T O P P F A R A R . I S
 F J A L L G Ö N G U R . I S
F j ö l l   o g   f i r n i n d i . . .   s ö f n u m   o g   n j ó t u m       
Fjallgönguklúbburinn Toppfarar var stofnaður 15. maí 2007
og er fyrir byrjendur í fjallgöngum og vana fjallgöngumenn á öllum getustigum
...sem vilja stunda líkamsrækt úti við með því að ganga í óbyggðum allan ársins hring...
og safna fjöllum og firnindum í leiðinni...

  FRÁBÆR FÉLAGSSKAPUR  -  dýrmæt reynsla   -  Mögnuð ævintýri 
Allir hjartanlega velkomnir 

Skráning í klúbbinn hér !

                                    

Nýliðinn

Skráning í klúbbinn
Búnaðarlistinn
 Dagskráin
Um klúbbinn
Þjálfun
 

Sagan

Fjallasafnið í stafrófsröð
Fjallasafnið eftir hæð
Þriðjudagsæfingarnar
Tindferðir
nar
 Tölfræðin
 
Lærdómurinn

Broddar og ísexi
Jöklagöngur
Námskeiðin
Reynslusögur
Heiðursfélagar
Gullmolarnir

  Vatnajökulstindarnir
  Fjöllin að Fjallabaki
Þingvallafjöllin

Topp10 listar
 Félagatalið
Jaðarinn

Fjallatímar

Óbyggðahlaup
Áskoranir
 Evrópulandasöfnunin
Fjallajólatrén

 

Næsta æfing er þriðjudaginn 26. janúar:

Hafrahlíð og Reykjaborg
um Hafravatn

Falleg kvöldganga um fallegu fjallsbrúnirnar sem skreyta Hafravatnið.
Höfuðljós og keðjubroddar nauðsynlegur búnaður allra NB !


Mynd: Hafrahlíð við norðurenda Hafravatns - tekin í 4ra vatna óbyggðahlaupi Toppfara þann 4. febrúar 2017
þar sem þjálfarar og Björn Matt mættu í fallegu veðri og sumarlegu færi.
Mögnuð hlaupaleið sem við munum endurtaka einhvern tíma og taka hluta af henni gangandi

Brottför: Kl. 17:30 frá NB frá fjallsrótum NB.

Covid-19-reglur - virðum tilmæli Almannavarna í hvívetna:
*Mæta ekki í göngu ef minnsti grunur um veikindi.
*Keyra á eigin bíl að fjallsrótum.
*Ef bílfar er nauðsynlegt þá allir með andlitsgrímur í bílnum, spritta hendur, passa að hafa enga sameiginlega snertifleti og spritta allt sem menn snerta bílnum. Helst fá jeppafar innan sinnar "búbblu" eins og menn hafa verið að gera í vetur.
*Halda rúmlega 2ja metra fjarlægð alla ferðina frá A-Ö og helst lengra en tvo metra.
*Ekki rétta fram hjálparhönd, hjálpa hvort öðru að ná í vatnsflösku eða taka myndir á annarra manna síma = engir sameiginlegir snertifletir.
*Nota andlitsgrímu þar sem ekki er hægt að tryggja 2ja metra fjarlægð. Þjálfarar eru hvor með 10 andlitsgrímur í bakpokanum og spritt ef óhapp verður og viðkomandi þarf hjálp innan 2ja metra.
*Koma sprittaður um hendurnar í göngu (spritta sig á leið út úr bílnum) og vera með lítinn sprittbrúsa í vasanum í göngunni ef á þarf að halda.
*Hafa buff fyrir andlitinu eins og hægt er, sérstaklega í pásum / samræðum og spá í útöndun frá andliti á göngu og við samræður og halda þá meira en 2ja metra fjarlægð eins og hægt er.
*Hósta og snýta sér langt frá hópnum og setja klútinn í vasann og spritta hendur á eftir ef þarf.
*Bæta við þessar reglur ef eitthvað er ábótavant.
*Vanda sig sem mest við getum og virða þörf annarra á að reglurnar séu virtar í hvívetna, sérstaklega 2ja metra reglan NB !
*Virða ákvarðanir hvers og eins með að vilja frekar ganga einir á eigin vegum eða vilja ganga í samveru innan þeirra reglna sem Almannavarnir kveða á um og viðhafa nærgætni í öllum umræðum um kófið.
*Passa sjálfan sig nr. 1 og eyða orkunni í eigin sóttvarnir, þá gengur þetta vel.
Það gera allir mistök, við eins og aðrir í samfélaginu, þ.m.t. Þríeykið, fjölmiðlamenn, ráðherrar, þingmenn, stofnanir, fyrirtæki, trúarsöfnuðir, Landspítalinn o.s.frv. eins og dæmin sanna síðustu mánuði.
*Vera góð hvert við annað og láta ekki veiruna koma upp á milli okkar.

Aksturslengd: Um 10 mín. frá Grjóthálsi.

Akstursleiðarlýsing:

 

Ekið um Vesturlandsveg og beygt inn í Grafarholtið við Húsasmiðjuna, ekið gegnum Úlfarsfellshverfið hefðbundna leið að Leirtjörninni sunnan við Úlfarsfell, en ekið áfram eftir Úlfarsfellsvegi þar til komið er bak við Úlfarsfellið (austan megin við það) og beygt til hægri Hafravatnsveg (skilti segir Hafravatn 2 km. Sá vegur ekinn að Hafravatni og meðfram því þar til komið er að bílastæði á vinstri hönd þar sem lagt er af stað gangandi. ATH það er stórt svæði fyrir bíla hægra megin nær vatninu líka þar sem hægt er að leggja.

Fyrir Akurnesinga og Mosfellinga er hægt að aka gegnum Mosfellsbæinn um Reykjaveg að afleggjara til hægri inn á Hafravatnsveg (skilti segir Hafravatn 4 km) og svo fljótlega beygt til vinstri inn að afleggjaranum að Hafravatni.

Hæð: Um 245 m.
Hækkun: Um 300 m.
Göngulengd: Um 5 km en fer endanlega eftir, hópi, veðri og færð.
Göngutími: Um 1,5 - 2 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, hópi, veðri og færð.
Leiðin: Gengið verður frá malarstæðinu við Hafravatn upp slóða gegnum skóginn og svo annað hvort upp á Hafrahlíðina á vinstri hönd og þaðan  yfir á Reykjaborg eða öfugt eftir smekk og veðri.
Erfiðleikastig:

1-2 af 6 eða á allra færi í sæmilegu gönguformi fyrir ljúfa kvöldgöngu á fjallsbungunum bak við borgina.

Nauðsynlegur búnaður:

Hlífðarfatnaður; vatns- og vindheldar buxur og stakkur, höfuðfat og vettlingar, hlý föt innar, gönguskór, höfuðljós, eitthvað að drekka... og fleira... sjá nánar allt um búnaðinn í göngum Toppfara undir búnaður.

Höfuðljós og keðjubroddar eru undantekningarlaust nauðsynlegur búnaður á veturna.

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

 

Næsta tindferð er laugardaginn 30. janúar:
 

Þvert yfir Ísland I
Frá Reykjanestá í Ísólfsskála við Suðurstrandaveg
33 km
í fótspor "mæðgna á fjöllum" (Iðunn og Þóra Dagný)
 sem fóru þvert yfir Ísland alls 786 km á 32 göngudögum sumarið 2020
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/08/12/hugmyndin_ad_gongu_yfir_landid_kviknadi_i_sottkvi/

Mjög löng dagleið á láglendi með lítilli hækkun sem þó leynir á sér samanlagt.
Á færi allra í ágætis formi sem geta haldið vel áfram gangandi í langan tíma og vilja njóta þess að takast á við krefjandi verkefni.
Nauðsynleg æfing fyrir þá sem ætla ofurgöngur ársins um Laugaveginn 55 km á einum degi
og Vatnaleiðina 54 km á einum degi.

Mjög spennandi langtímaverkefni sem við ætlum að taka á næstu sjö árum
með því að ganga árlega um 110 km í tveimur um 30 km löngum göngum og einni um 50 km langri ofurgöngu á ári.

