top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Suðurnámur, Háalda, Breiðalda, Tröllhöfði, Brennisteinsalda og Grænagil frá Landmannalaugum

Tindferð nr. 279 föstudaginn 25. ágúst 2023. #FjöllinaðFjallabaki


Eftir glimrandi gott veður í allt sumar... frá júlí-mánuði... kom að því að það viðraði ekki vel á laugardegi... en bongóblíðan var á föstudeginum... og sem betur fer vorum við nægilega mörg sem komumst þann dag... svo við gátum haldið áætlun og farið okkar árlegu ævintýraferð um Friðlandið að Fjallabaki... að þessu sinni frá Landmannalaugum á hinn þekkta Suðurnám... sjaldfarnari Háöldu... mjög sjaldförnu Breiðöldu... óþekktan nánast með öllu Tröllhöfða... og loks upp á hina fjölförnu Brennisteinsöldu og um litríkt Grænagilið til baka í Landmannalaugar...


Við fórum Hrauneyjaleiðina... eftir slæma reynslu af Dómadalsleið fyrr í sumar á Löðmund... og í Hrauneyjum var vægast sagt iðandi mannlíf ferðafólks þó snemma væri dags... lögðum af stað úr bænum kl. 06... og vorum í Hrauneyjum um áttaleytið...


Um klukkustundar akstur í Laugar frá Hrauneyjum... Sigga Lár létt á dekkjunum sínum þar sem Súsukíinn hennar var heldur of hastur á jeppaslóðanum... það eru nokkrar konur í klúbbnum sem eiga jeppa... þessar konur er geggjaðar !


Þoka og lágskýjað þennan morgun... en við vissum að það væri spáð sól og blíðu... það þurfti bara sólina til að hita aðeins landið eftir nóttina og leysa upp þessa hulu...


... og það gerðist síðasta kaflann inn í Laugar... þar sem við komum að Suðurnámi við Frostastaðavatn...


Magnað að upplifa landið birtast undan morgunþokunni... sjá erlendu ferðamennina borða morgunmatinn sinn við Frostastaðavatn...


Suðurnámur... langur... formfagur... og einstaklega litríkur fjallbálkur... hann var tindur nr. 1 af 5 þennan dag...


Barmur framundan... sjá þokuna enn lúrandi milli fjalla eftir nóttina...


Barmur... Bláhnúkur... Brennisteinsalda... Suðurnámur... og Landmannalaugar framundan...


Litríkir tindar Suðurnáms þegar litið var til hægri af veginum...


Ekið yfir Námskvíslina til að komast til Lauga... heilmikið vatn í henni... hér fara ekki jepplingar yfir svo glatt... þó mörgum hafi tekist það... fer eftir vatnsmagni þá stundina... stundum nóg að setja spotta í bílinn og toga hann yfir... einu sinni fóru þjálfarar með vinum um Fjallabaksleið nyrðri með því að láta jeppann draga fólksbílinn yfir árnar... allt hægt ef maður hugsar í lausnum... og lent vorum við í Laugum á slaginu kl. 09... jebb... það tekur alltaf slétta þrjá tíma að koma sér hingað upp eftir... og alltaf er það sama veislan þessi akstursleið...


Í Laugum þessa nótt gistu Fanney og Oddný T... frábært hjá þeim að nýta ferðina til ævintýris... þær fóru í heita lækinn kvöldið á undan í stjörnubjörtu... eftir að hafa tjaldað í myrkri á fimmtudagskveldið... geggjað !


Eftir smá tölu frá þjálfara sem vongóð sagði að jú, hugsanlega væri Hnúðalda of mikil viðbót við leið dagsins... við myndum meta það á leiðinni... en að við ættum líklega að ná Bláhnúki í bakaleiðinni... en bæði þessi fjöll myngu hugsanlega víkja ef dagurinn drægist á langinn... (hvorugt náðist) ... og eftir vangaveltur þjálfara um næstu ferð að ári könnunarleiðangur um Barm frá enda í enda... lögðum við af stað kl. 9:25...


Gengum gegnum tjaldsvæðið framhjá bílum og tjöldum...


... þar sem háþróaðir erlendir ferðamenn sátu margir hverjir að snæðingi um morguninn... langtum pældari ferðarmenn en við Íslendingarnir...


Frábært að fá þessa hlið af svæðinu...


Íslenski fáninn nmeð jeppum í hverjum ferningi.... þetta var forvitnilegt...


Vorum ekki viss með meininguna á bak við fánann og náðum ekki að spyrja hlutaðeigandi...


Svo heitt í veðri strax þarna um morguninn að flestir voru í stuttbuxum og allt niður í hlíraboli líka...


Fegurðin á þessu svæði er ekki síður í hinu smáa en hinu stóra samhengi... það ætti að vera skylda hvers útivistarmanns að koma hingað í Landmannalaugar á hverju ári að hlaða sálrænar rafhlöðurnar sínar... mannbætandi án efa að vera í þessu umhverfi í nokkra klukkutíma árlega...


