þokunni frá Tvíböku...


Við stöldruðum lengi við hér og nutum þessarar einstöku fegurðar sem hófst strax þarna á fjalli eitt...


Frábær stemning og andi í þessari ferð... mikil gleði og vinátta og samstaða... dýrmætara en áður að fara í fjallgöngu með fólki úr öllum áttum, öllum atvinnugreinum, með ólíka sýn á lífið... í þessum vaxandi bergmálshellum sem við erum öll að festast inni í...


Örninn tamdi okkur loksins áfram úr rosabaugnum...


Tvíbaka mældist 653 m há... við vorum sum sé ekki einu sinni komin upp á hennar hæsta tind þegar við létum dáleiðast af ljósboganum... Tuddi hér hægra megin framundan...


... en rosabaugurinn fylgdi okkur bara... og Hattfellið skreytti myndirnar með á tímabili...


Stóra Mófell að rísa úr þokunni...


Morgunstund á hálendinu... eru forréttindi sem eru langt í frá sjálfgefin...


Við gátum ekki hætt að horfa og njóta... hvílíkt myndasafn eftir þessa ferð...


Fjall sem heitir Tuddi ? Já... og hann heilsaði ofan af fjallinu "Tvíböku" og fagnaði komu okkar...


Sjá hlutföllin... Batman og Sigríður Lísabet... skyggnið niður með Markarfljóti inn í Þórsmörk var að opnast smám saman...


Við héldum niður og að Tudda...


Þetta bíður manns... ef maður lætur sig hafa það að eltast við gott föstudagsveður... og keyrir í tvo og hálfan tíma upp á hálendið eldsnemma morguns að hausti til...


Tvíbaka séð til baka frá Tudda... við vorum svo glöð að ná loksins að ganga á þessi tvö með sínum sérstöku nöfnum...


Stóra Mófell að birtast í suðri...


Það var ágætlega bratt upp Tudda...


Höfðingi Guðmundur Jón á leið upp á Tudda... með Útigönguhöfða, Stórkonufell, Litla Mófell og Tvíböku að birtast í morgunþokunni...


Við héldum áfram að drekka í okkur fegurð Hattfells... og gerðum okkur grein fyrir því hversu langt í frá það væri sjálfgefið að vera á þessum stað á þessari stundu...


Tindfjallajökull og Tindur hinn sjálfur þarna í skýjaslæðunni handan Markarfljóts...



Litið til baka... Útigönguhöfðar, Stórkonufell að koma úr þokunni og nær hægra megin er Tvíbaka...


Tindur Tudda kom á óvart... útsýnið magnað þó lágt sé þetta "fjall" í samhengi við "drottningarnar" í kring... gott dæmi um "gæði en ekki magn"...


Afstaðan með Tindfjallajökli og félögum hans...


Jaana að mynda höfðingshjónin Katrínu og Guðmund Jón sem gengu á þetta einstaka fjall með okkur í sumar... Hattfell...



Ekki hægt að standa á tindi Tudda nema í röð eftir hryggnum... flottur var hann og kom á óvart...


Fjöllin okkar þennan töfradag ofan af Tudda... Tvíbaka, Litla Mófell, Stórkonufell, Mófellshnausar og Stóra Mófell... en við náðum ekki alveg öllum... Útigönguhöfðar, Litla mófell og þrír af fjórum til fimm Mófellshnausum bíða okkar í næstu ferð árið 2025... #Laugavegsfjöllin


Sýnin af tindi Tudda niður til Þórsmerkur með Eyjafjallajökulinn í fjarska... kyngimagnað !


Á vit hinna tinda dagsins... á leið ofan af Tudda... hví... lík... fegurð... hún skákar eiginlega öllu...


Reynt að fanga fegurðina með hópmynd... en við vorum of smá fyrir þetta landslag... það var svo stórbrotið...


Guðmundur Jón, Þórkatla, Sigríður Lísabet, Katrín Kj., Tinna, Maggi, Leiknir, Jaana, Gerður jens., Sighvatur og Örn... Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn...


... og með Hattfellið í baksýn... sögulegt... nú búin að ganga tvisvar á það... og eigum án efa eftir að fara aftur... svo fagurt fjall... #Takk fyrir að nýta þennan föstudag til þess arna... því rigningin tók enn eina helgina af okkur...


Niður af Tudda til hinna stærri tinda dagsins...


Miklir sandar hér milli fjalla... á korti stendur "Emstrubotnar" enda eru Emstrur að jafnaði einnig kallaðar Botnar...


Nú var fjallasýnin orðin tær.... Útigönguhöfðar vinstra megin... Stórkonufell tvíhöfða... og Tvíbaka nær ávöl og saklaus innan um þessi brattari og hærri fjöll...


Hattfellið vinstra megin... jeppaslóðinn að Emstrum hér milli fjalla...


