V a t n a j ö k u l s t i n d a r n i r
Frá upphafi klúbbsins höfum við farið í eina jöklaferð á ári á Vatnajökul
ef veður leyfir og byrjuðum eins og flestir á Hvannadalshnúk sem lét okkur hafa
fyrir sér með þremur tilraunum... en eftir hann hófum við að safna
alls kyns tindum í Vatnajökli... og ætlum að halda því áfram meðan
enn eru til tindar sem við komumst á... við erum óendanlega þakklát
fagmannlegum jöklaleiðsögumönnunum sem lóðsað hafa okkur
á sjaldfarna tinda ár eftir ár... og gefast vonandi aldrei upp á okkur !
Allar jöklaferðirnar í Vatnajökli frá upphafi:
-
2008: Hvannadalshnúkur, snúið við, ísklifur í Svínafellsjökli 3. maí 2008
-
2009: Virkisjökull, snúið við af Hvannadalshnúk 16. maí 2009
-
2011: Hrútsfjallstindar 8. maí 2011
-
2013: Miðfellstindur með allt á bakinu inn Kjós 18. maí 2013
-
2014: Þrír hæstu tindar landsins; Sveinstindur, Snæbreið og Hvannadalshnúkur 29. maí 2014
-
2017: Dyrhamar og Hvannadalshryggur um Virkisjökul 6. maí 2017
-
2023: Aflýst ferð á Eystri Hnapp vegna veðurs --> förum 2024 !
#Vatnajökulstindarnir
Öll fjallasöfn Toppfara í stafrófsröð eða svæðisskipt hér !