Langtímaáætlunin er þessi:
7 x 3 ferðir = 21 gönguferðir / 30+30+50=110 km x 7 = 770 km en allt sveigjanlegt eftir landslagi, færð og veðri.
Endum á 20 ára afmæli fjallgönguklúbbsins á Fonti á Reykjanesi sumarið 2027.
Kannski verðum við óþolinmóð og klárum þetta fyrr, aldrei að vita ! :-) 

Hugmyndin kviknaði fyrst þegar Steingrímur J. gerði þetta árið 2005...
Við lesturinn má sjá að hann var með allt á bakinu og fór lengri dagleiðir en við ætlum að fara
svo við hljótum að geta þetta...
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1031768/


Þriðjudagsæfing á Sýlingarfell, Stóra Skógfell, Sundhnúk og loks Hagafell sem gengið er meðfram á Reykjaveginum.
Leiðin er almennt ekki svona torfær eins og á þessari mynd... við áttum bara þessa til !
http://www.fjallgongur.is/aefingar/32_aefingar_april_juni_2015.htm

Nýjustu tilkynningar: Covid-19-reglur - virðum tilmæli Almannavarna í hvívetna:
*Mæta ekki í göngu ef minnsti grunur um veikindi.
*Keyra á eigin bíl að fjallsrótum.
*Ef bílfar er nauðsynlegt þá allir með andlitsgrímur í bílnum, spritta hendur, passa að hafa enga sameiginlega snertifleti og spritta allt sem menn snerta bílnum. Helst fá jeppafar innan sinnar "búbblu" eins og menn hafa verið að gera í vetur.
*Halda rúmlega 2ja metra fjarlægð alla ferðina frá A-Ö og helst lengra en tvo metra.
*Ekki rétta fram hjálparhönd, hjálpa hvort öðru að ná í vatnsflösku eða taka myndir á annarra manna síma = engir sameiginlegir snertifletir.
*Nota andlitsgrímu þar sem ekki er hægt að tryggja 2ja metra fjarlægð. Þjálfarar eru hvor með 10 andlitsgrímur í bakpokanum og spritt ef óhapp verður og viðkomandi þarf hjálp innan 2ja metra.
*Koma sprittaður um hendurnar í göngu (spritta sig á leið út úr bílnum) og vera með lítinn sprittbrúsa í vasanum í göngunni ef á þarf að halda.
*Hafa buff fyrir andlitinu eins og hægt er, sérstaklega í pásum / samræðum og spá í útöndun frá andliti á göngu og við samræður og halda þá meira en 2ja metra fjarlægð eins og hægt er.
*Hósta og snýta sér langt frá hópnum og setja klútinn í vasann og spritta hendur á eftir ef þarf.
*Bæta við þessar reglur ef eitthvað er ábótavant.
*Vanda sig sem mest við getum og virða þörf annarra á að reglurnar séu virtar í hvívetna, sérstaklega 2ja metra reglan NB !
*Virða ákvarðanir hvers og eins með að vilja frekar ganga einir á eigin vegum eða vilja ganga í samveru innan þeirra reglna sem Almannavarnir kveða á um og viðhafa nærgætni í öllum umræðum um kófið.
*Passa sjálfan sig nr. 1 og eyða orkunni í eigin sóttvarnir, þá gengur þetta vel.
Það gera allir mistök, við eins og aðrir í samfélaginu, þ.m.t. Þríeykið, fjölmiðlamenn, ráðherrar, þingmenn, stofnanir, fyrirtæki, trúarsöfnuðir, Landspítalinn o.s.frv. eins og dæmin sanna síðustu mánuði.
*Vera góð hvert við annað og láta ekki veiruna koma upp á milli okkar.

Sjá einnig tvo vini sem fóru frá Lóni í austri í Borgarfjörð vestari:
https://www.frettabladid.is/frettir/gonguturinn-er-fimm-hundrud-kilometrar/

Þátttaka: Skráning er hafin - skráðir eru 18 manns: Aðalheiður, Agnar, Anna Sigga, Bára, Bjarni, Bjarnþóra, Fanney, Gerður Jens., Gulla, Kolbeinn, Marta, Oddný, Sandra, Sigga Lár., Silla, Starri, Stefán Bragi, Svala, Þórkatla, Örn.

Laus 15 pláss, hámark 30 manns í tindferðunum almennt.
Frá og með 13. janúar er 50 manns hámark í fjallgöngunum okkar og því er ekki hópaskipting.

Ferjun bíla: Alls 4-5 manns eða færri skipta sér niður á 2 bíla þar sem skilja þarf annan bílinn eftir á endastað við Ísólfsskála og keyra til baka að upphafsstað við Reykjanestá og sækja svo bílinn í bakaleiðinni. Best að skipuleggja þessa 4-5 manns og 2 bíla í byrjun ferðar. Þeir sem vilja almennt ekki sameinast í bíla með öðrum geta virkjað fjölskyldu sína til að ferja sig á milli staða (láta þau sækja sig við endastað og skutla með sig í Reykjanestá) og eins geta hjón eða vinir sem eru í sömu "kúlu" samið sín á milli þannig að hvor kemur á sínum bíl og þeir keyra tveir saman á milli. Við getum spáð í rútu ef mikill áhugi er á þessari ferð og menn vilja það frekar en ferjun bíla.

1+2: Batmanbíllinn + ? = Bára + Örn og
3+4:
5+6:

Veðurspár: www.vedur.is. Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá vetri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari.

Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár en taka þarf með í reikningin að um fjalllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng:
https://www.yr.no/en/forecast/daily-table/2-3416888/Iceland/Southern%20Peninsula/Grindav%C3%ADkurb%C3%A6r/Grindavik

Verð: Kr. 3.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 5.000
fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 7.000
 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt. 581007-2210
eða með símgreiðslu á kreditkorti: Örn er í síma: 588-5277 eða 899-8185 og Bára í 867-4000
eða tölvupósti: orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is

Leiðsögn: Þjálfarar.
Brottför: Kl. 7:00 frá Ásvallalaug í Hafnarfirði.
Heimkoma: Um kl. 18 - 19:00 en gæti verið síðar ef við tefjumst mikið við bílaferjun og göngu NB.
Aksturslengd: Um 30+ mín frá Ásvallalaug Hafnarfirði í Ísólfsskála og um 20+ mín frá skálanum í Reykjanestá á að giska og loks um 1 klst. frá Ísólfsskála í Reykjanestá að sækja bílana og keyra þaðan heim.

Akstursleiðarlýsing:

Ekið um Reykjanesbraut og gegnum Grindavík og þaðan um Suðurstrandaveg þar til komið er að afleggjara við fjallið Slögu og Stóra Leirda þar sem beygt er til hægri afleggjara að Ísólfsskála þar sem helmingur bíla er skilinn eftir = 30+ mín. Keyrt á hinum bílunum um Suðurstrandaveg F425 alla leið út í Reykjanestá þar sem gangan hefst = um 20+ mín. Loks er keyrt frá endastað við Ísólfsskála út í brottfararstað á Reykjanestá að sækja bílana og keyrt heim hver á sínum bíl = 1 klst.
Hæð: Um 120 m hæst á leiðinni.
Hækkun: Um 800 m alls miðað við 20 m upphafshæð og 20 m endahæð.
Göngulengd: Um 33 km en fer eftir endanlegu leiðarvali og er alltaf breytilegt eftir veðri, færð og gönguhópi.
Göngutími: Um 8-10 klst. en fer eftir endanlegu leiðarvali og er alltaf breytilegt eftir veðri, færð og gönguhópi.
Leiðin: Gengið um Reykjaveginn, gönguleggi 1 og 2, um Eldvörpin, Prestastíg og svo meðfram fjallinu Þorbirni og áfram í sandinum og hrauninu ofan við Suðurstrandaveg framhjá Festarfjalli og fleiri fellum við suðurströnd landsins þar til komið er í Ísólfsskála. Gengið um stikaða leið að mestu sem er misgreinanleg um hraun, gras, sand, grjót og slóða en gæti verið í vetrarfæri þar sem ekki sést í slóða né stikur. 
Erfiðleikastig:

Um 3 af 6 eða fær öllum í góðu gönguformi fyrir mjög langa vegalengd en á láglendi með lítilli hækkun sem þó leynir á sér samanlagt.

Búnaður:

Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og nóg að drekka og orkuríkt að borða fyrir langan dag. Keðjubroddar og höfuðljós undantekningarlaust nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann.

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.


