top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Grjótárdalur fimm tindar Skarðsheiðar laugardaginn 10. apríl 2021... Skarðsheiðardraumurinn 2021


Kambur... Hádegishyrna... Miðfjall... Miðkambur... Eyrarkambur...

Þriðja tindferðin á Skarðsheiðinni var farin laugardaginn 10. apríl og nú sex tinda göngu kringum Grjótárdal í sunnanverðri Skarðsheiðinni... þar sem tókst að fara á alla "tinda"dalsins... Kamb, Hádegishyrnu, Miðkamb, Miðfjall og Eyrarkamb en Lambatunguhnúkur varð eftir...

Mynd frá ?

Lagt af stað frá sumarhúsabyggðinni í Eyrarskógi sem er læst svæði en Bjarni þekkti til og fékk leyfi til að fá að koma inn og leggja bílunum á góðum stað...

Frost í jörðu og snjór niður á láglendi... bjart yfir og frosið færi... Kambur hér framundan... fyrsti tindur dagsins... mynni Grjótárdals... efst sést í suðurbrúnir Hádegishyrnunnar...

Byrjað var á að ganga upp veginn í sumarhúsahverfinu og hér sést vel í Lambatunguhnúk sem við þurfum að næla okkur í á þriðjudegi síðar á árinu... eða í aukaferð um Grjótárdalinn... hér var bíll á annarra manna vegum en við hittum aldrei annað fólk í þessari ferð... en Þorvaldur gekk kringum Súlardalinn þennan sama dag og lenti í sama harðfenninu eins og við og valdi sér líka öruggari leið niður eins og við...

Frábært færi upp eftir... og sólin skein í heiði... dásamlegt...

Akrafjallið hér í baksýn... magnað veður...

Eyrarvatn... Hvalfjörður... Esjan að norðanverður... kyngimagnað útsýnið...

Lítil snjósöfnun þennan veturinn sunnan heiða... en apríl sá alveg um vetrarhaminn þetta misserið... fjallahundurinn Batman lætur ekki taka af sér góða mynd svo glatt... þolir ekki snjalltækin og forðast þau eins og heitan eldinn...

Hörkuhópur á ferð... og allir vel æfðir fyrir þessa ferð...

Komin áleiðis á Kamb... hér blasir Grjótárdalur við... Kambur framundan hvítur... og Hádegishyrna efst vinstra megin... svo kemur skarð... og vinstra megi út af mynd ef Lambatunguhnúkur og enn lengra er Miðfjallið...

Lambatunguhnúkur hér vinstra megin og Hádegishyrna fyrir miðri mynd...

Komin upp fyrsta hjallann...

Leiðin upp Kamb er mjög falleg þó krefjandi sé í stöðugri hækkun...

Afstaðan við landslagið neðar... mynd frá ?

Mynd frá ?

Helfrosið færið svo allir voru komnir í jöklabrodda um leið og komið var í snjólínu...

Sjá harðfennið vel á mynd hér... þetta færi hefur svolítið einkennt þennan veturinn... lítið um blautt snjófæri... meira um harðfenni sbr. alvarlega slysið á Móskarðahnúkum fyrr í vetur... Botnaskyrtunnu... Heiðarhorn og Skarðshyrnu o.s.frv...

Flestir búnir að vera á jöklabroddunum fyrr í vetur... best að venja sig á þennan búnað strax... æfa notkun hans og eiga sinn eigin ef maður ætlar á annað borð að ganga á fjöll að vetri til... þannig er manni þetta tamt frá byrjun að reima broddana á sig og taka þá af og handtökin verða fumlausari þegar tekist er á við brattari brekkur og erfiðari veður...

... einmitt þegar svona brekkur koma... þá er gott að vera vanur broddunum sínum og búinn að temja sér að ganga í hliðarhalla og halla upp í mót... og hafa ísexina tilbúna ef maður skyldi renna af stað... lexía frá Botna-skyrtunnunni... alltaf vera tilbúinn til þess að þurfa að beita exinni ef maður skyldi renna... hér rann Ágústa af stað árið 2012... og þá vorum við eingöngu á keðjubroddum... ekki búin að læra nægilega vel af reynslunni hversu mikilvægt það er að hafa jöklabroddana alltaf meðferðis að vetri til á fjöllum...