Erlendu ferðamennirnir... við erum full aðdáunar... útivistarfólkið sem kemur erlendis frá er yfirleitt mjög vel undirbúið... vel græjað og útpælt í sínum búnaði... og hefur oft meira vit á að vitja fegurstu staðanna frekar en við Íslendingarnir...


Ganga á Suðurnám (karlkyn, nefnifall, eintala = eins og nafnið "Sámur")... er vel slóðuð og merkt og mikið farin... að mestu af útlendingum eins og svo oft er raunin...


Litið til baka að landmannalaugum... Bláhnúkur... sem hefur eingöngu einu sinni verið genginn í klúbbnum... árið 2015 í fyrstu formlega göngu Toppfara um Friðlandið í viðleitni til að safna öllum fjöllum friðlandsins... rís hér svipmikill yfir svæðinu... og við ætluðum á hann í loks dagsins... en tíminn leyfði það ekki...


Gengið til að byrja með meðfram Jökulgilskvíslinni undir Suðurnámi...


Litið til baka... geggjað að ganga hér ! Af stakri væntumþykju fyrir þessum stað í heild sinni... þá var það heiður að fá að ganga hér en ekki eingöngu keyra...


Fljótlega færist gönguleiðin inn að fjallinu frá veginum...


Við vorum strax komin í ævintýraland... ein í heiminum hér... og samt í einstaklega fögru umhverfi... sem ætti auðvitað að vera biðlisti inn á... og gjaldtaka... eins og erlendis þar sem gengið er um svona kyngimagnaða þjóðgarða...


Veislan var hafin... tindar Suðurnáms tóku að gnæfa yfir okkur og gefa tóninn fyrir þá fegurð sem framundan var allan daginn...


Fínasti stígur... þessa hringleið á eingöngu Suðurnám er fær öllum í ágætis gönguformi og við mælum eindregið með henni fyrir þá sem eru svo heppnir að eiga eftir að kynnast þessu svæði...


Niður í gil eitt frekar en að þræða sig upp mosavöxnu ásana en þar var einnig slóði sem hefði verið hægt að fara...


Hvílíkt veður... Silla og Inga Guðrún komust upp með að vera í sínum fjallapilsum allan þennan dag... til klukkan átta um kvöldið... þetta endaði jú sem 10,5 klukkustundar ganga...


Inn gilið...


... og upp þennan hrygg hér...


Mjög skemmtileg leið hér upp...


Eitt af giljunum í Suðurnámi... við á hryggnum á uppleið...


Mikið spjallað í þessari ferð... eitt það dýrmætasta við fjallgöngurnar er þessi tími og þessi nánd og samvera... þar sem tóm gefst til að spjalla... og enginn er í símanum með hálfan hugann við að hlusta og leggja orð í belg...


Litaveislan var hafin...


Komin upp hrygginn og héðan blöstu fjöllin ofan Landmannalauga við okkur... og fyrsti leggur Laugavegsgönguleiðarinnar þarna handan við í fjarska...


Frábær hópur... vel nýttur föstudagur... því svo tók slagviðrið við þessa helgi... sem var svo viðvarandi næstu helgar inn í september...


Þorleifur, Örn, Sigríður Lísabet, Þórkatla, Gerður jens., Sigga Lár., Aníta, Silla, Jaana, Oddný T., Inga Guðrún og Fanney en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn... við veltum því fyrir okkur hvar karlmennirnir í klúbbnum væru... einu sinni voru þeir helmingur klúbbfélaga... og oft meirihlutinn í ferðunum... en eftir að við útvíkkuðum paragjaldið í vinagjald hafa fleiri konur bæst við hópinn okkar sem er bara vel... þær eru eljusamir og staðfastir göngumenn... en einhverra hluta vegna efur karlmönnum fækkað í kjölfarið og mæting þeirra verið ansi dræm... við skiljum ekkert í þessu og trúum því að úr rætist í vetur...


Áfram gakk... upp brekkurnar á Suðurnámi...


Kyngimagnað útsýnið til Landmannalauga og inn Jökulgilið sme hér blasir við alla leið að Sveinsgilskjafti...




Útsýnið birtist smám saman... þarna var Sveinstindur við Langasjó hvorki meira né minna...


Við nutum fjallstinda Suðurnáms...


Snarbrött gil og stingandi klettastrítur út úr hlíðunum er einkennandi landslag á þessum slóðum...


Alvöru landslag...


Magnað !


Útsýnið yfir Laugahraun... Brennisteinsöldu... Tröllhöfða sem átti eftir að koma mikið við sögu síðar þennan dag... og Breiðöldu lengst til hægri... þarna var gilið okkar bratta þar sem við lokdins komumst niður...


Uppi á Suðurnámi er leiðin greið ofan á fjallinu... Háalda hér vinstra megin og hæsti tindur Suðurnáms hægra megin... Vondugil þarna niðri...


Barmur og Jökulgil... og Kirkjufellið... og Hábarmur... og Torfajökull að hluta... og Reykjakollur og Vörðuhnúkur hægra megin við Jökulgilið...


Brennisteinsalda, Tröllhöfði og Breiðalda með Vondugil hægra megin...


Vondugil og Háalda efst hægra megin...