Við strunsuðum yfir sandinn í átt að Stóra Mófelli sem var næsti tindur dagsins... Mýrdalsjökull hér hægra megin... það voru forréttindi að vera að ganga svona nálægt honum...


Ekki hægt... að biðja um betri stað... betri stund... betri félaga...


#Takk fyrir að vera til og fyrir að hafa ástríðu fyrir fjöllum og óvissukenndum könnunarleiðöngrum... á sjaldfarin fjöll þar sem allt getur gerst... en yfirleitt bara ólýsanlegir töfrar...


Upp úr sandinum reis smám saman Stórkonufellið svo fagurt og grænt...


Þessi svarti sandur... og grænu, bröttu fjöll... þetta er ávanabindandi landslag... hingað komum við á hverju hausti... og söfnum fjöllum...


Stórkonufell beið þolinmótt... og fylgdist með okkur klöngrast upp á félaga sína allt í kring... þar til röðin kom loksins að því / henni... já, þetta fjall er svo fagurt að maður skynjar það ósjálfrátt sem kvenkyns... fjall stórkonunnar...


Leiðin á Stórkonufell var beint yfir... og við létum landslagið svo ráða... þetta er það besta við könnunarleiðangrana... að vita ekkert hvað bíður okkar... og vita að kannski þurfum við að snúa við og finna aðra leið...


Jú... komumst upp með að fara hér í gegnum þetta gil...


Litið til baka með Hattfellið í baksýn...


Stóra Mófell birtist hér upp úr gilinu...


Litið til baka... garðyrkjumeistararnir Leiknir og Tinna gáfu flórunni fallegan gaum í þessari ferð eins og fleiri í hópnum... það er alltaf vert að veita hinu smáa athygli í göngunum þó stóru fjöllin fangi sífellt athyglina...


Við fundum fjallafiðringinn leika um okkar með þetta glæsilega fjall framundan...


En skyndilega stal ein hvönn nokkur allri athyglinni...


Sporgöngumaður... frumkvöðull... einyrki... landnemi... milli fjalla stóð þessi hvönn keik og ein í heiminum... hún heillaði okkur upp úr skónum... og svo sáum við nokkrar í viðbót víðar við lækinn... hún var ekki alveg ein á ferð þarna... undir Stóra Mófelli...


Íslenska flóran á alla okkar virðingu... hvílík fegurð...


Ofar var önnur hvönn... og þessi var fjölanga...


Litið til baka...


Neðan við Stóra Mófell var þessa klettastrítaröð...


Mjög sérstakt... og sást vel ofan af Stórkonufellinu síðar um daginn...


Jæja... þá hófst fjallganga fimm þennan dag... upp þessa brekku... þetta minnti svolítið á Hattfellið...


Útsýnið úr miðjum hlíðum Stóra Mófells varð strax alveg stórfenglegt... hér til Tindfjallajökuls þar sem Ýma stal senunni og Ýmir var í hvarfi bak við hana...


Hattfellið úr hlíðunum... Stóra Grænafjall... Illasúla... Laufafell... ofl...


Stóra Mófell var mjög bratt og tók verulega á... en það var margfalt þess virði... þau kölluðust á... öll þessi fjöll í kring... og marg minntu mann hvert á annað... Hattfellið, Stóra Súla, Stóra Grænafjall, Illasúla, Stóra Mófell og Stórkonufell... sami brattinn, sama svorfna bergið, sami grýtti mosinn, sama strítulögunin... sama krefjandi uppgangan... sama stórfenglega útsýnið...


Stórkonufell hér með Sighvati...


Þetta fjall... við fengum aldrei nóg af Hattfelli þennan dag...


Stóra Grænafjall, Litla Grænafjall og Illasúla... og Laufafell fjær...


Stórkonufell...


Tindfjallajökull...


Mjög bratt... en vel fært...


Skárra efst...


Haustlitirnir mættir...


Komin að brúninni efst...


Skarðið efst...


Litið til baka... Hattfellið stal stöðugt senunni...


Vá... það var mjög áhrifamikið að koma upp á Stóra Mófell og sjá skyndilega Mýrdalsjökul og skriðjökla hans í návígi við okkur... og upptök Emstruánna beint neðan okkar...


Skarðið og brúnirnar til suðurs...


Strútur vinstra megin og Mælifell hægra megin í fjarska... fjöllin sem við ætluðum á fyrr í haust en þátttaka var svo lítil að við aflýstum henni því miður... en héldum hinum ferðunum úti þó þátttaka væri dræm í þeim... eins og svo mörgum ferðum á þessu ári og síðustu ár... grátlegt alveg en það er svo mikið í boði alls staðar og ekki fleiri sem eru til í þessar krefjandi ævintýraferðir því miður...


Entujökull.... og upptök Fremri Emstruárinnar...


Sléttjökull og upptök Innri Emstruárinnar...