Leiðin að hluta í baksýn ofan af fjallinu Súlur á Reykjanesi þar sem sést í Eldvörpin vinstra megin efst á mynd.
Tekin í göngu á Súlur   og svo á Þorbjörn með akstri á milli  eftir að hafa verið vísað af námasvæðinu
svo við komumst ekki á Þórðarfellið en Stapafellið var undirlagt af námuvinnslu og ógönguhæft.
http://www.fjallgongur.is/aefingar/36_aefingar_april_juni_2016.htm

 

Dagskráin í janúar:


Súlufell Þingvöllum 26. janúar 2020

SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAUG
          1


Nýársdagur

 

2

Hádegishyrna og Mórauðihnúkur
Skarðsheiðardraumur
1 af 11
Frestað til 9/1 v/veðurs

 

3 4 5

Rauðuhnúkar
Bláfjöllum
Nýársganga

 

6

 

7

Hádegistími:
Úlfarsfell er #Fjallatíminnminn
í janúar !

8 9

Hádegishyrna og Mórauðihnúkur
Skarðsheiðardraumur
1 af 11

10 11 12



Valahnúkar
frá Kaldárseli

13 14

 

15 16

Meradalahnúkar Hraunsels-Vatnsfell
Kistufell
Litli Hrútur
Litli Keilir
Þráinsskjöldur
Fagradals-Hagafell
Fagradals-Vatnsfell
Reykjanesi
Aflýst v/veðurs

17


 

18 19

Arnarhamar
Smáþúfur
Blikdal
 

20 21 22

 

 

23

Þvert yfir Ísland 1
frá Reykjanestá um Þorbjörn í Ísólfsskála
~33 km
Frestað til 30/1
v/veðurs

 

24


 

 

25


 

 

26

Þverfell
Reykjaborg
Hafrahlíð
Frá Hafravatni

 

27 28 29 30

Þvert yfir Ísland 1
frá Reykjanestá um Þorbjörn í Ísólfsskála

~33 km

31

 

 

           

 

 

Skarðsheiðarganga númer 2 af 11 á árinu
er laugardaginn 6. febrúar:
 

Skarðshyrna og Heiðarhorn
Skarðsheiðardraumurinn
Tindar 3 og 4 af 22 um alla Skarðsheiðina
þvert og endilangt, hátt og lágt á öllum hliðum á árinu 2021

Sjá viðburð hér:
https://fb.me/e/6rZawcStc


 Mynd: Skarðshyrna vinstra megin og Heiðarhorn í skýjunum og smá snjó hægra megin í október 2007.
Heimamenn vilja meina að Skarðshyrna sé hið eiginlega Skessuhorn enda eru Skessubrunnar þar fyrir neðan
.

Nýjustu tilkynningar: *Skyldubúnaður allra er jöklabroddar og ísexi NB! Farið verður yfir notkun þessa búnaðar í göngunni. Færni í að ganga á jöklabroddum og ísexi kemur fyrst og fremst með notkun:
Sjá leiðbeiningar af námskeiðum Toppfara hér sem er gott að lesa fyrir ferðina: http://www.fjallgongur.is/namskeid_oll_fra_upphafi/
vetrarfjallamennska_broddar_exi_sprungubjorgun_210312.htm

Covid-19-reglur - virðum tilmæli Almannavarna í hvívetna:
*Mæta ekki í göngu ef minnsti grunur um veikindi.
*Keyra á eigin bíl að fjallsrótum.
*Ef bílfar er nauðsynlegt þá allir með andlitsgrímur í bílnum, spritta hendur, passa að hafa enga sameiginlega snertifleti og spritta allt sem menn snerta bílnum. Helst fá jeppafar innan sinnar "búbblu" eins og menn hafa verið að gera í vetur.
*Halda rúmlega 2ja metra fjarlægð alla ferðina frá A-Ö og helst lengra en tvo metra.
*Ekki rétta fram hjálparhönd, hjálpa hvort öðru að ná í vatnsflösku eða taka myndir á annarra manna síma = engir sameiginlegir snertifletir.
*Nota andlitsgrímu þar sem ekki er hægt að tryggja 2ja metra fjarlægð. Þjálfarar eru hvor með 10 andlitsgrímur í bakpokanum og spritt ef óhapp verður og viðkomandi þarf hjálp innan 2ja metra.
*Koma sprittaður um hendurnar í göngu (spritta sig á leið út úr bílnum) og vera með lítinn sprittbrúsa í vasanum í göngunni ef á þarf að halda.
*Hafa buff fyrir andlitinu eins og hægt er, sérstaklega í pásum / samræðum og spá í útöndun frá andliti á göngu og við samræður og halda þá meira en 2ja metra fjarlægð eins og hægt er.
*Hósta og snýta sér langt frá hópnum og setja klútinn í vasann og spritta hendur á eftir ef þarf.
*Bæta við þessar reglur ef eitthvað er ábótavant.
*Vanda sig sem mest við getum og virða þörf annarra á að reglurnar séu virtar í hvívetna, sérstaklega 2ja metra reglan NB !
*Virða ákvarðanir hvers og eins með að vilja frekar ganga einir á eigin vegum eða vilja ganga í samveru innan þeirra reglna sem Almannavarnir kveða á um og viðhafa nærgætni í öllum umræðum um kófið.
*Passa sjálfan sig nr. 1 og eyða orkunni í eigin sóttvarnir, þá gengur þetta vel.
Það gera allir mistök, við eins og aðrir í samfélaginu, þ.m.t. Þríeykið, fjölmiðlamenn, ráðherrar, þingmenn, stofnanir, fyrirtæki, trúarsöfnuðir, Landspítalinn o.s.frv. eins og dæmin sanna síðustu mánuði.
*Vera góð hvert við annað og láta ekki veiruna koma upp á milli okkar.

Þátttaka: Skráning er hafin - skráðir eru manns: Bára, Björgólfur, Örn.

Hámark 30 manns í tindferðunum almennt.
Frá og með 13. janúar er 50 manns hámark í fjallgöngunum okkar og því er ekki hópaskipting.

Veðurspár: www.vedur.is. Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá vetri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari.

Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár en taka þarf með í reikningin að um fjalllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: https://www.yr.no/en/forecast/daily-table/2-3416499/Iceland/West/Hvalfjar%C3%B0arsveit/Hei%C3%B0arhorn

Verð: Kr. 3.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 5.000
fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 7.000
 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt. 581007-2210
eða með símgreiðslu á kreditkorti: Örn er í síma: 588-5277 eða 899-8185 og Bára í 867-4000
eða tölvupósti: orn-bokari(hjá)simnet.is.is eða baraket(hjá)simnet.is

Leiðsögn: Þjálfarar.
Brottför: Kl. 8:00 frá Össur Grjóthálsi 5.
Heimkoma: Um kl. 15 - 16:00 en fer eftir endanlegu leiðarvali og er alltaf breytilegt eftir veðri, færð og gönguhópi.
Aksturslengd: Um 45 mín frá Össur.

Akstursleiðarlýsing:

Um Vesturlandsveg, Hvalfjarðargöng, til hægri þjóðveg 504 um Svínadalsveg og svo annar afleggjari til vinstri að bænum Efra-Skarði þar sem bílar eru skildir eftir vestan við ánna með leyfi landeigenda (þjálfarar hringja í þá).
Hæð: Um 1.053 m á Heiðarhorni sem er hæsti tindur Skarðsheiðarinnar.
Hækkun: Um 1.100 m með öllu úr 91 m hæð.
Göngulengd: Um 12 km en fer eftir endanlegu leiðarvali og er alltaf breytilegt eftir veðri, færð og gönguhópi.
Göngutími: Um 5 - 5,5 klst. en fer eftir endanlegu leiðarvali og er alltaf breytilegt eftir veðri, færð og gönguhópi.
Leiðin: Gengið upp vestan við Skarðá með Skarðshyrnu inn Skarðsdal (ekki yfir ánna) og upp á Skarðshyrnu og þaðan með hryggnum upp á Heiðarhorn. Farið til baka sömu leið en ef færi leyfir þá helst niður Skarðshyrnuna og um Skessubrunna og þaðan niður. Gengið upp brattar grjótskriður og klöngrast í klettum upp á Heiðarhorn og farið niður mosagrónar brattar grjótbrekkur ofan af Skarðshyrnu um dalinn undir hrikalegum klettaveggjunum innan um gullfallegar tjarnir Skessukatla. Gerum ráð fyrir vetrarfæri, snjó og harðfenni og því koma jöklabroddarnir sér vel, en gott að hafa keðjubroddana með fyrir hálkukafla í neðri hluta leiðarinnar.
Erfiðleikastig:

Um 2- 3 af 6 eða fær öllum í ágætis gönguformi fyrir fremur bratta fjallsgöngu í vetrarfæri en hvorki langa í tíma né vegalengd.