Miðfjall vinstra megin... Lambatunguhnúkur sem klýfur Grjótárdalinn í tvennt efst og innst... og loks Hádegishyrna hægra megin... Batman átti fullt í fangi með að halda sér í harðfenninu með klónum sínum... þessi ferð reyndi mest á hann hingað til hvað það varðar...

Þessi vetur einkennist af tæpu skýjafari... við í smá sól eða ekki... og skýin allt í kring að taka tindana af öðrum að ganga á sama tíma stuttu frá okkur... sbr. Davíð og fleiri gengu á Heiðarhorn þennan dag og fengu ekkert skyggni þar uppi... Vestari Hnappur í maí þar sem Sveinstindur og Sveinsgnípa voru í skýjum og snjókomu allan tímann en við í sólinni allan daginn nema rétt þegar við fórum niður af Hnappnum... Ljósufjöllin og öll leiðin upp eftir í þoku og súld en svo sól og blíða á tindi Botna-skyrtunnu... og fleiri dæmi...

Hryggurinn sem fara þarf ofan við Kölduskál... mjög flott leið sem engan veginn fangast nema vera á staðnum...

Bestu göngufélagar í heimi... ástríðufólk sem mætir og fer í hverja gönguna á fætur annarri... árum saman... nýliðar þessa árs og síðasta árs hafa sumir mætt og tekið allar göngur okkar meira og minna frá því þeir skráðu sig í klúbbinn... ekkert gleður þjálfarahjartað meira en nákvæmlega þetta...


... jú, líka þegar menn gefast ekki upp á okkur og eru með okkur árum saman... og eru alltaf jafn þakklátir... og auðsýna þakklæti sitt, umhyggju og virðingu sama hvað á gengur... þennan dag var Bára í bænum vegna fjölskylduaðstæðna og þótti mjög vænt um umhyggjuna í sinn garð... svo Örninn sá einn um göngu dagsins...


... en vonandi gera allir sér grein fyrir því hvað felst í því að bjóða sífellt upp á nýjar leiðir og fjöll þar sem lítið er um endurtekningar... þar sem mörg ár líða á milli þess sem við förum leiðir eins og þessar... það er meira en að segja það... og allt annað en að vera sífellt að fara sömu leiðirnar aftur og aftur árum saman... þó við segjum sjálf frá... enda var ritari þessarar ferðasögu ekki með í þessari ferð og stenst ekki mátið að skrifa þetta hér...

Hryggurinn við Kölduskál... eins gott að vera í broddum í þessu ísaða færi... brekkur sitt hvoru megin og lítið um hald ef menn fara af stað...

Orðið saklausara hér... ekki gott að bara annað okkar sé í þessum ferðum... Bára vill helst vera með... en hefur í gegnum tíðina sleppt ferðum stöku sinnum af ýmsum ástæðum... Örninn hefur hins vegar mætt í allar göngur nema líklega alls 5 af rúmlega 900...

Kambur að baki... fyrsti tindur dagsins... mældist 840 m hár...

Áfram lágu skýin ofar þegar komið var fram á brúnir Hádegishyrnu... smá móða á símanum...

Hádegishyrna... í 995 m mældri hæð... hér króknuðum við úr kulda í janúar... en fengum útsýnið nokkurn veginn... nú var bjartara og tignarleikur norðurhlíða Skarðsheiðarinnar naut sín vel... Skessuhornið hér skagandi út niður á lægri lendur heiðarinnar... sem allar verða gengnar á árinu á þriðjudagskvöldum... Miðfjall framundan vinstra megin ofar í snjóþokunni sem tók við þar...

Hópur 1... Egill, Arna Hrund, Kolbeinn, Bjarni, Björgólfur... Ragnheiður, Gerður Jens., Karen Rut og Örn.

Hópur 2...

Þórkatla, Gulla, Siggi, Þorleifur, Tinna, Sigrún E., Silla, Vilhjálmur, Jóhanna D., og Steinar R.

Mun betri mynd af hóp tvö hér... mynd frá ?