Þarna sést í skálana í Emstrum... neðarlega hægra megin við miðja mynd (græn hús með rauðum þökum)... magnað að sjá þá svo litla þarna niðri... Tindur og félagar og svo Tindfjallajökull með Ýmu hægra megin... og Markarfljótsglúfrið fyrir miðri mynd... hvílíkur staður að vera á !


Einhyrningur og Tindfjallajökull...


Klettanösin á Stóra Mófelli er fyrirtaks útsýnisstaður... hér hefðum við átt að taka hópmynd...


Sláandi fagurt og stórbrotið landslagið við rætur Mýrdalsjökuls... tjarnir og áraurarnar úr Sléttjökli... nafnlaust fjallið neðan við jökulinn... stórkostleg undraveröld... við vorum agndofa og gátum ekki hætt að virða þetta fyrir okkur..


Tjarnirnar... gróðurinn... árnar...


Við gátum ekki hætt að virða þetta fyrir okkur...


Nafnlaust fjall... eins og svo oft... en ef það er til nafn á það þá er vel þegið að fá það til að setja hér... einn daginn munum við ganga á það...


Viðbót: Þórkatla lét vita að þetta fjall héti Bíldsfell skv. Landmælingum... þarf að finna kortið frá þeim á veraldarvefnum... gömlu kortin eru oft svo fróðleg að skoða...


Entujökull og sést í Merkurjökul... Illhöfuð... og spurning hvort fjallið fyrir miðri mynd hafi nafn... með græna mosahúfu á kollinum... Fremri Emstruá að koma héðan undan Mýrdalsjökli... forréttindi að vera hér...


Jaana í gullfallegri, nýrri riddarapeysu... með sjálfan Entujökul í baksýn... ofan af Stóra Mófelli... svo fallega hvít og rauð úr lungamjúkri merinóull... dáleiðandi litasamsetning eins og landslagið í kring #riddarapeysur


Tindfjallajökull... sjá jökulinn leka niður hægra megin... og Ásgrindurnar þarna snjólausar...


Hattfell / Hattafell ofan af Stóra Mófelli... einn hattur eða fleiri ? Ja... allavega einn þegar maður gengur á það... en neðan frá er Hattfellið tvítinda með lægri aukatindinum norðaustan megin... en tindurinn sá er strítukenndur og ekki hattlegur á nokkurn hátt eins og þessi sem hér blasir við...


... væri mjög áhugavert að vita hvaða hatta í fleirtölu menn sáu þegar þeir kölluðu það Hattafell frekar en Hattfell... kannski klettana neðan við þennan stóra suðaustan megin sem sést vel hér ? ... en eftir göngu á það hallast maður að Hattfelli frekar en Hattafelli en bæði nöfn eru falleg... gaman spá í þetta...


Laufafell, Stóra og Litla Grænafjall og Illasúla...

Höfðingjarnir Katrín Kj. og Guðmundur Jón...


Nestispása hér áður en haldið var áfram...


En... við píndum okkur í eina riddarapeysumynd... þessi útsýnisstaður kallaði svo á það...


Nafnlausu tindarnir neðan við Entujökul... einn daginn munumn við ganga á þau...


Hattfell / Hattafell ofan af Stóra Mófelli... einn hattur eða fleiri ? Ja... allavega einn þegar maður gengur á það... en neðan frá er Hattfellið tvítinda með lægri aukatindinum norðaustan megin... en tindurinn sá er strítukenndur og ekki hattlegur á nokkurn hátt eins og þessi sem hér blasir við...


... væri mjög áhugavert að vita hvaða hatta í fleirtölu menn sáu þegar þeir kölluðu það Hattafell frekar en Hattfell... kannski klettana neðan við þennan stóra suðaustan megin sem sést vel hér ? ... en eftir göngu á það hallast maður að Hattfelli frekar en Hattafelli en bæði nöfn eru falleg... gaman spá í þetta... #Laugavegsfjöllin


Lagt af stað eftir Stóra Mófelli á hæsta tind...


Stóra Mófell mældist 870 m hátt...


Ofann af Stóra Mófelli blasti Stórkonufellið við... aðalfjall og aðalmarkmið dagsins...


Entujökull...


Strútur og Mælifell hér stingandi sér upp úr Mælifellssandi... þau kvörtuðu yfir sinnuleysinu í sinn garð... og við tókum það til greina... sumarið 2024... og þá förum við þó við verðum óskaplega fá... annars gerast ævintýrin ekki og tíminn flýgur frá okkur...


Illhöfuð og félagar...


Fjallasalurinn okkar þennan dag... við virtum hitt aðal fjall dagsins fyrir okkur... Stórkonufell ofan af Stóra Mófelli... sem sló ógleymanlegan lokatón í fjallasinfóníu dagsins... en eins og stundum áður í könnunarleiðöngrum um ókunn fjöll... var ferðaáætlunin of djörf og gangan lengri og erfiðari en um leið stórkostlegri en við gerðum ráð fyrir... þetta var dæmigerð ævintýraferð að hætti hússins ... þar sem fimm tindar náðust af sjö upplögðum...


