Þriðjudagsæfing 2. nóvember 2021.
Þarna rísa þær... við rétt náðum að sjá þær áður en myrkrið læstist um þær... rísandi lágar og mun fegurri en ætla má innan í þessum tignarlega fjallasal ógnarstórrar Skarðsheiðarinnar...
Já... það fer að myrkva nánast frá fyrsta skrefi á þriðjudagskvöldunum okkar... en þessi glæta er ennþá við lýði fyrri hluta nóvembermánaðar...
Mögnuð birta engu að síður... sólin að setjast í vestri... og ef maður er með góðan síma þá náum við fallegum myndum í myrkrinu... lognið og friðsælt veðrið þetta kvöld fangast vel á þessari fallegu mynd af hópnum fyrsta kaflann... þaðan sem lagt var af stað frá sama stað og hópurinn gerði helgina á undan þegar gengið var allan hringinn kringum Súlárdalinn með viðkomu á sex fjallstindum sem annars vegar múlast kringum dalinn beggja vegna og hins vegar skaga upp af brúnum Skarðsheiðarinnar ofan við Skessuhornnið... en útsýnið a tarna gleymist aldrei þeim sem hafa upplifað... segir maður enn einu sinni...
Sumarfæri enn við lýði og myrkrið því enn meira afgerandi...
Höfuðljósin skipta sköpum á þessum árstíma... frelsið sem þau gefa okkur er mikils virði... að geta leyft sér að ganga á fjall þó það sé komið myrkur... það er magnað ef maður hugsar það...
Flottur hópur á ferð og góð mæting... alls 14 manns...
Silla átti þessa hugmynd.... lífið á fjöllum að vetri til... smá snjóföl ofar... svalt... en bjart undan ljósunum...
Skíman af himni í vestri gerir mikið... og ef það er heiðskírt þá taka tunglið og stjörnurnar við keflinu þegar svartnættið tekur alveg við... og ef það er snjór yfir landinu þá er fegurðin engu öðru lík... það bíður okkar síðar í vetur...
Það er ekkert mál að elta næsta mann... allt annað að vera fremstur og þurfa að stíga fyrstur til jarðar og velja leiðina... engin kennileiti ef skyggni er ekkert... og því ekkert að elta nema gps-punkt... og þreifa fyrir sér í landslaginu hvar best sé að stíga niður fæti...
Sjá léttu snjófölina á mosanum...
Töfrarnir í myrkrinu eru einstakir... ofar þykknaði snjófölin... og sumir náðu í keðjubroddana... uppi var mjög kalt... frost og ísköld gjóla...
Mættir voru:
Ásta S., Bjarni, Gerður Jens., Guðmundur Jón, Inga Guðrún, Jóhanna S., Katrín Kj., Kolbeinn, Ragnheiður, Siggi, Silla, Sjöfn Kr., Þórkatla og Örn tók mynd og Batman var eini hundurinn.
Þar af hafa Kolbeinn, Ragnheiður (sem fór aukaferð á Mórauðukinn helgina á eftir), Þórkatla og Örn náð öllum hingað til... en margir eru nálægt þessu og gætu vel náð að klára þessa áskorun með aukaferð á eigin vegum... - leiðréttið mig ef það vantar nafn á þennan lista !
Leiðin til baka var rösklega farin með vindstrenginn í bakið... niður í skjólið neðar...
Alls 6,4 km á 2:07 klst. upp í 445 m hæð með 469 m hækkun úr 58 m upphafshæð...
Flott æfing og síðasta þriðjudagsæfingin þar sem við erum að eltast við alla tinda Skarðsheiðarinnar... þá lægri á þriðjudögum og þá hærri um helgar... sjá safnið okkar hér: Skarðsheiðardraumurinn 2021 | Toppfarar (fjallgongur.is)
Commentaires