top of page

Tröllafoss, Leirvogsá, Þríhnúkar og Haukafjöll í yndislognrigningu

Æfing nr. 814 þriðjudaginn 13. ágúst 2024.


Eftir blíðskaparveður á Blákollu í síðustu viku var kominn tími á dæmigert veður fyrir sumarið 2024 á þriðjudegi þar sem við tókum gömlu leiðina okkar um Tröllafoss með vaði yfir Leirvogsá að Þríhnúkum sem voru klifnir allir þrír og endað á ljúfri bakaleið um Haukafjöll. Þessa leið bjuggum við fyrst til árið 2010 og virðist hún vera orðin hefðbundin fyrir fleiri þar sem kominn er slóði á henni um Þríhnúkana og að hluta á Haukafjöllum...


Einhvern veginn... kannski af því það var algert logn... og þurrt fyrri hluta göngunnar... þá var eitthvað yndislegt við þessa göngu... þrátt fyrir rigninguna sem kom á Þríhnúkum og varaði út gönguna...


Alls 7,1 km á 2:46 klst. upp í 297 m hæð með alls 391 m hækkun úr 103 m upphafshæð.


Ljósmyndir úr ferðinni hér og nafnalisti undir hópmyndinni:
















Mættir voru 13 manns en það vantar Ólaf og Þorleifur á myndina:


Siggi, Örn, Kolbeinn, Guðný Ester, Maggi, Soffía Helga, Kjartan Rolf, Björg, Linda og Aníta en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn.















Þetta var nú meira yndið... besti félagsskapur í heimi :-)

16 views0 comments

Comments


bottom of page