... við náðum því mikilvægasta... tveimur aðal fjöllum dagsins... Stórkonufelli og Stóra Mófelli... og Tudda og Tvíböku... og hugsanlega einum Mófellshnausunum... nema sá sem við gengum á tilheyri Stóra Mófelli því hann rís í rótum þess...


... við vorum undarlega fegin að klára ekki alla tindana á þessum stað í einni ferð... hafa ærna ástæðu til að koma aftur... þessi fjallasalur á sérstakan stað í hjarta okkar eftir þessa ferð... við hlökkum nú þegar til haustsins 2025... þegar við náum hinum sjö tindunum í þessum sal...


Við héldum af stað niður af Stóra Mófelli í von um að geta þverað fjallið... vissum ekkert hvort brekkurnar hérna megin leyfðu það... en til vara var að fara sömu leið niður og við komum upp...


En það var erfitt að slíta sig frá þessu útsýni... við nutum þess að standa á brúnum Stóra Mófells áður en við lækkuðum okkur hér niður...


Fjallið Enta efst hægra megin... nafnlaus fjöll brúnleit neðar... Sléttjökull vinstra megin og Entujökull hægra megin... jökulvatn og jökuláraurar Mýrdalsjökuls... ofan af Stóra Mófelli...


... og ægifagrir útsýnisstaðir...


Jaana eðalljósmyndari... fjallaástríðumaður... alltaf til í fjallgöngu... án hennar og fleiri sem eru með þessa óbilandi ástríðu fyrir fjöllunum... hefðu flestar okkar ferða aldrei orðið að veruleika...


Þessi dagur var veisla fyrir ljósmyndarana... breytileg birta... skörp form... djúpir litir... tært skyggni... fyrir sum okkar skákaði þessi dagur öllum ferðum ársins... og fór á topp10 listann með öllum hinum tugum ferðanna sem gleymast aldrei...


Örn fann þessa fínu niðurleið af Stóra Mófelli... sem minnti á niðurleiðirnar af Stóra Grænafjalli hér um árið... þessi fjöll eru öll systkini...


Tveir tindar liggja utan í Stóra Mófelli... og frá sumum sjónarhornum þá eru þeir sjálfstæðir tindar sem rísa í fjallasalnum milli Stórkonufells, Litla Mófells og Stóra Mófells... og kallast einu nafni Mófellshnausar... en spyrja má hvort þeir tilheyri þeim eða séu bara hluti af Stóra Mófelli... við upplifðum að þeir væru sjálfstæðir... og myndu þá eðlilegast teljast sem tveir af fjórum eða fimm Mófellshnausum... en hugsanlega eru það eingöngu þessir tveir hægra megin... og jafnvel bungan framan við þá (í hvarfi hér) sá fimmti... við allavega töldum þennan sem fjórða tind dagsins sem fulltrúa eins Mófellshnausanna...


Örn og Maggi skelltu sér í flýti hér upp og gerðu ráð fyrir að menn væru ekki til í þennan aukatind...


... en það var nú aldeilis... við komum öll í humátt á eftir og enduðum á að fara öll hér upp... og sáum ekki eftir því...


Mergjaður tindur... snarbrattur og skemmtilegur...


Ekkert pláss fyrir hóp á tindinum...


Tinna hér á sjálfum tindi þessa Mófellshnauss... í 750 m hæð...


Tinna og Leiknir í sinni fyrstu tindferð með hópnum... og nutu hennar í botn þó erfið væri... tindferðirnar eru krefjandi... þær taka langtum meira úr manni en saklausar göngur á þriðjudögum... þess vegna förum við í þær... af því þær gefa okkur eitthvað alveg sérstakt...


Flottur hryggur liggur frá tindinum og niður...


Falleg leið og tignarlegt allt í kring...


Batman smalahundur með allt á hreinu á nýju, óþekktu svæði... hann þekkir sitt fólk og veit að við hikum hvergi og skoðum nýjar lendur af forvitni og virðingu fyrir einstakleika hvers staðar...


Sandhryggurinn vinstra megin nær... þetta er ágætis fjallsás séð hinum megin frá... austari tindur Stórkonufells... Litla Mófell og Mófellshnausarnir hægra megin...


Við reyndum eins og við gátum að vernda mosann... Mófellshnausar hér í baksýn...


Komin niður á sandhrygginn...


Sléttjökull hér útbreiddur úr Mýrdalsjökli...


Mófellshnausar reyndust tindar í hæsta gæðaflokki...


Fossinn við upptök Emstruárinnar...


Litla Mófell...


Hattfell...


Stórkonufell...


Mófellshnausar... ógnarfagrir... þeir bíða eftir okkur haustið 2025...


Sjá hvernig bergið losnar og brotnar hér niður sem grjót...