Búnaður:

Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og nóg að drekka og orkuríkt að borða fyrir langan dag. Keðjubroddar og höfuðljós undantekningarlaust nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann. Skyldubúnaður allra í þessari ferð eru jöklabroddar og ísexi - sjá nánar ofar.

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

 

 

 

Fyrri ofurganga ársins 2021 verður hvítasunnuhelgina 21. - 24. maí
með helgina á eftir 28.-30. maí til vara eftir veðri:

Vatnaleiðin á einum degi
Krefjandi gönguleið fyrir sterkari hluta klúbbsins
Alls 53 km á 20 klst. miðað við 3 - 5 km/klst með hléum
Brottför kl. 16:00 frá Hrafnkellsstaðahlíð á föstudag - lending við Hreðavatn kl. 12:00 á laugardag

Lágmark 15 manns - hámark 20 manns
Skráðir eru 8 manns - laus 12 pláss.

Sjá viðburð hér:
https://fb.me/e/gxStKu1pV


Hluti af Vatnaleiðinni frá Hítarvatni upp með Smjörhnúkum þar sem við fórum upp á þá og á Tröllakirkju í Hítardal þann 3. júní 2017
en ofan af tindunum blasir stór hluti af Vatnaleiðinni við og í byrjun júní árið 2017 var leiðin blómleg og sumarleg að sjá þó skaflar væru í fjallshlíðum.

Nýjustu tilkynningar: Eingöngu fyrir þá sem eru í mjög góðu líkamlegu formi fyrir mjög krefjandi göngu í nánast sólarhring þar sem svefni er sleppt eina nótt.  Nauðsynlegt að vera mjög vel æfður líkamlega og mjög vel stemmdur andlega þar sem reyna mun á jákvæðni, samstöðu og hæfni til að gefa frá sér góðan anda til hópsins í heild þegar á móti blæs og þreytan segir til sín. Hver og einn þarf því að æfa krefjandi göngur fram að ferð, sjá nánar neðar.

Tímarammi þessarar ferðar er frá fös 21. maí til mán 24. maí og svo fös 28. maí til sun 30. maí. og koma báðar helgar til greina. Þeir sem eru skráðir í þessa ferð verða að vera tilbúnir til að fara þegar veður leyfir hvora helgina sem er og því er ferð ekki endurgreidd ef valinn er sólarhringur sem viðkomandi kemst ekki nema hann fái annan til að fara í plássið sitt. Tökum því öll frá báðar þessar helgar NB.

Tímasetningar á ferðinni: Eftir miklar vangaveltur er það okkar lending að farsælast sé að sofa heima fyrir göngu þar sem annars þarf að ferðast upp eftir með búnað til næturgistingar, kaupa gistingu og skilja farangur eftir þar. Einnig er það ókostur að lenda við Hreðavatn seint að kveldi til, jafnvel nóttu ef við leggjum af stað að morgni frá Hrafnkelsstöðum svo brottför síðdegis er skásti kosturinn.

Ókosturinn við upphafstíma seinnipartinn er sá að við erum að næturlagi á miðri göngu en af tvennu teljum við betra að byrja að nóttu til, heldur en að enda að nóttu til. Lending er svo um hádegið við Hreðavatn sem við teljum besta tímann og gott að hafa svigrúm fram eftir kveldi ef eitthvað kemur upp á. Miðnæturganga á þessari gönguleið í friðsælu veðri er NB mögnuð með sólina að setjast og rísa og næturfriðinn alltumlykjandi og við ein í heiminum með töfrum óbyggðanna allt um kring.

Þátttaka: Staðfestir eru  manns: Bára, Bjarnþóra, Gunnar, Hafrún, Inga Guðrún, Kolbeinn, Steinar Ríkharðs., Örn.
Veðurspár: www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari.

Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár en taka þarf með í reikninginn að um fjalllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng:
Hallkellsstaðahlíð:
https://www.yr.no/en/forecast/daily-table/2-3416623/Iceland/West/Borgarbygg%C3%B0/Hallkelssta%C3%B0ahl%C3%AD%C3%B0
Hítarvatn: https://www.yr.no/en/forecast/daily-table/2-3416349/Iceland/West/Borgarbygg%C3%B0/H%C3%ADtarvatn
Hreðavatn: https://www.yr.no/en/forecast/daily-table/2-3415982/Iceland/West/Borgarbygg%C3%B0/Hre%C3%B0avatn
Verð: Kr. 22.000 fyrir klúbbmeðlimi.
Kr. 27.000
fyrir gesti
sem eru í mjög góðu formi og mjög vel undirbúnir.

Innifalið er fararstjórn og rúta með bílstjóra í tvo daga, akstur frá Reykjavík til Hrafnkelsstaða og svo frá Hreðavatni til Reykjavíkur eftir göngu með hugsanlegum möguleika á að fá rútuna inn að Langavatni ef einhver þarf að hætta í miðri göngu.
Ath. ekki sjálfgefið að rútan komist samt ef bílfæri er erfitt og því þurfa allir að gera ráð fyrir að fá enga rútu á miðri leið.

Greitt beint inn á reikning Gallerí heilsu:
0114-26-58100. Kt: 581007-2210
eða með símgreiðslu á kreditkorti: Örn í síma: 588-5277 eða 899-8185 og Bára í 867-4000.
og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.

Annar kostnaður ferðar:
Hver og einn kemur með drykk og mat til að fá sér eftir gönguna þar sem við skulum skála fyrir afrekinu og viðra ferðina í tvo tíma eða svo áður er keyrt er í bæinn.

Skráning og skilmálar: Skráning eingöngu gild með greiðslu sem er óendurkræf við afboðun eftir 1. apríl nema annar komi í staðinn. Við afboðun fyrir 1. apríl er 75% ferðar endurgreitt eða kr. 16.000 (21.000).
Leiðsögn: Þjálfarar. Gengið verður út frá neðangreindum ferðahraða og nauðsynlegt að allir þátttakendur fylgi þeim hraða en eru ella á eigin vegum.
Brottför
Heimkoma
Aksturslengd
 
-Brottför frá Össur Grjóthálsi 5 Reykjavík með rútu kl. 14:00.
-Lending við Hrafnkellsstaðahlíð um kl. 15:30 eftir um 1,5 klst. akstur - græjum okkur og nærumst.
-Brottför um kl. 16:00 frá Hrafnkelsstöðum fyrsta legginn inn að Hítarvatni.
-Lending við Hreðavatn um kl. 12:00 á laug eftir 53 km göngu.
-Skálum og borðum saman á veitingastaðnum:
-Brottför með rútu um kl. 14:00 - lending kl. 16:00 í Reykjavík.

Akstursleiðarlýsing:

Ekið Vesturlandsveg og inn á Snæfellsnes um veg 55 upp eftir og svo um þjóðveg 1 til baka gegnum Borgarnes.
Hækkun/lækkun: Lagt af stað í 110 m hæð við Hrafnkelsstaðahlíð og farið upp í 590 m hæð hæst í Gvendarskarði yfir Langavatnsmúla úr Þórarinsdal. Athugið að gott er að líta svo á að þessar samansöfnuðu lækkanir/hækkanir brjóti upp gönguna og séu góð tilbreyting fyrir líkamann á langri vegalengd sem yrði of einhæf ef öll á sléttlendi.
Göngulengd: Um 55 km.
Göngutími: Um +/- 20 klst. = 3 km/klst. + 3 x 40 mín matarpásur, en fer endanlega eftir veðri, færð og gönguhópi.
Leiðin: Á misgreinanlegum slóða alla leið í fjölbreyttu landslagi þar sem stikla þarf læki og ár. Gengið upp í skörð, meðfram vötnum, á malarvegum, í mosa, grjóti og grasi.

Áætluð skipting leiðar - sálrænt best að taka leiðina í áföngum:

1. Hallkelsstaðir - Hítarvatn:  12 km:
Um 4 klst. ganga. Lending um kl. 20:00. Matarhlé 40 mín. Lagt af stað um kl. 20:30.