Laugahraun og Námskvíslin...


Torfajökull, Bláhnúkur, Brenniseinsalda og Laugahraun...


Litirnir í Suðurnámi...


Við vorum stödd á svipmiklu, fjölbreyttu, formfögru og litríku fjalli...


Hópmynd hér !


... með litunum í kring...


Sumir fara alltaf fram á ystu nöf...


Háalda í stíl við Suðurnám... litirnir lekandi niður fjöllin...


Við héldum áfram för eftir Suðurnámi...


Dökku litirnir ekki síðri en þeir ljósu...


Litið til baka... Kirkjufellið svipmikið og stendur sannarlega undir nafni...


Suðurnámur mældist 925 m hár...


Ofan af honum sást til fjalla í norðri... sjá hér hlíðarnar sem rísa við Frostastaðavatn... Suðurnámur er klofið fjall þar sem hringleið um það er eflaust mjög falleg... við þurfum að ganga um þennan hrygg einhvern daginn... og horfa beint niður á Frostastaðavatn...


Litið til baka...


Enn ein sýnin niður á Laugahraun og fjöllin...


Við héldum niður og í átt að Háöldu... Löðmundur hér efst á miðri mynd...


Formfagra fjallið vestan við Frostastaðavatn vakti athygli okkar reglulega... Tjaldfell... vel valið nafn...


Háalda og Mógilshöfðarnir...


Litlhöfði... Klukkugil á milli og svo er spurning hvað er þarna á milli... fyrsta ágiskun er Rauðufossafjöll en á korti virðist þetta vera Sauðleysur ? ... og hægra megin er Stórhöfði sem hluti af Mógilshöfðunum...


Mjög falleg leið... hér má sjá síðasta hluta Hellismannaleiðar koma yfir heiðina og niður milli Háöldu og Suðurnáms... leið sem við fórum 2020...


Niðurgönguleiðin af Suðurnámi er mjög falleg... en við tókum eingöngu efri hlutann niður...


Vondugil...


... út af leið hér til að taka smá nestispásu...


Hiti, sól og logn... alger yndisstund...


Gott að spjalla og njóta og gefa sér góðan tíma...


Dásemdarstund hér...


Áfram niður af Suðurnámi í skarðið að Háöldu...


Litið til baka... allt mjög þurrt þrátt fyrir smávegis rigningu síðustu daga...


Litirnir í Suðurnámi...


Komin í skarðið þar sem Hellismannaleið kemur inn á svæðið...


Háalda framundan... hún er margbunga og leyndi vel á sér... okkar beið ekki eingöngu þessi brekka til að komast í rúmlega 1100 m hæð :-)


Litið til baka að Suðurnámi... heilmikið vegalengd á milli...


Við tókum þessa löngu brekku í nokkrum köflum og spjölluðum sem aldrei fyrr...


... og tókum smá jóga á miðri leið...


Jógastellingin "Örninn" í miðjum hlíðum Háöldu :-) Kirkjufellið, Barmur, Hábarmur, Bláhnúkur og Brennisteinsalda í baksýn...


Áfram upp brekkurnar... við gleymdum okkur í alls kyns gefandi og gagnlegum umræðum...


Litið til baka...



Nú horfðum við niður eftir Vondugiljum... og sáum þessa fallegu tjörn á miðri leið... mikið hlýtur að vera fallegt að koma að henni... gerum það síðar...


Jæja... önnur brekka... önnur fjallsbunga... tindurinn var enn í talsverðri fjarlægð... þessi Háalda leyndi sannarlega á sér...


Stórhöfði og Mógilshöfðum og Löðmundur...


Farið að sjást í Tindfjallajökul... sandurinn lekandi niður gamla snjóskafla eins og súkkulaði á ís... Hrafntinnuskersfjöllin...


Litið til baka... Frostastaðavatn vinstra megin... Vatnajökull efstur og Öræfajökullinn sjálfur....


Vel troðinn stígur og greinilega mikið gengið...


Höfðavatn við Stórhöfða... Klukkugil á milli og Litlhöfði vinstra megin...


Vondugil og Laugahraun...


Við reyndum að fanga þetta útsýni með hópmynd... en það tókst kannski ekki sem skildi... en gleðin leynir sér ekki á þessari mynd...


Mergjaður staður að vera á... komin í rúmlega 1.100 m hæð og þá er mögulegt að sjá yfir hálft landið að manni fannst í þessu tæra skyggni sem gafst þennan dag og er hvergi nærri sjálfgefið...


Torfajökull og Háskerðingur og Hrafntinnusker...


Hrafntinna... og félagar...


Friðlandið að Fjallabaki að stórum hluta...


Súkkulaðiísinn efst í Vondugiljum...


Breiðalda í öllu sínu veldi...


Komin á hæsta tind Háöldu í 1.129 m hæð og útsýnið var með ólíkindum... Tindfjallajökull... Eyjafjallajökull... Mýrdalsjökull... Vatnajökull... Hofsjökull... Langjökull... svakalegt útsýnið !


Stórhöfði næst og Langjökulll fjærst... Sauðleysur, Hrafnabjörg, Herbjarnarfell og Löðmundur á milli...


