top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Fimm manns gengu á 16 fjöll á 16 dögum í tilefni 16 ára afmælis Toppfara 15. maí 2023.

Okkar árlegi afmælisfögnuður klúbbsins þar sem við göngum á jafnmörg fjöll á jafnmörgum dögum og klúbburinn er gamall og skemmtum okkur konunglega á mean... nú 16 alls frá 15. - 30. maí 2023.


Aníta:

"#16fjöll Dagur 1/16 Brennivín og bakkelsi í afmæli á Sveifluhálsi. Ég var örugglega komin í vitleysu af víndrykkju þegar ég sagði já inn’í mér við þessari afmælis áskorun og setti öööörfá aukamarkmið… svona af því bara

  • 16 dagar í röð

  • 100km+

  • 5000m+ hækkun

  • Engin dagur eins

  • Án þess að draga úr æfingaálagi


Dagur 2/16 Úlfarsfell frá Hamrahlíð. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa kynnst svona villingum sem skora á mann í vitleysu. Nú er ekkert pottur eftir æfingu, heldur toppur


Dagur 3; Hafrahlíð, Borgarvatn, Reykjaborg, Lali. Veðrið er ekkert að vinna með mér öööörlítið veðurbarin, verð sæt seinna


Dagur 4; Æsustaðafjall og Reykjafell frá Skammadal. Er enn í þessu úfna hárlúkki. Geggjað töff.


Dagur 5; Grímmannsfell, Helgufoss, Bringur. Er að vinna aðeins með haglél þessa dagana og mikið að velta fyrir mér hvort Crossfit þyngingarvesti séu málið í vindhviðunum


Dagur 6; Geithóll á Esju. Fauk ekki. Sigur!


Dagur 7; Hvaleyrarvatn, Stórhöfði, Miðhöfði, Húshöfði. Sko... ætlaði rétt að skreppa smá beint eftir grjótharða Hot Body æfingu í Reebok á Tjarnarvöllum og tikka í áskorunarbox dagsins. Fannst samt sjúklega lúðalegt að taka spássitúrastígana við Hvaleyrarvatn og náði mér í trakk frá gamalli þriðjudagsæfingu Toppfara. Altso... þetta 'skreppa smá' endaði í 7km af þúfnabrölti, klöngri og fótaglímu við uppsafnaðar Lúpínuleifar. Ég hefði svo sem getað sagt mér að Toppfaratrakk yrði alltaf eitthvað ævintýri


Dagur 8; Loksins brjálað veður. Búin að bíða eftir roki og rigningu. Geggjuð Toppfaraganga, Hafrahlíð, Lali, Reykjaborg.


Dagur 9; Skundaði á Mosfell síðla kvölds og spókaði mig um í Spánaveðri. Gleðin var slík að lóðin voru rifin úr bakpokanum og skellt í rándýra tásumynd.


Dagur 10. Eftir tjúllaðan og langan vinnudag var eina ráðið að henda sér í miðnæturgöngu og taka easy peasy Helgafell Mos fyrst dagurinn var nánast búinn. En þúst... ekkert basic og náttla farin gömul Toppfaraleið frá Skammadal. Ég er pottþétt á að þið hafið náð öllum helv vörðunum á fellinu. Meira að segja þeim sem náðu hobbitanum varla upp í hné. Langbesta leiðin á þessa þúfu


Dagur 11; Ég fer á fjall þó rokið rífi í. Skundað á Vífilsfell sem gekk brilliant þangað til ég horfi á toppinn, á ca 400m eftir á leiðarenda. Ég gleymdi að setja lóðin aftur í bakpokann svo ég lagðist í klettana til að fjúka ekki. Þurfti að snúa við. I'll be back.


Dagur 12; Mjöööög alvarlegt tilfelli FOMO hérna. Sko... ég skundaði upp á hnúka, svona fashionably late, og tók alla fimm just in case svo ég myndi örugglega ekki missa af meiru HELDUR EN AFMÆLINU HENNAR SJAFNAR. Rauk heim, sullaði víni í glas og henti í verðbólgunjútral tásumynd í pottinum á meðan ég nagaði hnúana ef gengið skyldi vera komið á Pablo Discobar.