2. Hítarvatn - Langavatn: 16 km:
Um 6 klst. ganga. Lending um kl. 02:30. Matarhlé í 40 mín. Lagt af stað kl. 03:00

3. Langavatn - Vikravatn: 12 km:
Um 4 klst. ganga. Lending um kl. 07:00. Matarhlé í 40 mín. Lagt af stað kl. 07:30

3. Vikravatn - Hreðavatn:  13 km:
Um 4 klst. ganga. Lending um kl. 12:00.

Við höfum þá 2 klst. til að borða, skála og viðra ferðina áður en rútan fer kl. 14:00.
Hver og einn kemur með mat og drykki sem geymt er í rútunni fyrir lokahófið sem verður í grasbala við rútuna nema við finnum betri stað til þess að hvílast, skála og viðra ferðina í tvo tíma áður en keyrt verður í bæinn.

Styttri hvíldir teknar á milli leggja eftir landslagi, veðri og stemningu.

Nýta skal skipulagðar pásur þjálfara og ekki hægt að bíða eftir hverjum og einum sem þarf að stoppa þess á milli heldur verða menn að ná hópnum ef þeir stoppa aukalega á miðri göngu. Tímastjórnun þessarar göngu er mjög mikilvæg til að þetta takist og nauðsynlegt að allir gangi í takt. Þjálfarar halda hópinn allan tímann og miða við ákveðið tímaplan/gönguhraða - þeir sem fara á undan eða dragast aftur úr eru á eigin vegum þar með eða ná hópnum í skálum og hafa þá styttri tíma í hvíld þar ef þeir vilja fylgja hópnum.

Athugið að við erum ekki í tímakapphlaupi (göngum, skokkum ekki NB) en viljum halda ákveðinni tímaáætlun að Þröngá sem er varasamasti kaflinn á leiðinni og því höldum við hópinn allan tímann enda eru allir orðnir þreyttir í lokin og öruggara að vera öll saman NB.

Sjá skemmtilega lýsingu frá Ferðafélagi Íslands árið 1999:
 https://www.mbl.is/greinasafn/grein/481606/

Erfiðleikastig:

Mjög krefjandi eða erfiðleikastig 6 af 6 og því eingöngu fær mjög sterkum göngumönnum sem eru vanir langvarandi álagi á göngu klukkustundum og kílómetrunum saman við allar aðstæður veðurs og færðar. Þátttakendur þurfa að þekkja sjálfan sig og búnað sinn vel undir álagi og vera við öllu búnir hvað veður, færð og búnað.

Athugið að þessi leið er almennt gengin á 3 dögum og við vitum um einn sem hefur gengið hana í einum rykk, sumarið 2020, Gunnlaugur.

Allir mjög vanir göngumenn í góðu þolformi sem búa að þrautsegju og andlegri seiglu eiga að hafa gott vald á þessari göngu, en um leið er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að margt getur komið upp á og allir geta lent í vandræðum á svona langri vegalengd óháð formi og reynslu. Andlegur undirbúningur er ekki síðri fyrir svona átök en líkamleg, að hafa trú á sjálfum sér og andlegt þrek til að takast á við þær hindranir sem upp á koma á leiðinni. Góður undirbúningur tryggir góðan reynslubanka sem gaman er að taka út af við áskorun eins og þessa!

Spörum orku með því að hugsa jákvætt, ganga áreynslulaust, vera með lágmarksfarangur, með orkuríkt nesti, nýta pásurnar vel með því að hvílast, borða og jafnvel dotta... að ekki sé talað um að æfa vel fyrir átökin mánuðina á undan að sjálfsögðu, annars náum við ekki að gera þetta.

Undirbúningur:

Formlegt æfingatímabil hefst í janúar 2021.

Þáttökuskilyrði allra eru eftirfarandi: Að fara í 3 x 17-20 km dagsgöngur og 1 x 30 km dagsgöngu að lágmarki. Tindferðirnar í vetur og vor beinast að hluta til að þessum undirbúningi og t.d. eru tvær rúmlega 30 km göngur í Íslandsferðinni miklu (Ísland þverað I og II í janúar og mars). Æskilegast er að fara x1 í viku rösklega fjallgöngu t.d. á #vinafjalliðmitt þar sem gengið er rösklega alla leið upp og niður og lítið sem ekkert stoppað til að æfa röskan gönguhraða (ekki fara á spjallhraða heldur ná vel upp púls og öndun).

Almennt: Fyrir krefjandi átök eins og þessi er mikilvægt að þjálfa sig vel mánuðina á undan, mæta í þriðjudagsgöngurnar og tindferðirnar og fara aukagöngur eins og hægt er. Nauðsynlegt er að æfa þol oftar en í fjallgöngum Toppfara og koma regluleg hlaup, hjólreiðar, spinning, göngur, skíði, sund eða hvers konar þolþjálfun sér vel.

Gangan á ekki að snúast um það hvort við séum í nægilega góðu formi til að ganga Vatnaleiðina á einum degi, heldur hversu gaman það verður að upplifa það - sem er allt önnur nálgun á verkefninu - og tryggir stórkostlega upplifun og uppskeru.

Vikuna á undan er mikilvægt að hvílast og nærast vel. Borða staðgóðar kjöt- og fiskmáltíðir, grænmeti og ávexti og drekka vel.

Dagana tvo fyrir átökin hefur oft verið talað um orkuhleðslu með flóknum kolvetnum eins og pasta o.fl., en að mati þjálfara þá teljum við mikilvægast að borða kjöt- eða fiskmáltíðir þar sem þær virðast gefa meiri langvarandi orku fyrir svona langa áreynslu. Hver og einn þarf að meta þetta sjálfur og lesa sér til á veraldarvefnum. Sjá einnig ráðleggingar Glerárdalshringsmanna: www.24x24.is og maraþonmanna: www.marathon.is. Mikilvægt er að drekka vel af vökva dagana fyrir átökin og allan tímann á göngunni. Mjög mikilvægt er að ná góðum svefni næturnar á undan til að hafa efni á að sleppa heilli nóttu úr.

Andlegur undirbúningur er ekki síður mikilvægur, að safna sjálfstrausti með góðri ástundun vikurnar og mánuðina á undan og hafa trú á sjálfum sér og verkefninu - þetta getur einfaldlega ráðið úrslitum!

Búnaður sálar
og líkama:

Reynslan kemur sér vel í vali á búnaði fyrir þessa ferð - munið upptalninguna undir búnaður á vefnum.

Farið í allar tindferðir með Vatnaleiðina í huga, til að velja hvað hentar best.
Verið undir öll veður búin (hitastig, vind og úrkomu), samnýtið búnað eins og hægt er, hugið að þyngd og meðfærileika, ull og dry-fit er best.

Hver og einn þarf að vera með allan fatnað til göngu í bæði góðu sem erfiðu veðri (samnýta eins og hægt er), vera með næringarríkt nesti fyrir langa göngu, orkubita/orkugel eingöngu sem aukaorkugjafa, nóg af hælsærisplástri, verkjalyfjum, venjulegum plástrum, íþróttateip til að vefja utan um særindi í húð, jafnvel teygjubindi (hnéhlífar etc) ef viðkvæmur í ökkla eða hnjám NB og hverju öðru sem hann telur sig þurfa ef á móti blæs á göngunni. Vera með hlaðinn gsm-síma, sólgleraugu og sólarvörn.
Þjálfarar verða með lágmarkssjúkrabúnað eins og alltaf sem nýtist eingöngu fyrir neyðartilfelli, þjálfarar verða ekki með verkjalyf, orkugel eða annað slíkt fyrir hópinn í heild, hver og einn þarf að hafa birgðir af því sjálfur.

Skór verða að vera vel gengnir til, þægilegir og helst frekar léttir! Legghlífar koma sér vel í snjónum en geta annars verið kæfandi. Vaðskó (+þurrkklút) þarf allavega fyrir minni ár og læki og alvöru ár eins og Bláfjallakvísl og Þröngá (nema menn vilji fara á táslunum). Göngustafir dreifa álaginu ef menn eru vanir þeim. Verið undir það búin að blotna í fætur. Hafið varasokka til skiptanna (passa þyngd bakpoka). Viðrið fætur í lengri pásum. Sumir eru í tvöföldum plastpokum í skónum til að hlífa sokkum við bleytu - best að vera búin að prófa það fyrirkomulag áður NB, umdeilt hvort sé gott (svitnun, lítil öndun) en margir hafa góða reynslu af því (haldast þurrir, renna til og eru frjálsari í skónum).