Eskihlíðarvatn... Jarlhetturnar... Kjölur og svo Hofsjökull og loks Sprengisandur lengra til hægri út af mynd...


Við vorum ánægð með hæsta punkt dagsins... og nutum augnabliksins...


Hnúðalda hér framundan... en þó nokkuð í hana og giljótt leiðin á milli... hér fóru þjálfarar að velta því fyrir sér að sleppa henni að sinni... hún virtist ekki gefa okkur meira en við vorum búin að fá í landslagi og útsýni... þó nokkuð var liðið á daginn og nóg eftir...


Eyjafjallajökull... Tindfjallajökull og Laufafell svolítið falið... Rauðufossafjöll líklega lengst til hægri há og myndarleg... með Hnúðöldu hægra megin við miðja mynd...


Litlhöfði... með Rauðufossafjöll vinstra megin og á bak við sig...


Þjálfari missti af þessari höfuðstöðu á efsta tindi dagsins... meiri naglarnir og stuðboltarnir !


Torfajökull... Hrafntinnusker... Eyjafjallajökull...


Við vorum sko ekkert að flýta okkur... gott veður og mergjað skyggni...


Þjálfarar ákváðu að sleppa Hnúðöldu og stefna á Breiðöldu til baka...


Klukkugil... Klukkugilskjaftur... Sauðleysur... hér eigum við eftir að ganga...


Litlhöfði framundan...


Hnúðalda...


Stórhöfði...


Örn vildi engu að síður skoða litríku gilin milli Suðurnáms og Hnúðöldu áður en við snerum aftur yfir á Breiðöldu...


Mjög fallegt og einkennandi landslag þessa svæðis...


Krókuirnn yfir á Hnúðöldu var um 2 km langur aðra leið eða alls 4 km tið viðbótar við leið dagsins...


... og upp og niður þessi gil hefði þýtt tafsöm leið... það var ekkert vit í öðru en geyma hana þar til síðar...

Hnúðalda og Litlhöfði... mjög litrík gilin hér nær... í stíl við litríkan Suðurnáminn þó þetta væru fjallsrætur Háöldu...


Hrafntinnusker...


Við skoðuðum svolítið svæðið áður en við snerum aftur upp og yfir...


Smá vesen að þurfa að hækka sig aftur... saklaus gilin eru fljót að brattna og skerast niður um allt og tefja för...


Jarðvegurinn harður og best að fylgja fremsta manni en ekki leita að sinni leið... komin spor eftir fyrstu menn og greiðfært á eftir þeim...


Komin á stíginn aftur sem liggur yfir að Stórahver við Laugavegsgönguleiðina...


Breiðalda hér og Kirkjufellið sífellt að minna á sig... já, auðvitað þurfum við að skoða það fjall einn daginn...


Litið til baka... uppi héldum við að veðrið væri að breytast... það var lægð á leiðinni þessa helgi og við vorum að nýta blíðviðrið áður en það skylli á... á tímabili héldum við að góða veðrið væri að hörfa undan skýjaþykkni sem sást til vesturs... en svo varð ekki...


Öldurnar yfir að Laugaveginum... fjallanafnið "alda" á mjög vel við í þessu landslagi...


Komin í smá rennandi vatn sem var kærkomið... og hér var ákveðið að borða nesti tvö... skjól og rennandi vatn... en ekkert útsýni... og gárungar dagsins sömdu mergjaðan vísubálk um ferðina þar sem þessi geggjaði nestisstaður kom við sögu sem "holan" :-)


Þetta var náttúrulega drepfyndið... að velja svona nestisstað... en hann hafði sína kosti :-)


Hann var jú smávegis núllsstilling eftir yfirgengilega fegurð fram að þessum tíampunkti... af því svo tók önnur eins veisla við... og sálin þurfti að hvíla sig aðeins á þessari ofgnótt fegurðar... þessi lýsing Anítu átti vel við...


Yndislegt...


Fjallahundurinn Batman naut sín vel í þessu gili... og kældi sig vel í hitanum sem var líkega upp í 20 stig þegar mest lét þennan dag...


Aftur af stað og nú tóku þjálfara stefnuna á brúnirnar við Brennisteinsöldu þar sem ætlunin var að þræða niður um gilin og upp á hana... en við komumst ekki upp með það eins og síðar kemur í ljós... meiri hrokinn í okkur :-)


Litið til baka...


Gilið litið eitt neðar... fullt af snjó hér...


Vesturás Háöldu sunnan megin frá...


Austurhlutinn sunnan megin...


Hnúðalda og Litlhöfði í baksýn...


Við tók greiðfær leið um Breiðöldu þar sem farið var greitt yfir...


... en áfram fangaði útsýnið okkur til jökla um allt...


Sandauðnin mögnuð líka með litunum og giljunum...


Brátt tóku litirnir aftur á móti okkur smám saman...


... og bungur Breiðöldu urðu hlýrri og bjartari... en hæsti punktur á Breiðöldu mældist 993 m há... en óvíst hvort við náðum alveg hæsta punkti... sáum enga vörðu né merkingu... á korti lítur út fyrir að við höfum farið yfir hana þar sem hún liggur hæst en erfitt að meta þetta... við allavega gengum yfir hana miðja og þvera...