Litið til baka á Stóra Mófell og tindana tvo sem rísa við hliðina á því... þeir eiga að kallast sér tindar að okkar mati... en spurning hvort heimamenn líti á þá sem hluta af Stóra Mófelli...


Mófellshnausar og Entujökull...


Með aðalfjall dagsins í baksýn...


Guðmundur Jón, Katrín Kj., Gerður Jens., Sighvatur, Jaana, Sigríður Lísabet, Maggi, Örn, Þórkatla, Leiknir og Tinna... með Batman þarna á bak við... Bára tók mynd...

Magnaðir Mófellshnausarnir !


Ekki var fært niður af sandhryggnum vinstra megin... vestan megin... svo við þræddum okkur eftir honum til norðausturs...


Stóra Mófellið hér í baksýn...


Ágætis klöngur niður af Sandhryggnum...


Þriðjudagarnir æfa einmitt þetta... þess vegna er svo gott að mæta í þær göngur...


Við tókum þá ákvörðun að sleppa Litla Mófelli og Mófellshnausunum þennan dag... töldum að Stórkonufell væri nægt verkefni eftir það sem var að baki... það var erfið ákv0rðun.. sérstaklega að sleppa Litla Mófelli... við ákváðum að útiloka það ekki alveg... gætum skotist á það eftir Stórkonufellið... en þetta var hárrétt ákvörðun... enn og aftur færðist okkur of mikið í fang við skipulagningu á óþekktum slóðum... sem kröfðust mun meira af okkur en við áttum von á... og gáfu okkur því mun meira...


Þetta gil varð okkar uppgönguleið á Stórkonufell... við höfðum spáð í að fara upp klettótta öxlina frá Litla Mófelli en féllum frá því og töldum gilið best eftir fréttir um að þar hefðu menn þurft frá að hverfa...


Ekkert sum sé til á veraldarvefnum um göngu á það nema lýsing frá Páli Ásgeiri (vantaði ártal) um 4ra daga ferð með FÍ þar sem við vitum ekki hvort þau fóru svo á fjallið... en Páll tiltók að það væri mjög sjaldfarið... enda er hann með frumlegustu leiðsögumönnum að Fjallabaki og sá sem líklega mest hefur opnað á nýjar leiðir sbr. hinn "óeiginlegi Laugavegur" o.m.fl... eftir hann liggja bækur sem mikill fengur er að um útivist og göngur... og hjálpuðu okkur mikið fyrstu ár Toppfara og gera enn... þær eru hrein unun að lesa hvað varðar málfar, ástríðu fyrir landinu, einlægni og kímni...


... en þetta gil reyndist rétt valið því upp úr því komumst við hægra megin krefjandi og bratta leið sem var seinfarin og reif vel í eftir hin fjöll dagsins...


Litið til baka með hluta af Mófellshnausum og Stóra Mófell í baksýn...


Stórbrotið fjall... mikils virði að það sé kennt við konu... þá sjaldan sem það gerist...


Litla Mófell... það bíður okkar eftir 2 - 3 ár...


Mófellshnausar...


Stóra Mófell... framan við það er sandhryggurinn sem við gengum eftir fyrr um daginn... og héðan séð frá... er eðlilegt að telja hann sem hluta af Mófellshnausum... eða hvað finnst lesanda ?


Tindfjallajökull í fjarska...


Haustlitirnir voru í´Stórkonufelli sem var vel gróið og búsældarlegt...


Þjálfarar veltu mikið vöngum yfir leiðarvali og fyrst var ætlunin að fara upp vinstra megin... en svo féllum við í þá freistni að halda okkur við hægri hlutann... og komumst upp með það sem betur fer...


Leiðin upp hægra megin...


Litið til baka...


Saklaust og þægilegt til að byrja með...


... en svo brattnaði þetta hratt og varð meira krefjandi...


En alltaf var gott hald í jarðveginum og við í góðum málum...


Það var léttir að sjá síðasta kaflann upp... hann var fær og maður andaði léttar...


Vettlingarnir hennar Katrínar... þeir segja allt um hennar meistaratakta í prjónaskapnum...


Þessi kafli krafði okkur um þrautsegju og þolinmæði... sem er gott að temja sér og æfa....


Hér var skárra að fara yfir í hliðarhalla en maður átti von á... en í hálku eða frosnum jarðvegi er þetta ekki spennandi...


Enn lengra upp eftir en leit út neðar...


Litið til baka...


Þrjár kindur voru uppi á nyrðri hluta Stórkonufells... þær drifu sig niður þegar við komum upp syðri hlutann snarbratta leið... við fylgdumst áhyggjufull með þeim fóta sig öruggar niður... að okkur fannst ókleifa leið... hvílíkur snillingur sem íslenska sauðkindin er... leyfum henni að ganga áfram frjáls um íslenskar óbyggðir og sveitir... girðum bara af þar sem þær mega ekki koma...