Vera eingöngu í göngufatnaði sem maður er vanur; göngubuxum eða dry-fit hlaupabuxum, ullarbol að ofan eða öðrum léttum bol sem er nægilega hlýr undir hlífðarjakka ef það versnar óvænt veðrið. Gott að vera með eina létta en hlýja ullarpeysu í bakpokanum til öryggis þeir sem vilja (passa þyngd bakpoka). Lífsnauðsynlegt að vera með þessa fernu: vatns- og vindheldar hlífðarbuxur og -jakka, hlýja vettlinga og hlýtt höfuðfat. Bókstaflega hættulegt ef þetta fernt er ekki með NB.

Nesti skal vera kraftmikið; T.d. gróft brauð, kjötálegg, kjöt, pastasallat, pylsur, feitur matur, sviðasulta, lifrarpylsa, egg, bananar, harðfiskur, þurrkaðir ávextir, grænmeti, ávextir og svo gæti verið gott að vera með bollasúpur eða álíka til að hita í Álftavatni eða Emstrum en þá fer orka í það samt. Hægt er að ná sér í vatn alla leiðina en þó skal birgja sig upp yfir sandana að Emstrum og vera alltaf með eitthvað að drekka fyrir hvern legg. Til samanburðar við Glerárdalshringinn er þetta luxús - leið þar sem vatn er alls staðar á leiðinni og hægt að komast reglulega í skála til að hita sér mat og hvílast aðeins!

Þetta er löng leið svo líkaminn þarf prótein og fitu en ekki bara kolvetni. Það er enginn að fara þessa leið á orkubitum og orkudrykkjum! Líkaminn þarf fyrst og fremst MAT í langvarandi erfiðum átökum. Orkubita, orkugel og orkudrykkir eiga eingöngu að vera til viðbótar við kjarngott nesti sem gott er að grípa í á miðjum legg milli nestisstöðva þegar þreytan sækir að. Athugið að ef menn eru orðnir mjög orkulausir og þreyttir getur það gert illt verra að skella í sig orkubita  eða álíka - veldur oft bara ógleði og meiri óþægindum.  Við yfirþyrmandi orkuleysi er ráðlegast að hvílast, drekka vel, borða kjarngott nesti (mat!) - þó menn séu allt annað en svangir! - og fá sér svo orkubita í kjölfarið áður en lagt er aftur af stað eða stuttu síðar.

Orkuleysi við krefjandi átök má gjarnan rekja til vatnsskorts, sykurskorts, steinefnaskorts eða einfaldlega þreytu. Hollast er að hvílast reglulega, spara orku á göngu eins og hægt er með því að vera slakur á líkama og sál, halda vökvabúskapnum góðum með því að drekka vel (regluleg þvaglát og ljósgult þvag bera vitni um góðan vökvabúskap), halda blóðsykrinum og næringarstöðu eðlilegu með reglulegri, kjarngóðri fæðu, ekki skjótfenginni orku úr geli eða álíka sem dugar einfaldlega of skammt fyrir svona löng átök.

Þá hafa menn gjarnan mælt með vítamínum og steinefnum dagana/vikurnar fyrir krefjandi átök, sérstaklega kalki og magnesíum (til að hindra vöðvakrampa m. a.) en inntaka á steinefnum er vandmeðfarin og getur verið varasöm - svo farið vel eftir leiðbeiningum með það og prófið allt slíkt á undirbúningstímabilinu en ekki eingöngu í göngunni sjálfri !

Að lokum er jákvætt hugarfar, sjálfstraust, þrautsegja og elja gagnvart mótlæti og einbeittur vilji nauðsynlegur búnaður fyrir svona göngudag. Úrtölur, neikvæðni, sjálfsefi og uppgjafartónn munu einfaldlega koma í veg fyrir að mönnum takist að klára verkefnið.

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.


Hítarvatn hægra megin þar sem komið er niður skarðið milli fjalla og dökka hnúksins (Klif) og farið svo upp Þórarinsdal vinstra megin á mynd.

 

Seinni ofurganga ársins 2021 verður helgina 17. - 20. júní
með mán 21. júní og alla þá viku fram á sunnudaginn 27. júní til vara eftir veðurspá:

Laugavegurinn á einum degi

Krefjandi fjallaþolraun fyrir sterkari hluta klúbbsins
Alls 55 km á 20 klst miðað við 3 - 5 km/klst með hléum
Brottför kl. 16 frá Landmannalaugum á föstudag - lending kl. 12:00 á laugardag

Lágmark 15 manns - hámark 20 manns
Skráðir eru 4 manns - laus 16 pláss.

Sjá viðburð hér:
https://fb.me/e/hC7eD6WjE


Laugavegsfararnir árið 2020... sem gengu alls 55,3 km á 19:04 klst. nóttina 26. - 27. júní... og nutu hvers skrefs...

Nýjustu tilkynningar: Eingöngu fyrir þá sem eru í mjög góðu líkamlegu formi fyrir mjög krefjandi göngu í nánast sólarhring þar sem svefni er sleppt eina nótt.  Nauðsynlegt að vera mjög vel æfður líkamlega og mjög vel stemmdur andlega þar sem reyna mun á jákvæðni, samstöðu og hæfni til að gefa frá sér góðan anda til hópsins í heild þegar á móti blæs og þreytan segir til sín. Hver og einn þarf því að æfa krefjandi göngur fram að ferð, sjá nánar neðar.

Tímarammi þessarar ferðar er frá fim 17. júní til sun 27. júní og koma allir dagar á þessu tímabili til greina. Þeir sem skrá sig í þessa ferð verða að vera tilbúnir til að fara þegar veður leyfir innan þessa tímaramma eða vera ella undir það búnir að fá ferðina ekki endurgreidd ef valinn er sólarhringur sem viðkomandi kemst ekki, nema hann fái annan til að fara í plássið sitt. Tökum því öll frá þessa daga 17. - 27. júní NB.

Tímasetningar á ferðinni:
Eftir miklar vangaveltur er það okkar lending að farsælast sé að sofa ekki í Landmannalaugum fyrir göngu þar sem annars þarf að ferðast upp eftir með búnað til næturgistingar, kaupa gistingu og skilja farangur eftir þar. Einnig er það ókostur að lenda í Þórsmörk seint að kveldi til, jafnvel nóttu ef við leggjum af stað að morgni frá Laugum svo brottför á föstudagskveldi / laugardagskveldi er besti kosturinn þegar á allt er litið :-)

Ókosturinn við upphafstíma seinnipartinn er sá að við erum fljótlega að næturlagi á göngu en af tvennu teljum við betra að byrja að nóttu til, heldur en að enda að nóttu til. Þetta þýðir að skálarnir í Álftavatni og Emstrum standa okkur ekki til boða þar sem við erum þar yfir nóttina og því þurfum við að borða úti á palli og passa að trufla ekki næturfrið. Lending er svo um hádegið í Þórsmörk sem við teljum besta tímann og gott að hafa svigrúm fram eftir kveldi ef eitthvað kemur upp á. Miðnæturganga á þessari gönguleið í friðsælu veðri er NB mögnuð með sólina að setjast og rísa og næturfriðinn alltumlykjandi og við ein í heiminum með töfrum hálendisins allt um kring.

Þátttaka: Staðfestir eru 4 manns: Bára, Tinna Bjarndís, Ruth?, Örn - laus 16 láss.
Veðurspár: www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari.

Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár en taka þarf með í reikninginn að um fjalllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng:
http://www.yr.no/place/Iceland/Su%C3%B0urland/Landmannalaugar~2628806/ - Landmannalaugar.
http://www.yr.no/place/Iceland/Su%C3%B0urland/Hrafntinnusker/ - Hrafntinnusker
http://www.yr.no/place/Iceland/Su%C3%B0urland/%C3%81lftavatn~2633243/  - Álftavatn.
http://www.yr.no/place/Iceland/Su%C3%B0urland/Hvanngil~2629743/ - Hvanngil.
http://www.yr.no/place/Iceland/Su%C3%B0urland/Emstrur/ - Emstrur.
http://www.yr.no/place/Iceland/Su%C3%B0urland/%C3%9E%C3%B3rsm%C3%B6rk/ Þórsmörk.
Verð: Kr. 27.000 fyrir klúbbmeðlimi.
Kr. 32.000
fyrir gesti
sem eru í mjög góðu formi og mjög vel undirbúnir.

