Æfing nr. 792 þriðjudaginn 20. febrúar 2024
Vatnshlíðarhorn og Vatnshlíðin meðfram Kleifarvatni var sérlega falleg kvöldganga og sem fyrr lék veðrið við okkur... og við drukkum í okkur dagsbirtuna...
Gengið var frá norðurfjörum Kleifarvatns og byrjað á Vatnshlíðarhorni en síðast gengum við fyrst á Lambhaga og svo upp Vatnshlíðina og niður Vatnshlíðarhornið... en nú var farin þessi leið og alveg upp brekkurnar á horninu sjálfu... en hart snjófærið efst hefði vel getað tafið för og valdið okkur vandræðum en það gerði það ekki... snjórinn var mjúkur alla leið upp og óþarfi var að fara í keðjubroddana eftir á að hyggja þó við gerðum það til öryggis í efri hlíðum...
Rökkva tók þegar við vorum uppi í leit að góðri leið niður og þar hefðu skaflarnir efst einnig geta reynst okkur skeinuhættir í harðfenninu en Örn fann skínandi góða leið niður og í lokin vorum við komin í myrkur þegar það skipti engu máli.
Einstaklega falleg birta og mikið útsýni einkenndi þessa leið og við fórum þakklát og vel hlaðin af náttúruorku heim á leið eftir 5.3 km á 2:39 klst. upp í 402 m hæð með alls 389 m hækkun úr 146 m upphafshæð.
Mergjað kvöld !
Ljósmyndir af göngunni hér fyrir neðan:
Mættir voru alls 16 manns:
Efri: Björg, Brynjar, Kolbeinn, Örn, Kristjana, Ása, Guðmundur Jón, Katrín Kj., og Andrea Dofra.
Neðri: Stefán Guðleifs., Dina, Sjöfn kr., Aníta, Rakel Dofra og Agnar en Batman var eini hundurinn og Bára tók mynd.
Takk fyrir frábæra æfingu ! Sjá hér lokamyndina af skó Bjargar sem loks gaf sig eftir marga ára dygga þjónustu á fjöllum :-)
Comments