Æfing nr. 810 þriðjudaginn 2. júlí 2024
Ása bauð upp á klúbbgöngu í sumarfríi þjálfara á Stardalshnúka, sjá hér meldingar hennar og fleiri ásamt ljósmyndum Ásu:
Frá Ásu á fb:
"Ótrúlega skemmtilega kvöld/kellingaganga( meigið giska a hver notaði það orð) í kvöld um Stardalshnjúkana og Tröllafoss. Við vorum 8 sem mættum og höfðum gaman saman. Ég sló Báru út í fjölda hópmynda enda svo margir flottir staðir fyrir hopmyndir á leiðinni. Takk þið sem mættuð."
Frá Anítu á fb:
"Ganga hinna mörgu vaða; Stardalshnjúkar og Tröllafoss
Takk Ása fyrir geggjaða þriðjudagsgöngu á svæði sem ég hef aldrei heimsótt áður
Sko… ganga er ekki ganga nema…
Það sé fullt af drasli til að klifra upp á
Með félaga gargandi ‘PASSAÐU ÞIG’
Enginn nógu fljótur til að taka mynd af uppátækjum
Og sé vesenast yfir sama lækinn óþarflega oft… af því bara
8,26km og 391m í hækkun (ath að tölur endurspegla útúrdúra og príl)".
Alls mættu 8 manns og eina tölfræðin sem ég hef fengið er frá Anítu hér ofar.
Takk kærlega elsku Ása fyrir þessa frábæru göngu :-)
Commentaires