Æfing nr. 843 þriðjudaginn 18. mars 2025

Í þriðja sinn var æfing á þriðjudagskveldi um þetta fallega nes sem kennt er við fjallið Þyril og að þessu sinni fengum við þurrt og hlýtt veður með gullfallegu sólsetri við sjávarrönd og svo rigningu og ljósaskipti í lokin... en þessi ganga var einstaklega ljúf og falleg þar sem dýraríkið lék stórt hlutverk... fuglinn vomdi yfir okkur... alls kyns sjávardýr dreifðu sér um fjöruna... selurinn skoðaði okkur... hestar á beit heilsuðu upp á okkur og okkar eigin hundar gáfu lífinu lit eins og alltaf... hvílík forréttindi...
Alls 7,2 km á 2:26 klst. upp í 106 m hæð með alls 215 m hækkun úr 40 m upphafshæð.
Ljósmyndir og nafnalisti undir hópmynd hér fyrir neðan:

































Mættir voru alls 14 manns:
Sighvatur, Silla, Sjöfn Kr., Siggi, Linda, Þorleifur, Aníta, Örn, Dina, Inga, Birgir, Helgi og Guðný Ester en Bára tók mynd og Baltasar og Batman voru með :-)








Hvílík heilun... hugljómun... orkuhleðsla... næring... hugvíkkun...
Comments