... og stórfengleikur Jökulgils og félaga tók að blasa við...


Magnað að kanna svona ókunnar slóðir og vita ekkert hvað er framundan...


Barmur svo gulur og fallegur hér fyrir miðri mynd...


Barmur... Tröllhöfði... Brennisteinsalda... Bláhnúkur... Hábarmur... Torfajökull...


Veisla giljanna og litann var skollin á aftur...


Hrafntinnuskersfjöllin öll... Jökulhaus... Söðull og Reykjafjöll...


Laugahraunið aftur að koma í ljós...


Suðurnámur blasti nú við okkur ofan af Breiðöldu...


Farið að halla hér til Vondugilja...


Fjöllin sem við áttum eftir framundan vinstra megin...


Ótrúleg fegurð og nýtt sjónarhorn á þennan töfraheim sem þarna er...


Fjarlinsa...


Silla, Örn, Inga Guðrún, Aníta, Sigríður Lísabet, Þorleifur, Þórkatla, Gerður jens., Sigga Lár., Oddný T., Jaana og Fanney... með Suðurnám, Jökulgilskvísl og Barm í baksýn...


Niður skástu leiðina í átt að Brennisteinsöldu...


Upp og niður bungurnar á Tröllhöfða sem var ekki markmið dagsins en hann varð á vegi okkar og endaði á að vera sögulegasti viðkomustaður dagsins...


Því miður ekki upp á hæsta tind á honum... svona eftir á að hyggja finnst okkur... við áttum jú erindi við Brennisteinsöldu og Bláhnúk... en vá... það sem beið okkar... en við fórum upp í 905 m hæð og hann er rúmlega 900 m skv. kortum...


Litið til baka að Breiðöldu...


Hér tókum við andann á lofti...


Við okkur blasti tröllslegt landslag sem koma lgerlega á óvart... bakhlið Brennisteinsöldu hér ekki síður brött og litrík eins og framhliðin sem snýr að Landmannalaugum...


Við reyndum að fanga þetta á ljósmyndum en það tókst ekki vel...


Hrikaleikurinn náðist ekki á myndum enda þröngt og bratt og hlutföllin og afstaðan í landslaginu skynjast líklega eingöngu á staðnum...


Hér gáfum við okkur góðan tíma og tókum fjölda mynda...


Allir að mynda :-) :-) :-)


Til Laugavegsgönguleiðarinnar sem liggur hér í átt að Hrafntinnuskeri...


Allt svo stórskorið og illfært að sjá... en þjálfarar byrjuðu strax að finna leið hér í gegnum þessi gil og fundu fleiri en eina góða... eins gott að muna leiðina þegar við værum komin þarna yfir...


Til Brennisteinsöldu.. gilið niðri nafnlaust en mjög litríkt og skelfilega bratt og þröngt... þarna væri gaman að koma og skoða...


Tjörnin þarna hinum megin... við ætluðum að skoða hana... allavega ofan frá og nær...


Stórfenglegt landslag...


Töffararnir Aníta og Fanney :-)


Við urðum að halda áfram... þetta var borðleggjandi fannst þjálfurum... niður í gilið og upp hinum megin og yfir á Brennisteinsöldu... en það reyndist ekki aaaalveg svona létt verk...


Síðasta baklitið...

Jú, gilið verður saklausara innar og þarna mátti sjá að hægt var að fara niður... eða hvað ?


Eina mynd í viðbót...


Við ákváðum að fara hér niður ín þetta gil og svo var ætlunin að fara niður í botninn og upp ásinn sem við sáum að var greiðfær upp og loks ætluðum við að þræða okkur um gilin handan við (út af mynd)...


Höfðingjamynd áður en við snerum niður... Gerður jens., Silla og Þorleifur... öll þrjú miklar fyrirmyndir jákvæðni, elju og þrautsegju...


Niður rauða gilið...


Óskaplega fallegt...


... og niður hér... þetta var greinilega að enda í mjög ævintýralegri leið...


Við prísuðum okkur sæl fyrir að vera hér á þessum stað á þessari stundu...


Sjá litina svo fallega...


Hjartasveppur... við finnum hiörtu um allt...


Mergjuð leið !


... en hún var of flott til að vera sönn... neðar endaði hún í frjálsu falli fossins... og Örn kallaði til okkar að snúa við... því miður...


Bára var aftast og valdi góða leið um gróið gil upp úr þessu rauða gili...


Það byrjaði á grýttu hafti en svo gaf það gott hald í föstum mosanum alla leið upp... og þeir sem á eftir komu voru enga stund hér upp... vitandi að þessir sandhryggir eru oft svo harðir og erfiðir yfirferðar var þessi leið viljandi valin umfram hryggina...


... en sumum leist ekki á þessa leið og vildu fara sandhryggina svo Örn tók þau þar yfir... en sá strax að það var ekki góð leið og vildi færa sig yfir en sumir kláruðu þetta bara og nenntu ekki að fara til baka...