Innifalið er fararstjórn og rúta með bílstjóra í tvo daga, akstur frá Reykjavík í Landmannalaugar og svo frá Þórsmörk til Reykjavíkur eftir göngu með möguleika á að fá rútuna inn að Emstrur í neyð ef einhver þarf að hætta í miðri göngu. Ath. ekki sjálfgefið að rútan komist samt ef bílfæri er erfitt og því þurfa allir að gera ráð fyrir að fá enga rútu á miðri leið en bílstjóri stefnir á að gista helst í Emstrum ef mögulegt er og þá verður hægt að skilja eftir farangur í Emstrum áður en lagt er í síðasta legginn til Þórsmerkur.

Greitt beint inn á reikning Toppfara:
0114-26-58100. Kt: 581007-2210
eða með símgreiðslu á kreditkorti: Örn í síma: 588-5277 eða 899-8185 og Bára í 867-4000.
og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.

Annar kostnaður ferðar:
Kaupum okkur drykk og ef vill mat á veitingastaðnum í Húsadal eftir göngu. Árið 2020 fóru flest okkar ekki í sturtu heldur nutu þess að fá sér drykk og mat og viðra ferðina í tvo tíma áður en keyrt var heim.

Skráning og skilmálar: Skráning eingöngu gild með greiðslu sem er óendurkræf við afboðun eftir 1. maí nema annar komi í staðinn. Við afboðun fyrir 1. maí er 75% ferðar endurgreitt eða kr. 20.000 (25.000). 
Leiðsögn: Þjálfarar. Gengið verður út frá neðangreindum ferðahraða og nauðsynlegt að allir þátttakendur fylgi þeim hraða en eru ella á eigin vegum.
Brottför
Heimkoma
Aksturslengd
 
-Brottför frá Össur Grjóthálsi 5 Reykjavík með rútu kl. 12:00 í Landmannalaugar - eða með rútu.
-Lending í Landmannalaugum um kl. 16:00 eftir um 4+ klst. akstur - græjum okkur og nærumst.
-Brottför um kl. 16:30 frá Landmannalaugum fyrsta legginn upp í Hrafntinnusker.
-Lending í Þórsmörk um kl. 12:00 á laug eftir 55 km göngu.
-Skálum og borðum saman á veitingastaðnum: https://www.volcanohuts.com/lava-grill-restaurant-in-thorsmork/
-Brottför með rútu um kl. 14 - 15:00 - lenging kl. 17 - 18:00 í Reykjavík.

Akstursleiðarlýsing:

Ekið um Hrauneyjar í Landmannalaugar - og heim frá Húsadal um Þórsmerkurleið.
Hækkun/lækkun: Lagt af stað í 600 m hæð í Landmannalaugum, farið upp í 1.068 m hæð í Hrafntinnuskeri og lækkun eftir það niður í 209 m í Húsadal - en samansafnaðar litlar hækkanir og lækkanir á leiðinni upp á alls 2.080 m og lækkun um 2.200 skv. okkar ferð 2020 sem er í samræmi við upplýsingar á skipuleggjenda Laugavegshlaupsins á www.marathon.is. Athugið að gott er að líta svo á að þessar samansöfnuðu lækkanir/hækkanir brjóti upp gönguna og séu góð tilbreyting fyrir líkamann á langri vegalengd sem yrði of einhæf ef öll á sléttlendi.
Göngulengd: Um 55 km.
Göngutími: Um +/- 20 klst. = 3 km/klst. + 3 x 40 mín matarpásur, en fer endanlega eftir veðri, færð og gönguhópi.
Leiðin: Á fjölförnum slóða alla leið en gera þarf ráð fyrir löngum snjóbreiðum á svæðinu við Hrafntinnusker (reynir á bleytu á fótum), jarðhitasvæði með leirdrullu við Háskerðing (hált og drullugt), brattri, langri brekku niður að Álftavatni (reynir á hnén), að stikla á steinum eða vaða yfir Grashagakvísl og Bratthálskvísl (bleyta), vaða Álftavatnskvísl og Bláfjallakvísl (kuldi og bleyta), göngu á löngum mjúkum svörtum sandi að Emstrum (einhæft og þungt yfirferðar en þó á jafnsléttu), keðju til stuðnings að gljúfri Syðri-Emstruárinnar (fara varlega en er ekki tæpt fyrir vana göngumenn), smá fjallgöngu á Kápu (100+ m hækkun sem getur tekið í svona seint á göngunni) og loks vaði yfir Þröngá sem er vatnsmest þeirra vatnsfalla sem Laugavegsleiðin býður upp. Þar er vaðið upp að ökklum eða miðjum lærum þegar verst lætur og þá er vaðið þétt hönd í hönd undan straumi, nema kaðall sé til stuðnings. Nauðsynlegt án undantekningar að fara saman þarna yfir og enginn fer einsamall þarna um ! Loks taka við gróðursælir slóðar Þórsmerkur inn að Húsadal sem virðast óendanlegir þar sem þreyta og óþreyja verður eflaust eitthvað farið að segja til sín... og því er gleði og hæfni til að njóta augnabliksins hverja stund mikilvægasta veganesti þessarar göngu ;-)

Áætluð skipting leiðar - sálrænt best að taka leiðina í áföngum:

1. Landmannalaugar - Hrafntinnusker: 10 km:
Um 3,5 klst. ganga. Lending um kl. 20:00. Matarhlé 40 mín. Lagt af stað kl. 20:40.
Árið 2020: Leggur 1 af 4:
Landmannalaugar - Hrafntinnusker: 10,5 km á 3:17 klst.
Matarpása í Hrafntinnuskeri í 38 mínútur.


2. Hrafntinnusker - Álftavatn: 12 km:
Um 3,5 klst. ganga. Lending um kl. 24:00. Matarhlé í 40 mín. Lagt af stað kl. 00:40.
Árið 2020: Leggur 2 af 4:
Hrafntinnusker - Álftavatn: 11,8 km á 3:18 klst.
Matarpása í Álftavatni í 40 mín.


3. Álftavatn (Hvanngil 4 km) - Emstrur: 16 km:
Um 5 klst. ganga. Lending um kl. 06:00. Matarhlé í 40 mín. Lagt af stað kl. 6:40
Árið 2020: Leggur 3 af 4:
Álftavatn - Emstrur: 17,1 km á 4:51 klst.
Matarpása í Emstrum í 38 mín.


4. Emstrur - Þórsmörk: 17 km:
Um 5,5 klst. Lending um kl. 12:00. Matarhlé í 40 mín við Kápu fyrir Þröngánna.
Árið 2020: Leggur 4 af 4:
Emstrur - Þórsmörk: 17,7 km á 5:30 klst.


Við höfum þá 2 klst. til að borða, skála og viðra ferðina áður en rútan fer kl. 14:00 og í fyrra var þetta mergjuð viðrun sem aldrei gleymist :-)

Styttri hvíldir teknar á milli leggja eftir landslagi, veðri og stemningu.

Nýta skal skipulagðar pásur þjálfara og ekki hægt að bíða eftir hverjum og einum sem þarf að stoppa þess á milli heldur verða menn að ná hópnum ef þeir stoppa aukalega á miðri göngu. Tímastjórnun þessarar göngu er mjög mikilvæg til að þetta takist og nauðsynlegt að allir gangi í takt. Þjálfarar halda hópinn allan tímann og miða við ákveðið tímaplan/gönguhraða - þeir sem fara á undan eða dragast aftur úr eru á eigin vegum þar með eða ná hópnum í skálum og hafa þá styttri tíma í hvíld þar ef þeir vilja fylgja hópnum.

Athugið að við erum ekki í tímakapphlaupi (við göngum, skokkum ekki NB) en við viljum halda ákveðinni tímaáætlun og og halda hópinn allan tímann til enda.

Fleiri upplýsingar  um gönguleiðina varðandi yfirferð, færi, vöð, hæðarsnið o.fl. eru t. d. á www.fi.is og www.marathon.is og fleiri vefsíðum en hér kemur eftirfarandi frá vefsíðu Laugavegshlaupsins:

Nánari leiðarlýsing:http://www.marathon.is/hlaupaleidhin/leidharlysing
Kort: http://www.marathon.is/hlaupaleidhin/kort
Hæðarkort: http://www.marathon.is/hlaupaleidhin/haedharkort
GPS punktar: http://www.marathon.is/hlaupaleidhin/gps-punktar

Erfiðleikastig:

Mjög krefjandi eða erfiðleikastig 6 af 6 og því eingöngu fær mjög sterkum göngumönnum sem eru vanir langvarandi álagi á göngu klukkustundum og kílómetrunum saman við allar aðstæður veðurs og færðar. Þátttakendur þurfa að þekkja sjálfan sig og búnað sinn vel undir álagi og vera við öllu búnir hvað veður, færð og búnað.