Það er þetta með að fjúki af manni sko…

Dagur 13; Stefndi á Selfjall og Sandfell en endaði með Selfjall, rúnt um Lækjarbotna og eina af þessum drama dæmisögum í bakpokanum. "Þegar lífið fýkur í andlitið á þér þá ferð þú á fjall og lætur fjúka af þér". Vessgú... þetta leiðtogatips er alveg fríkeypis.


Dagur 14; Ætti vart að telja vegna smæðar en ÉG TEL HANN SAMT. Stefndi á Vörðuskeggja en ég sver að Wikiloc öskraði á mig "ertu klikkuð kona, það er brjál þarna úti". Ókei, ég leitaði skjóls á Þingvöllum og klukkaði inn þónokkra kílómetra til að bæta upp fyrir agnarsmáan topp Almannagjár


Dagur 15; Frábær Toppfaraganga á Helgafell þar sem brandararnir ruku út á færibandi. Svo hittum við hressa hjólagaura á niðurleið en það er eiginlega framhaldssaga því….


Dagur 16; Þennan síðasta dag var haldið á Húsfell, gegnum Búrfellsgjá. Og auðvitað hitti ég sömu hjólagaurana við rætur Húsfells sem voru ansi forvitnir hvað þessi gella væri að sniglast endalaust. Tíu fingur upp í loft, ég sver ég er ekki kreisý fangirl að stalka. Kannski er ég bara korter í að ganga í einhvern fjallahjólaklúbb. Hver veit?


1. Ketilstindur, Bleiktindur, Kleifartindur kringum Arnarvatn; 6,87km, 415m hækkun

2. Úlfarsfell frá Hamrahlíð; 4,17km, 258m hækkun

3. Hafrahlíð frá réttinni, Borgarvatn, Reykjaborg, Lali; 6,12km, 285m hækkun

4. Skammidalur, Æsustaðafjall, Reykjafell; 5,35km, 205m hækkun

5. Grímmannsfell; 6,08km, 394m hækkun

6. Geithóll á Esju; 7,54km, 492m hækkun

7. Stórhöfði, Miðhöfði, Húshöfði við Hvaleyrarvatn; 7,07km, 242m hækkun

8. Hafrahlíð, Lali, Reykjaborg (uppganga vestanmegin); 5,99km, 256m hækkun

9. Mosfell, styttri hringur; 3,35km, 211m hækkun

10. Helgafell frá Skammadal, allar vörður; 4,30km 245m hækkun

11. Vífilsfell; 5,51km, 391m hækkun

12. Móskarðahnúkar, allir fimm; 9,52km, 808m hækkun

13. Selfjall og hringur í Lækjarbotnum; 3,16km, 182m hækkun

14. Almannagjá og Skógarkotsvegur; 9,35km, 103m hækkun

15. Helgafell, Hfj. Toppfaraganga; 7,31km, 276m hækkun

16. Húsfell gegnum Búrfellsgjá; 11,98km, 317m hækkun


Toppar: 30

Km: 103,67

Hækkun: 5.080m

Ánægjulevel:

Djúpvitur lærdómur: Ermmmm…. Það þarf ekki alls konar ástæður fyrir öllu sem maður gerir. Bestu ákvarðanirnar koma frá hjartanu og eru… AF ÞVÍ BARA!


Knús

Þið eruð best


P.s. fyrst Sjöfn er að safna djöflahornum þá færi ég mig yfir í hauskúpurnar."



