top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Tvöfalt afmæli í aðventugöngu á Háahnúki í Akrafjalli

Æfing nr. 781 þriðjudaginn 28. nóvember 2023.


Aðventan hefst á Háahnúk í Akrafjalli og nú vildi svo til að þrír Toppfara áttu afmæli þennan dag, Gerður Jens, Sigga Lár og Þorleifur og mættu tvö þeirra á æfingu. Blíðskaparveður var í bænum þennan dag, logn og vetrarsól en á Akrafjalli var síðra veður og smá snjóbylur uppi en við höfum fengið öll veður í þessari aðventugöngu í gegnum árin. Þó verður að segjast að oftar en ekki er stillt og úrkomulaust þegar litið er aftur í tímann. Menn mættir með jólasveinahúfur og jólalegt nesti, það krefst úthalds og tryggðar að halda í hefðirnar og það ætlum við að gera með þessa göngu eins og Lágafellið í Mosó og Úlfarsfellið í desember og með árunum hefur aukist ánægja okkar sem mætt hafa oft í þessar göngur því það er eitthvað við það að komast að því að við getum þetta hvert árið á fætur öðru þó árin færist yfir.


Höfðingjarnir Gerður Jens og Þorleifur er skínandi gott dæmi um þessa elju, úthald og ástríðu sem einkennir þá sem endast á fjöllum árum saman og því var vel við hæfi að þau skyldu mæta. Við óskum þeim innilega til hamingju með aldurinn og orkuna sem þau hafa og þökkum kærlega fyrir að fá að hafa þau sem okkar göngufélaga árum saman.


Alls 5,7 km á 2:34 klst. upp í 561 m hæð með alls 526 m hækkun úr 50 m upphafshæð.


Ljósmyndir úr ferðinni hér fyrir neðan og nafnalisti við hópmyndina neðar:






Skrifað í snjóinn...





Afmælisbörn dagsins buðu upp á kontekt og sparisúkkulaði...


Jólanesti og jólahúfa... hvað annað !


Snjóbylurinn...


Vindurinn...


Mættir voru alls 18 manns:


Aníta, Dína, Gerða Fr., Gerður Jens., Guðmundur Jón, Inga, Karen Rut, Katrín Kj., Kjartan Rolf, Kolbeinn, Linda, Magga Páls., Oddný Guðrún, Sighvatur, Sjöfn Kr., Þorleifur, Þórkatla og Örn og Batman og Hetja mættu bæði enn einn þriðjudaginn í röð... vel gert og geggjað gaman !


Öðlingar og ljúfmenni... takk fyrir að vera til... og vera okkar göngufélagar elskurnar :-)

41 views0 comments

Comments


bottom of page