Menn tóku þetta bara á þrjóskunni og voru ekki lengi að...


Þorleifur hér að taka smá pásu á miðri leið... þetta var krefjandi leið sem tók vel í...

Meðan sandhryggjarleiðarhópurinn koms ér upp fór Bára smá könnunarleiðangur hér niður til að leita að leið niður í gilið... en sama saman var hér... þverhnípt fall niður í gilið neðar...


Eftirskjálftarnir af sandhryggnum og vongrigðunum með að komast ekki niður í þetta þrönga og magnaða gil fór um hópinn og menn hvíldu sig aðeins meðan þjálfarar réðu ráðum sínum með framhaldið...


Líklega höfum við þjálfarar aldrei verið eins tvístígandi áður... áttum við að freista þess að fara ofar og innar og kiimast þannig niður í gilið... eða áttum við að þvera allt svæðið til vesturs og fara innarlega inn á Laugavegsgönguleiðina sem svo er greiðfær á brennisteinsöldu... eða áttum við að freista þess að finna leið niður af Tröllhöfða norðan megin þaðan sem góð leið er upp á Brennisteinsöldu ?


Allir kostir í raun ágætir... kannski helst að fullreynt væri að reyna að finna þriðju leiðina niður í gilið... og ókosturinn við að hringa allt svæðið inn á Laugaveginn var sá að það myndi þýða mjög langa leið... svo þjálfarar völdu að finna niðurgönguleið norðan megin af Tröllhöfða þar sem sú leið var styst enda nálægast í þekkt svæði...


Við vonuðum það besta... og treystum því að okkur tækist að finna leið eins og svo oft áður... til vara væri að fara lengra í áttina að Breiðöldu og þaðan niður því við vissum að þar væri greiðfært niður enda þekktar leiðir þar...


Við tókum því skarðið á millli tinda á Tröllhöfða og vonuðum aðn þar gæfist góð leið... hér við enda skarðsins með Suðurnám fyrir framan okkur...


Örn fór fyrstur og kannaði leiðina hálfa leið meðan við biðum... og vonuðum að hann gæfi grænt ljós... sem hann og gerði... og Fanney og Aníta fóru fyrstar sem var ágætlega krefjandi... það er léttast að koma síðastur í spor hinna... hér þurfti að móta slóð í jarðveginn.. og þetta var bratt og lausgrýtt á köflum...


En þetta var ágætlega fært... og við fórum varlega og hér reyndi á að vera jákvæður og hugsa í lausnum og ekki hindrunum... það er ekki hægt að fara svona tilraunakenndir leiðir með úrtölurnar stöðugt á hliðarlínunni... þá yfirtekur það andann og allt verður ómögulegt og ófært... það var ráð að vera ávkeðinn, einbeittur og öruggur með sig... treysta á allt sem var að baki í reynslubankanum og komast að því að maður gæti þetta...


... og einmitt þannig tóku menn þeta... óhikað fóru Fanney og Anóta fyrstar og hinir komu galvaskir á eftir og sáu ævintýrið í þessari leið... menn máttu vera ánægðir með sig... þetta var ekki leið til eftirbreytni... við mælum EKKI með þessari leið fyrir aðra að feta í fótsporin... það ver mun greiðfærari leið litlu norðvestar sem er ráð að taka fyrir þá sem vilja taka þennan hring... en þessi hópur sem alltaf er að kanna ókunnar slóðir átti skilið að fá að fara þessa...


Eftir smá kafla sem var ansi brattur og harður yfirferðar tók við lungamjúkur jarðvegur niður á þennan klett hér... við gátum andað léttar... leiðin var greinilega greið alla leið niður hér með... sem betur fer... þjálfurum var mjög létt... ekki gott að vera ekki viss hvort við kæmumst hér niður...


Léttirinn orðinn það mikill að við gátum tekið eina sigurmynd af okkur... algerir snillingar !


En áfram hélt leiðin að vera krefjandi fyrir þennan kokhrausta hóp sem þykist geta næstum allt... og við reyndum að móta ekki mikil spor í jarðveginn... en þessi slóð eftir okkur hverfur án efa næsta vetur enda það bratt og laust í sér og grjótið alls staðar að renna niður og yfir...


Mergjuð leið ! Örn blóðugur eftir könnunarleiðangurinn þar sem hann rann einu sinni niður skriðuna... Bára sá það sem betur fer ekki... og þeir sem sáu það létu það ekki slá sig út af laginu...


Litið til aka eftir leiðinni okkar niður... jább... ekki alveg leið sem hægt er að mæla með en engu að síður fær þeim sem eru öruggir í bratta og brölti á nýjum slóðum...


Við tókum grjót úr skónum hér áður en haldið var niður í sólina og þriðju nestispásu dagsins...


Litið til baka...


Frábær nestisstaður í kvöldsólinni...


Leiðin okkar niður þetta gil hægra megin og svo skáskorið yfir gula hrygginn... við hefðum getað farið hægra megin niður en efst var bratt þar svo við hefðum líklega endað enn norðvestar... en þetta gekk mjög vel og við máttum vera ánægð með okkur... mergjaðn að fara þetta...


