top of page

Vinafjallið mitt árið 2021

Alls tóku 15 manns þátt og gengu 11 manns á Úlfarsfell, tvær á Esjuna og tvö á Helgafell í Hafnarfirði.
Bára og Kolbeinn náðu 100 ferðum, Katrín Kjartans náði 76 ferðum (aldurstala) 
en afrek Betu stendur upp úr að okkar mati þar sem hún fór 52 ferðir á Esjuna, oftast ein krefjandi og langar göngur. 
Hún var því dregin út og fær árgjald að verðmæti 20.000 kr í verðlaun. 
Allir þátttkendur fá að auki eina hefðbundna tindferð í vinning sem þeir geta nýtt sér þegar þeim hentar. 

 

Sjá hér fjallalistann hennar Betu af Esjunni... alls 451,05 km með 37864 m hækkun alls...

Magnað hjá henni !

elisabet2021.jpg

Fjallalisti Katrínar Kjartans, alls 76 ferðir á Úlfarsfell með alls 288,23 km með alls 16.845 m hækkun !

Jafn margar ferðir og aldurinn + 4 til viðbótar. Hvílíkt afrek hjá henni ! 

katrinkj2021.jpg

Frá Halldóru Þórarins (enginn listi frá henni en áhugaverð tölfræði fyrir þá sem ganga á Úlfarsfellið x52 á ári: 

 

"Tók saman tölfræðina fyrir 53 xÚlfarsfellsferðir mínar árið 2021:

 

Heildarkílómetrar = 237,3 km

Heildarhækkun = 12.087 metrar og Heildartími 3966 mín = 66,1 klst." 

Við höldum áfram árið 2022...

Göngum á vinafjallið okkar 52 eða fleiri ferðir á árinu... og ef við viljum meiri áskorun en að fara 52 ferðir... förum þá jafnmargar ferðir og aldurinn segir til um, svo lengi sem hann er hærri en 52... eða förum 100 ferðir... eða finnum okkar fjöl í þessu hvert og eitt... 

Sjá viðburð hér á fb:
(1) Vinafjallið mitt x52 árið 2022 | Facebook

bottom of page