... útrýmum vinsamlegast ekki þessum meisturum óbyggðanna sem þróað hafa með sér aðdáunarverða færni í snarbröttum fjöllum og víðsjárverðum veðrum hálendisins... virðing okkar og væntumþykja gagnvart íslensku sauðkindinni vottast hér með... við gætum aldrei leikið færni hennar eftir


Þetta tók í... en silaðist áfram...


Kindurnar þrjár fóru niður bratta leið...


Komnar neðar...


Komin upp í skarðið...


Efst var snúið til suðurs áleiðis á hæsta tind...


Litið til baka á vestari hluta Stórkonufells...


Fínasta leið í lokin...


Hæsti tindur Stórkonufells í augsýn... um mann hlykkjaðist feginleikur og sigurtilfinning... okkur var að takast þetta... ekki sjálfgefið... við áttum alveg eins von á að komast ekki á alveg hæsta tindinn...


Hálendið til kaldaklofsfjalla í baksýn og Stóra súla þarna fyrir miðri mynd... magnað !


Komin á hæsta tind Stórkonufells... hvílíkur sigur... einn sá sætasti... eitt fegursta fjalli landsins... eitt útsýnisgjöfulasta fjall landsins... 957 m mæld hæð... stórkostlegt !


Brúnirnar á fjallinu voru víðfeðmar og margbrotnar... við gleymdum okkur lengi hér og nutum þess að skoða og horfa...


Skyldleiki Stórkonufells við Hattfell var augljós...


Enta... sem er merkt Etna á gömlum kortum frá Landmælingum merkilegt nokk... og upptök Innri Emstruár... en þær eru einmitt merktar sem "Syðri og Nyrðri Emstraá" á gömlum kortum... og neðar er fjallið "Bíldsfell" skv. Landmælingum...


Strútur og Mælifell þarna í fjarska...


Torfajökull og Kaldaklofsfjöll... og Stóra súla...


Við gleymdum okkur í dýrðinni...


Árnar úr Mýrdalsjökli...




Smáfjöll ofan af Stórkonufelli... þau eru Laugavegsfjöllin okkar á næsta ári eða því þarnæsta... umkringd Emstrúánni beggja vegna ef svo ber að kalla báðar árnar sitthvoru megin við þau sem koma báðar úr Sléttjökli og sameinast við Smáfjöll norðvestan megin í hina eiginlegu Innri Emstruá... ath NB betur hvort vestari upptakaáin beri annað nafn...


Við gáfum okkur góðan tíma...


Stóra Mófell og M'ofellshnausarnir...


Tindfjallajökull og Hattfell...


Stóra og Litla Grænafjall, Illasúla, Laufafell, Brattháls og Torfatindar og Stóra súla...


Strútur fjær... Bláfjöll nær... Mælifell á Mælifellssandi... og næst hægra megin hluti af Smáfjöllum... séð ofan af Stórkonufelli... stjarnfræðilega flott útsýni...


Sigríður Lísabet og Gerður Jens...


Það var napur tindur þarna uppi... og okkur fannst eins og veðrið væri að breytast ens og spáin sagði til um... vorum orðin kappklædd og köld...


... en tímdum ekki að hærra að skoða...


Litla Mófell hér niðri vinstra megin... og Mófellshnausarnir tignarlegu svo litlir sem við gengum framhjá stuttu áður... og Stóra Mófell hægra megin... Entiujökull og Merkurjökull í Mýrdalsjökli...


Hrikalegir og líklega ókleifir klettarnir sunnan í Stórkonufelli... leiðin sem við ætluðum fyrst en hættum sem betur fer við...


Mófellshnausarnir allir og Stóra Mófell... með góðum rökum er hægt að finnast þeir allir vera Mófellshnausar þarna í kringum Stóra Mófell...


Tvíbaka og Tuddi svo lítil á sandinum... Tindfjallajökull, Hattfell og nyrðri hluti Stórkonufells frá syðri hlutanum... sést í hluta Útigönguhöfða neðan við Hattfellið... lygilegt útsýni allan hringinn...


Emstrubotnar... umfangsmiklir sandar... þarna sést Einhyrningur.... útsýnið er hreinlega á heimsmælikvarða...


Loksins gáfum við okkur tíma til að setjast nú niður og borða nestið...


Gilið milli syðri og nyrðri hluta Stórkonufells... kindurnar voru komnar þarna niður og við fylgdumst með þeim fara niður dalinn... við sem sé smöluðum þessum þremur niður... en þær eru eflaust ekki lengi að fara hér upp aftur...


Efst í skarðinu...


Kindurnar þrjár... mjög litlar hvítar doppur...


Hamrarnir eins og í Hattfelli...


Nesti hér á þessari brún... ekki amalegt...


Smáfjöll... og Smáfjallarani vinstra megin... Bláfjöll fjær... og Klifurárjökull í Mýrdalsjökli...


