Æfing nr. 708 þriðjudaginn 14. júní 2022.
Þorleifur sá um fyrstu þriðjudagsæfinguna af fimm sumarið 2022 meðan þjálfarar tóku sér sína árlegu hvíld og bauð hann félögum sínum upp á eina af einkennisgöngunum sínum, Vörðuskeggja frá tönkunum.
Textinn frá Þorleifi á fb-hópi Toppfara: "Það var ánægjulegt að ganga með Rjómanum af Toppförum óhefðbundna leið á Vörðuskeggja. Skemmtileg og krefjandi leið, og allskonar veður. Bestu þakkir kæru félagar. "
Alls 7,7 km á 2:45 klst. með 413 m hækkun úr 475 m upphafshæð skv. strava Kolbeins.
Ljósmyndir frá Þorleifi.
Takk innilega fyrir þessa flottu umsjón elsku Þorleifur :-)
Comments