Bára þjálfari:


"Ég náði þessari áskorun ekki í fyrra og var mjög skvekkt út í sjálfa mig og ákváð að standa mig aldeilis núna enda ekkert annað í boði. Þessi áskorun krefst útsjónarsemi og þrautsegju sem er svo gott að æfa í sjálfum sér og ég naut þess í botn að gera þetta. Upp úr stendur gangan á Stóra Dímon með tveimur elstu barnabörnunum af sex þar sem við fengum undarlega góðan veðurglugga rétt á meðan við fórum með börnin þarna upp í roki og rigningu því það kom sól og var heilmikið skjól á fjallinu en uppi var hávaðarok og hættulegt að hafa þessi kríli enda fannst þeim eins og þau gætu dottið niður í sjóinn sem þau upplifðu að væri fyrir neðan (Markarfljótið). Rifinn liðþófi í vinstra hné olli því að ég varð mun verri í hnénu á þessum þéttu fjallgöngum en ég reyndi að fara varlega og skynsamlega og treysti því að hvíldin eftir þessa daga myndi jafna það út sem og það gerði. Mergjuð áskorun, ætla alltaf að passa að vera með hér með og get ekki beðið eftir 31 fjall á 31 degi :-) :-) "



Birgir:

"Áskorunin. Fór að hjóla á föstudaginn í súldinni , áður en varði var ég kominn að skógræktinni og þá var varla um annað að ræða en að vappa upp gilið góða að vörðunni ... lét eina ferð nægja að þessu sinni.

Í gær var það hvalfjörðurinn, gekk með Árnesingum á Þyril, fórum yfir og niður með Bláskeggsá hinu megin, upp Síldarmannaleiðina. Dagur eins og þeir gerast fallegastir, og til að nýta bæði hann og vistsporið sem best bætti ég Meðalfellinu við. Alltaf jafn fallegt að standa þar uppi.

Þar með tel ég mig hafa náð í mark í þessu verkefni, komnir 17 tindar / bungur. Vonandi verða betri veðurskilyrði í áskoruninni að ári !



Sigrún Bjarna:


Toppfarar 16 ára, til hamingju. Maímánuður þetta árið ekki nógu góður segja menn. Það er því gott að eiga góðan galla og klæða sig eftir veðri og arka af stað. Veðrið er aukaatriði þegar maður fer af stað og því verra, því meira hressandi fyrir sál og líkama, meðan maður passar að vera ekki einn á ferli fjarri mannabyggðum. Því eru topparnir hér í nágrenninu góðir. Nýfædd lömb og folöld hafa það ekki eins gott og við og bændurnir bíða eftir betra veðri til að sá í og bera á sín tún."


Sjöfn Kristins:


"16 fjöll á 16 dögum.

Jæja þá var stílabókin dregin fram til að skrá frammistöðu.

Þessi áskorun held ég að hafi bjargað manni frá að verða fórnarlamb sjálfsvorkunnar og vesaldóms vegna hinnar frámunanleiðinlegu veðráttu í maímánuði. Mæ ó mæ. Þess í stað arkaði maður veðurbarinn og einbeittur um hin ýmsu fell í nágrenninu, og á verstu dögum voru þau alveg ígildi æðri tinda.

Ég gekk þó ekki alla daga, aðeins 12, en tók fleiri en einn topp á betri dögum, sbr skýrslu mína. Það var bara gaman að taka þátt í þessu."


Takk öll fyrir þátttökuna, svo skemmtilegar meldingar frá ykkur öllum sem gáfu okkur öllum orku og hvatningu til að halda áfram og klára þetta, virkilega vel gert og meira en að segja það !


Aníta vann sér inn árgjald í klúbbnum sem hún má nýta fyrir sjálfa sig eða annan en meldingar hennar í þessari áskorun voru sprenghlægilegar ekki hægt annað en skemmta sér konunglega með henni á meðan hún tók 30 toppa og gekk yfir 100 km og náði rúmlega 5000 m hækkun... ekkert smá flott hjá henni og það með bros á vör :-)


Við höldum þessari stórskemmtilegu vitleysu áfram og tökum 17 fjöll á 17 dögum á næsta ári og látum engan bilbug á okkur finna :-)

51 views0 comments

Comments


bottom of page