Tinna valdi besta nestisstaðinn... alveg fram á brúninni...


Strútur... Bláfjöll... Smáfjöll.... Innri Emstruár... Mælifellssandur...


... Mælifell með...


Kaldur nestisstaður en þeim mun tignarlegri...


Örn reisti við gamalt staurvíravirki á tindinum... orðið ansi gamalt...


Við reyndum að taka hópmynd efst á Stórkonufelli í kuldanum... en vorum of smá... mergjaður hópur... dásamlegur félagsskapur... stórfenglegt landslag...


Útsýnið yfir Mýrdalsjökul af Stórkonufelli... fjallið Enta efst í jöklinum milli Sléttjökuls og Entujökuls... nafnlaust fjallið neðar... vestari upptök Innri Emstruár að koma niður úr jöklinum... sést í Litla Mófell hægra megin niðri... sýnin upp Stórkonufell hlýtur að vera kyngimagnað... það fæst haustið 2026...


Betri hópmynd...


Veislunni var bráðum lokið... aftur niður... tímdum því ekki... en köld gjólan var dyravörðurinn sem kom okkur út og lokaði Stórkonufelli...


Jökultungurnar úr Kaldaklofsfjöllum uppljómaðar í kvöldsólinni ofan af Stórkonufelli...


Niður hliðarhallann hér... en bíddu... eigum við ekki að skoða brúnirnar þarna hægra megin.. Þórkatla var lögð af stað og okkur langaði líka...


Það var sannarlega þess virði... Hvanngil... Torfajökull... Smáfjallarani... Strútur... Bláfjöll... Innri Emstruá...


Sjá tjöldin þarna niðri...


Smáfjöll...


Allur miðjuhluti Laugavegsgönguleiðarinnar frá Hrafntinnuskeri blasti við okkur ofan af Stórkonufelli... og stór hluti af síðasta leggnum hinum megin frá...


Jæja... förum niður... en það var ekki hægt að fara hvar sem var hér...


Hinir farnir að bíða eftir okkur útsýnisskoðunarfólkinu...


Mergjuð hópmynd... mögnuð birta... útsýni á heimsmælikvarða...


Niðurleiðin gekk eins og í sögu...


... og allur kvíðinn fyrir henni var óþarfi...


Niður vesturgilið eða vesturhvilftina í Stórkonufelli með nyrðri tinda þess framan við okkur... og Tindfjallajökul fjær...

Fumlaust og öruggt hér niður...


Það létti skyndilega til.. og allur kuldinn sem var uppi hvarf eins og dögg fyrir sólu... enda laus við gjóluna og komin neðar...


Stóra Mófell og Eyjafjallajökull...


Í stað þess að það þykknaði yfir síðasta hluta göngunnar... það var jú áliðið og búið að spá skýjuðu veðri seinnipartinn og rigningu um sexleytið... þá létti aftur til og kvöldsólin sló ómótstæðilegri birtu yfir okkur alla leið í bílana... og ekki kom rigningin fyrr en við keyrðum niður Fljótshlíðina...


Litið til baka...


Hvílíkir töfrar !


Hópurinn þéttur eftir erfiðasta kaflann niður.. sem var ekkert erfiður...


Greiðfært hér...


Nánast komin niður í fallega sandfjallasalinn...


Klettarnir efst í Stórkonufelli...


Mófellshnausarnir og Stóra Mófell...


Sérkennilegar rákir í fjallinu.... eftir grjót líklega...


Himininn orðinn friðsæll og fagur...


Þessi græni litur... og svarti sandur... er ávanabindandi... skákar án efa mörgu lyfinu... nærir sálina án allra aukaverkana...


Litið til baka...


Haustið uppi á hálendi... hvergi annars staðar myndum við vilja vera...


Einstaklega svipmikið og glæsilegt fjall...


Yfir sandana voru 2,6 km í bílana... í ferskri og haustlegri kvöldsólarbirtu..


Útigönguhöfðarnir bíða þar til næst... þeir áttu að vera síðasti tindur dagsins... en við vorum södd og sæl með það sem var að baki...


Mosinn... á söndum Stórkonufells... þar sem áður rann vatn...


Hvílík fegurð...


Virðing... botnlaus... fyrir íslenska mosanum... Hattfellið var vörður dagsins...


Komin fjær...


Litla Mófell bíður líka þar til næst... og Mófellshnausar...


Mófellshnausarnir eru ekkert slor...


Stóra Mófell og hnausarnir framan við það ef þessi ás tilheyrir þeim...


Hattfellið...


Nyrðri hluti Stórkonufells...


Skyndilega sáum við hjarta í fjallinu...


... og tókum öll myndir af því...


Batman ofurhundur... hann hlustar ekki á neitt kjaftæði og segist stálhraustur...


Þessi hjörtu eru dáleiðandi...