Farið af Hádegishyrnu niður í skarðið að Miðfjalli...

Ægifagurt landslag... magnaðar fjallsbrúnir... Skarðsheiðin endilöng er mjög flott leið sem við verðum að endurtaka... en árið 2013...

Töffarar... móða á myndavélinni... hér hvarf skyggnið smá hluta dagsins... en ekki var það stór hluti af ferðinni sem betur fer...

Ísað færið sést vel hér... glerjað... mynstrað... ekki í fyrsta sinn sem við horfum dolfallin á listaverk náttúrunnar á þessum slóðum... Hádegishyrna og brúnir hennar niður að Mórauðahnúk sem við gengum í janúar á þessu ári... í fyrstu Skarðsheiðargöngu ársins... þar sem nestið var frosið og við fengum tannkul þegar bitið var í það... nákvæmlega eins og við upplifðum í ársbyrjun árið 2010...

Tindur þrjú þennan dag... Miðfjall í 1.005 m hæð... hæsti tindur leiðarinnar...

Hér er farið niður og út eftir glæsilegum hryggnum milli Grjótárdals og Súlárdals... mögnuð leið en mjög varasöm í glerjuðu færi með hengiflugið austan megin á vinstri hönd og ísaða klettana á hægri hönd ofan við glerjaðar brekkurnar neðar... slysahættan verulega og eftir mat á aðstæðum sneri Örn við hér ásamt fremstu mönnum þar sem hann mat þetta ekki örugga leið...

Mynd frá Björgólfi... að sögn viðstaddra sneri hundurinn Batman fyrstur við og var fljótur til baka... aldrei þessu vant... honum leist ekkert á þetta... og nú voru góð ráð dýr... að finna leið niður aðra en um þennan hrygg... en þjálfarar höfðu í bæði skiptin sín hér (könnunarleiðangur 2009 og Toppfaraferð 2010) farið niður hrygginn...

Örn og Kolbeinn að aðstoða fremstu menn við að snúa við en flestir voru sáttir við þennan viðsnúning... aldrei gaman að sleppa tindi eða leiðarkafla... en skynsemin ræður... ekkert vit var í öðru en að snúa við... hæðin hér var 940 m og skrifast þá á Miðkamb sem hæð dagsins...

Erfitt... en sjá glerin... mynd frá ?

En það var fínasta leið þegar farið var aftur upp með Miðfjalli og valin aflíðandi leið niður í dalinn...

þá vitum við það... vel er hægt að fara niður Súlárdalinn ofan af Miðfjalli... sjá færið... glerhart... ekki hægt að hafa það betra á broddunum... svo lengi sem brekkurnar eru ekki brattar, langar og hættulegar...

Sjá brúnirnar hér ofar hægra megin... þessi hrygguri er magnaður...

Hryggurinn hérn ofar... þarna þarf að klöngrast ofan á eða niður og meðfram... með mun brattara niður hinum megin (austan megin)... ekkert mál ef mjúkt snjófæri... en hættulegt í ísuðu færi... mynd frá ?

Ekkert annað í stöðunni en vera ánægður með að ná öllum tindum dagsins nema einum eða í raun tveimur þar sem Eyrarkamburinn er eftir... við endurtökum þessa ferð áður en árið er liðið og náum þessum tindum !

Sneitt undir og yfir Eyrarkambinn á niðurleið... þar sem farið var utan í honum og svo yfir hann telst hann með þó við ætlum helst að ná honum síðar á árinu... og skrifum hann 649 m háan þenndan dag þar sem við sneiddum yfir hann þveran...

Heilmikil leið niður dalinn og til baka að bílunum og veðrið síðra en allan daginn og uppi í fjöllunum... komin snjókoma í bænum seinnipartinn en sólin var mun lengur á Skarðsheiðinni... enn einu sinni í þröngum veðurglugga þennan veturinn...



Alls 17,3 km á 8:16 klst. upp í x m hæð hæst með alls 1.204 m hækkun úr 162 m upphafshæð... falleg ganga þar sem vel reyndi á broddatækni og útsýni og landslag með besta móti þó breyta þyrfti leiðinni að hluta síðasta kaflann.

136 views0 comments

Comments


bottom of page