Æfing nr. 817 þriðjudaginn 3. september 2024
Í annað sinn gengum við á þennan fallega eldgíg hér við Suðurstrandaveg og svo í framhaldi upp á Geitahlíð á Reykjanesi og enn var veðrið með besta móti... sól og þurrt... og var farin svipuð leið og síðast og meðvitað farið niður bröttur skriðurnar í bakaleiðinni gegnt Eldborginni frekar en að fara gilið niður sem er létt og fljótleg leið... en einmitt þannig æfum við öryggi í bratta og fótafimi í lausaskriðum og grýttu landslagi...
En þess skal getið að við lögðum bílunum á sama stað og síðast 2019 við veginn á smá malarútskoti en þegar upp var komið á Eldborgina blast þetta líka fína bílastæði við okkur austar sem við skulum nota næst... ferðamennskan sem hefur margfaldast síðustu ár er þó að gefa okkur góð bílastæði þar sem ekki voru fyrir...
Alls æfing upp á 4,9 - 5,9 km á 2:27 klst. upp í 401 m hæð með alls 402 m hækkun úr 111 m upphafshæð.
Einstök birta var síðari hluta göngunnar þegar sólin settist og rétt eftir að við keyrðum af stað var sólin sest og það húmaði fljótt að... höfuðljósin því meðferðis næst og hér með í vetur...
Ljósmyndir úr göngunni hér fyrir neðan og nafnalisti undir hópmyndinni:
Mættir voru alls 16 manns:
Siggi, Ólafur, Inga, Steinar, Þorleifur, Örn, Ása og Myrra, Aníta, Hafrún, Kolbeinn, Sjöfn Kr., Sigrún Bjarna, Björg, Katrín Kj., Guðmundur Jón og Bára tók mynd en Batman var upptekinn í essari myndatöku :-)
Takk elskur fyrir ótrúlega fallegt kvöld og frábæra fjallgönguæfingu eins og þær gerast bestar með hæfilegri blöndu af fegurð og erfiðleikastigi :-) Áfram við !
Comments