Fjallið og hjartað...


Himininn að verða allur blár í síðdegissólinni...


Sólarlagið var með ólíkindum fagurt...


Milli Útigönguhöfða...


Var þetta Illasúla ?


Hattfellið og einn Útigönguhöfðanna...


Litið til baka... nú var sólin farin að skína á allt aftur...


Stórkonufell...


Útigönguhöfðar...


Sólarbirtan...


Tvíbaka og Tuddi vinstra megin.. Tindfjallajökull og Hattfellið...


Ýma og Ýmir...


Hattfellið... hér eru tveir hattar vel greinanlegir... en þetta eru bara klettar... uppi á græna hattinum stóra sem umlykur allt efst í fjallinu... þetta eru í raun beyglaðar brúnir hattsins eina...


Sólin ofan Tindfjallajökuls...


Birtan í Stórkonufelli...


Guðmundur Jón með Hattfelli í kvöldsólinni...


Ekkert mál að stikla hér yfir... hratt... í góðum skóm...


Síðustu menn að koma að læknum... með fjöll dagsins í baksýn...


Stóra Mófell...


Tinna fékk far með Leikni... :-)


Hvílík birta !


Þetta voru algerir töfrar...


Stóra Grænafjall í sólinni...


Tvíbaka og Tuddi...


Mosinn og svarti sandurinn...


Tvíbaka og Tuddi í lok dags... allt önnur birta en sú sem var þegar við gengum á þau um morguninn... snillingur var sá sem gaf þessum fellum nafn...


Tindfjallajökull... sandurinn svarti... Hattfellið græna... og við svo smá á leið í bílana... svona landslag og þessi staðsetning göngumanna þykir einstakt á heimsmælikvarða...verum þakklát... gleymum því aldrei... #TakkÍsland


Útigönguhöfðar... allt önnur birta hér en í byrjun dags... en sömu svakalegu töfrarnir... ljósmyndirnar fanga þeitta eitthvað... en hvílík forréttindi að vera hér...


Stórkonufellið búið að missa sólina aftur.. Útigönguhöfðar vinstra megin við það og Litla Mófell hægra megin...


Fjallasalur dagsins... þau fjöll sem ekki voru gengin þennan dag... verða gengin 2025 eða 2027... það er þess virði að halda sér í formi fyrir svona veislu... #Takk... fyrir... okkur... Stórkonufell og félagar... þetta var GEGGJUÐ veisla !


Fjall heitir Tuddi... það er loksins komið í safnið okkar... ásamt Tvíböku...


Síðustu metrarnir...


Stóra súla og Kaldaklofsfjöll... með útigönguhöfðum hægra megin...


Alls 13,5km á 8:05 - 8:11 klst. upp í 985 m hæð með alls 976 m hækkun úr 553 m upphafshæð... tækin sögðu mjög mismunandi tölur...


Við bárum saman tækin...


Sighvatur var með 999 m hækkun sem dæmi... Örn var með 1.223 m hækkun...


Örn var með 17,1 km... og 16,7 km á stærra tækinu... við reyndum að taka raunsæjustu tölurnar...


Dagurinn viðraðurn mðe teygjum... nú tökum við átak í því...


Höfðingjarnir Katrín Kj. og Gerður jens... afrekskonur með meiru... megi sem flest okkar feta í fótspor þeirra... það verður meira en að segja það...


Örn með Guðmundi Jóni höfðingja... sem alltaf er svo gott að hafa í göngunum með okkur... traustur... yfirvegaður... og öruggur...


Aksturinn var farinn niður eftir í sæluvímu... það var bara föstudagur... öll helgin framundan... og veislan í fjö0llunum að baki... slagveður í kortunum alla helgina... eins og svo margar aðrar þetta haustið... sérkennilegt...


Stóra súla og Kaldaklofsfjöll...


Farið að þyngjast yfir Eyjafjallajökli all verulega stutt eftir að við lögðum af stað keyrandi... ótrúlegt.. hann var skýlaus þegar við enduðum gönguna...


Ennþá skýlaust á Ýmu...


Einhyrningur kvaddi með virktum... og sló svo sængina sína yfir sig stuttu síðar...


Rjúpnafellið... dimmt og drungalegt með slagveðrið yfirvofandi...


Eyjafjallajökull...

Farið að rigna í Fljótshlíðinni...


Svona dagar eru verðlausir... fangast einvörðungu með því að reima á sig skóna og leggja af stað... fyrr en varði þykknaði upp þegar við keyrðum af stað niður í byggð... og fljótlega fór að rigna... svo dimma... og minningarnar um þessi fjöll kvikna... og ljósmyndirnar segja manni að þetta var ekki ímyndun...


... samt fanga þær engan veginn stærðina og samhengið... reimum sem oftast á okkur skóna... fyrir daga eins og þennan... sem afar fátt getur toppað...






72 views0 comments

Comments


bottom of page