Sólbað og skemmtilegt spjall... nestispásur eins og þær eiga að vera... ekkert stress... enginn að flýta sér heim þennan dag...


Svo við gáfum okkur mjög góðan tíma hér...


En... það var eitt stykki fjall eftir... og það var íhugunarvert að láta þetta nægja... sumum fannst í raun nóg komið og sögðu að eir færu saddir og sælir heim og þyrftu ekki meira... en þjálfurum langaði til að ná Brennisteinsöldu... hún var eitt af stóru markmiðumn dagisns... Bláhnúkur sem var hitt vafaatriðið með Hnúðöldu fékk líka að víkja þar til síðar... tíminn va rá þrotum... það var að koma kvöld... og við ákváðum að jú... við gætum tekið Brennisteinsöldu og látið þar við sitja...


Mjög falleg leiðin niður á áraurarnar...


Þetta berg og grjót...


Kvöldhúmið mætt... en friðurinn var alger og okkur fannst við hafa allan tímann í heiminum...


Litið til baka...


Meira að segja þessi kafli hér alveg í tánni var fallegur...


Yfir lækina á stiklum...


Litið til baka...


Tröllhöfði... hann reyndist okkur erfiður... gilið okkar þarna milli hnúka sem var fínasta leið... niðurleið hægra megin við hægri bunguna heði þurft að vera vel til vesturs ef hún átti að vera skárri en þetta gil...


Nú vorum við komin á þekkta og stikaða leið á Brennisteinsöldu... það var mikil hvíld í því eftir alla óvissuna frá því ofan af Suðurnámi...


Tröllhöfði í allri sinni dýrð... við ætlum að ganga á hann á næsta ári.. skoða þetta gil og fara ofan í það frá brennisteinsöldu... það verður tilraunakennt en við ættum að finna leið... nú annars snúum við bara við og búum til annars lags ævintýri... eins og þennan dag...


Þetta gil er mjög spennandi að skoða síðar...


Tröllhöfði aftur... svo fallegur og nokkuð líkur Brennisteinsöldu... hann virðist alveg óþekktur og lítið sem ekkert genginn enda illfært að honum og bratt á öllum hliðum nema Breiðöldumegin...


Háalda í alllri sinni dýrð...


Leiðin upp Brennisteinsöldu tók um 40 mínútur... við giskuðum á 20 - 30 mín svnoa til að vera jákvæð og líða betur þefgar lagt var í hann...


Litið til baka... Suðurnámur í baksýn og Löðmundur í fjarska vinstra megin...


Tröllhöfði og gilið hans sem endar í miklum bratta neðst... þarna hinum megin stóðum við agndofa fyrr um daginn...


Bratt og þröngt gilið...


Kvöldsólin orðin gullin...


Síðasti kaflinn upp...


Næstum því komin... mjög gaman að vera komin hingað eftir allt ævintýrið hinum megin...


Loksins ! Komin á Brennisteinsöldu í 888 m hæð... í kvöldsól... klukkan orðin hálf sjö að kveldi... fyrr um daginn var fjöldi manns sífellt standandi þarna þegar við horfðum frá Tröpljhöfða... en nú var enginn... fyrir utan manninn sem kom snöggt of fór aftur þegar fyrstu menn komu hér upp...


Bláhnúkur og Hábarmur í baksýn...


Barmur og Jökulgilskvíslin og Landmannalaugar og Grænagil...


Tröllhöfði.. fjórði tindur dagsins... og Háalda sem var annar tindur dagsins... með síðustu menn á leið upp...


Suðurnámur... fyrsti tindur dagsins af fimm...


Gerður jens., Oddný T., Inga Guðrún, Fanney, Aníta, Þórkaatla, Sigga Lár., Jaana, Sigríður Lísabet, Örn, Silla og Þorleifur með Batman að hvíla sig...


Strákarnir þennan dag voru eingöngu tveir... hvar eruð þið strákar ? Þorleifur og Örn...


Ekkert nema gaman hjá okkur... tökum okkur ekkin pf alvarlega... verum góð hvert við annað... sýnum hvort öðru virðingu og væntumþykju... þannig gerum við heiminn betri...


Það var ráð að fara að koma sér niður... kominn kvöldmatartími... og enn var Grænagilið eftir...


Batman glímir við æxli í neðri kjálka... og hefur ekki verið líkur sjálfum sér frá því í vor... búið að fjarlægja það einu sinni en það er vaxið aftur... og hann var á leiðinni í aðgerð í lok ágúst... sem hætt var svo við á skurðarborðinu bókstaflega... þar sem æxlið var búið að vaxa inn í munnhol og kok og orðið óskurðtækt... var þreyttur þegar leið á þessa ferð... og hvíldi sig ítrekað þegar við hin tókum myndir og spjhölluðum... hann á marga góða vini í Toppförum sem gefa honum ást og alúð... kleinur og góðgæti... vonandi sigrast hann á þessum veikindum og gengur á fleiri fjöll með okkur...


Jæja... við tímdum varla niður... en það var ráð að ljúka göngunni einhvern tíma... hvílíkt ævintýri...


Aftur niður í veisluborð dagsins...


Ennþá í sólargeislunum... það voru alger forréttindi að vera hér á þessum stað á þessari stundu...


Komin á Laugavegsgönguleiðina sjálfa... mjög gaman að koma hér...


Hér höfum við tekið hópmynd árið 2008 og 2019...


Þessi frá Laugavegsgöngu klúbbsins 7. ágúst 2008... reyndar aðeins neðar...


... og 26. júní 2020 í ofurgöngunni miklu allan Laugaveginn á einni nóttu...


Jú, þetta var orðið gott sagði Batman...


Niður úr skarðinu hér...


Laugahraun og Landmannalaugar...


Bláhnúkur svo fallegur í kvöldsólinni...


Hverinn rauði í Brennisteinsöldu...


Brennisteinsalda þegar litið var til baka...


Áning til að þétta hópinn... hér voru sumir orðnir verulega þreyttir en aðrir ennþá mjög sprækir og til í allt...


... svo við ákváðum að halda okkur við Grænagilið frekar en að fara "gangstéttarkaflann" um Laugavegsgönguleiðina niður eftir...


Hér hefðum við farið til að komast upp á Bláhnúk... sem við hefðum gert ef tíminn hefði verið nægur og orka ennþá eftir... en ævintýrið var orðið of stórt til að bæta Bláhnúki við...


Takk fyrir okkur Brennisteinsalda..


Grænagilsleiðin var greiðfærari en okkur minnti...


... þó hún væri ágætis brölt á köflum...


Suðurnámur hér yfir Laugahraun...


Brennisteinsalda komin fjær... óskaplega falleg... flest okkar að ganga hana í fyrsta sinn oglöngu kominn tími á það...


Þetta hlaut að fara að vera búið...


Við bara spjölluðum og hlógum og grínuðumst og höfðumn það gaman þennan síðasta kaflan... í algerri sæluvími með þennann kyngimagnaða dag...


Bláhnúkur svo fagur frá Grænagili... grár, grænn og blár... magnað fjall !


Komin yfir hraunkaflann og nú tók lækjarkaflinn við...


Mjög skemmtilegur endir á þessari stórkostlegu göngu...


Við nutum ennþá sólar... og áttum eftir að lifa á þessari göngu lengi því hvert slagveðrið á fætur öðru stjórnaði næstu helgum sem komu í kjölfarið...


Geggjuð leið !


Krókar og kimar Bláhnúks...


Greið leið og greinilega fjölfarin enda nálægt Landmannalaugum...


Endirinn í sjónmáli... og enn var sólin á lofti...


Komin úr grænagili með Bláhnúk svo fallegan í kvöldsólinni...


Barmur og Jökulgil með Reykjakolli...


Komin til Lauga... færra fólk núna en í morgun... friðsælt og fallegt...


Gangan mældist 20,5 - 24,6 km... við enduðum á að láta 21,5 km ráða... en margir fengu mun lengri vegalengd í sín tæki... misræmið virðist bara aukast með fleiri tækjum og meiri tækni... sannleikurinn er orðinn ansi teygjanlegur á okkar tímum...


Við fórum á salernið og gáum okkar góðan tíma...


Fallegft í Laugum á föstudagskveldi... já, það var bara föstudagur.. öll helgin framundan... og laugardagur í roki og rigningu heima að rifja upp ferðina og skoða myndir var ansi notaleg tilhugsun...


Stöku tjöld um allt og lítill erill... klukkan orðin níu um kvöld...


Við skáluðum og fögnuðum og þökkuðum fyrir kyngimagnaðan dag...


Til hamingju með þessa lærdómsríku og geggjuðu ævintýraferð !


Loksins hvíld...


Keyrslan gekk vel í bæinn... og ekki hófst gos á svæðinu né jarðskrjálftar... frekar en á Heklu helgina á undan...


Við keyrðum inn í rökkrið þennan klukkutíma í Hrauneyjar...



... og spáðum í fjöllin allt í kring...


#TakkÍsland... fyrir að vera til... og leyfa okkur að upplifa krafta þina og töfraheima...


Þessi tindur... hann er kominn á framtíðarlistann...


Kaffi... franskar og jafnvel hamborgari í Hrauneyjum á heimleið... það reyndi á að vera bílstjórinn í svona ferð... 3ja tíma akstur... 10,5 klst. ganga og aftur 3ja tíma akstur... það gera ekki allir...


Alls 21,5 km á 10:19 klst. upp í 1.129 m hæð með alls 1.541 m hækkun úr 608 m upphafshæð...


Þrettánda ferðin um Friðlandið... ef við leyfum okkur að telja Krakatind, Rauðufossa og Löðmund með þó þau séu ekki innan öskjunnar sjálfrar... við eigum stefnumót við þetta svæði að ári í ágúst... höldum áfram að safna tindum, hryggjum, giljum fossum á hverju ári og verum þakklát... svona dagur er á engan hátt sjálfgefinn... fjollin_ad_fjallabaki | Toppfarar (fjallgongur.is)



85 views0 comments

Comments


bottom of page