Athugið að þessi leið er hlaupin í einum rykk á hverju ári á tæpum 5 til 12 klst af nokkur hundruð manns. Að sama skapi fer tiltölulega óvant göngufólk þessa leið á 3 - 4 dögum og vanari göngumenn á 2 dögum eins og þessi klúbbur gerði árið 2008.  Þetta er mun léttari yfirferð en 24 tindar um Glerárdal sem margir Toppfarar og fjallgöngumenn hafa farið síðustu ár, þó þessi sé ívið lengri, því gönguslóði er alla leið, hækkanir og lækkanir umtalsvert minna og farið í mun lægri hæð yfir sjávarmáli.

Allir mjög vanir göngumenn í góðu þolformi sem búa að
þrautsegju og andlegri seiglu eiga að hafa gott vald á þessari göngu, en um leið er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að margt getur komið upp á og allir geta lent í vandræðum á svona langri vegalengd óháð formi og reynslu. Andlegur undirbúningur er ekki síðri fyrir svona átök en líkamleg, að hafa trú á sjálfum sér og andlegt þrek til að takast á við þær hindranir sem upp á koma á leiðinni. Nauðsynlegt er að allir geti gefið jákvæðan anda inn í hópinn allan tímann, sérstaklega þegar á móti blæs því á það mun reyna þegar líður á gönguna. Góður undirbúningur tryggir góðan reynslubanka sem gaman er að taka út af við áskorun eins og þessa!

Spörum orku með því að hugsa jákvætt, ganga áreynslulaust, vera með lágmarksfarangur, með orkuríkt nesti, nýta pásurnar vel með því að hvílast, borða og jafnvel dotta... að ekki sé talað um að æfa vel fyrir átökin mánuðina á undan að sjálfsögðu, annars náum við ekki að gera þetta.

Sjá ferðasöguna frá ferðinni okkar árið 2020 þar sem allt gekk mjög vel og ekki sjálfgefið að svo verði aftur:
http://www.fjallgongur.is/tindur201_laugavegurinn_einni_nottu_260620.htm

Undirbúningur:

Formlegt æfingatímabil hefst í janúar 2021:

Þátttökuskilyrði allra eru eftirfarandi:  Fara í 3 x 17-20 km dagsgöngur og 1 x 30 km dagsgöngu að lágmarki. Tindferðirnar í vetur og vor beinast að hluta til að þessum undirbúningi og t.d. eru tvær rúmlega 30 km göngur í Íslandsferðinni miklu (Ísland þverað I og II í janúar og mars) og svo Vatnaleiðin 54 km í maí. Æskilegast er að fara x1 í viku rösklega fjallgöngu t.d. á #vinafjalliðmitt þar sem gengið er rösklega alla leið upp og niður og lítið sem ekkert stoppað til að æfa röskan gönguhraða (ekki fara á spjallhraða heldur ná vel upp púls og öndun).

Almennt: Fyrir krefjandi átök eins og þessi er mikilvægt að þjálfa sig vel mánuðina á undan, mæta í þriðjudagsgöngurnar og tindferðirnar og fara aukagöngur eins og hægt er. Nauðsynlegt er að æfa þol oftar en í fjallgöngum Toppfara og koma regluleg hlaup, hjólreiðar, spinning, göngur, skíði, sund eða hvers konar þolþjálfun sér vel.

Gangan á ekki að snúast um það hvort við séum í nægilega góðu formi til að ganga Laugaveginn á einum degi, heldur hversu gaman það verður að upplifa það - sem er allt önnur nálgun á verkefninu - og tryggir stórkostlega upplifun og uppskeru.

Vikuna á undan er mikilvægt að hvílast og nærast vel. Borða staðgóðar kjöt- og fiskmáltíðir, grænmeti og ávexti og drekka vel.

Dagana tvo fyrir átökin hefur oft verið talað um orkuhleðslu með flóknum kolvetnum eins og pasta o.fl., en að mati þjálfara þá teljum við mikilvægast að borða kjöt- eða fiskmáltíðir þar sem þær virðast gefa meiri langvarandi orku fyrir svona langa áreynslu. Hver og einn þarf að meta þetta sjálfur og lesa sér til á veraldarvefnum. Sjá einnig ráðleggingar Glerárdalshringsmanna: www.24x24.is og maraþonmanna: www.marathon.is. Mikilvægt er að drekka vel af vökva dagana fyrir átökin og allan tímann á göngunni.
Mjög mikilvægt er að ná góðum svefni næturnar á undan til að hafa efni á að sleppa heilli nóttu úr.

Andlegur undirbúningur er ekki síður mikilvægur, að safna sjálfstrausti með góðri ástundun vikurnar og mánuðina á undan og hafa trú á sjálfum sér og verkefninu - þetta getur einfaldlega ráðið úrslitum!

Búnaður sálar
og líkama:

Reynslan kemur sér vel í vali á búnaði fyrir þessa ferð - munið upptalninguna undir búnaður á vefnum.

Farið í allar tindferðir með Laugavegsgönguna í huga, til að velja hvað hentar best.
Verið undir öll veður búin (hitastig, vind og úrkomu), samnýtið búnað eins og hægt er, hugið að þyngd og meðfærileika, ull og dry-fit er best.

Hver og einn þarf að vera með allan fatnað til göngu í bæði góðu sem erfiðu veðri (samnýta eins og hægt er), vera með næringarríkt nesti fyrir langa göngu, orkubita/orkugel eingöngu sem aukaorkugjafa, nóg af hælsærisplástri, verkjalyfjum, venjulegum plástrum, íþróttateip til að vefja utan um særindi í húð, jafnvel teygjubindi (hnéhlífar etc) ef viðkvæmur í ökkla eða hnjám NB og hverju öðru sem hann telur sig þurfa ef á móti blæs á göngunni. Vera með hlaðinn gsm-síma, sólgleraugu og sólarvörn.
Þjálfarar verða með lágmarkssjúkrabúnað eins og alltaf sem nýtist eingöngu fyrir neyðartilfelli, þjálfarar verða ekki með verkjalyf, orkugel eða annað slíkt fyrir hópinn í heild, hver og einn þarf að hafa birgðir af því sjálfur.

Skór verða að vera vel gengnir til, þægilegir og helst frekar léttir! Legghlífar koma sér vel í snjónum en geta annars verið kæfandi. Vaðskó (+þurrkklút) þarf allavega fyrir minni ár og læki og alvöru ár eins og Bláfjallakvísl og Þröngá (nema menn vilji fara á táslunum). Göngustafir dreifa álaginu ef menn eru vanir þeim. Verið undir það búin að blotna í fætur. Hafið varasokka til skiptanna (passa þyngd bakpoka). Viðrið fætur í lengri pásum. Sumir eru í tvöföldum plastpokum í skónum til að hlífa sokkum við bleytu - best að vera búin að prófa það fyrirkomulag áður NB, umdeilt hvort sé gott (svitnun, lítil öndun) en margir hafa góða reynslu af því (haldast þurrir, renna til og eru frjálsari í skónum).

Vera eingöngu í göngufatnaði sem maður er vanur; göngubuxum eða dry-fit hlaupabuxum, ullarbol að ofan eða öðrum léttum bol sem er nægilega hlýr undir hlífðarjakka ef það versnar óvænt veðrið. Gott að vera með eina létta en hlýja ullarpeysu í bakpokanum til öryggis þeir sem vilja (passa þyngd bakpoka). Lífsnauðsynlegt að vera með þessa fernu: vatns- og vindheldar hlífðarbuxur og -jakka, hlýja vettlinga og hlýtt höfuðfat. Bókstaflega hættulegt ef þetta fernt er ekki með NB.

Nesti skal vera kraftmikið; T.d. gróft brauð, kjötálegg, kjöt, pastasallat, pylsur, feitur matur, sviðasulta, lifrarpylsa, egg, bananar, harðfiskur, þurrkaðir ávextir, grænmeti, ávextir og svo gæti verið gott að vera með bollasúpur eða álíka til að hita í Álftavatni eða Emstrum en þá fer orka í það samt. Hægt er að ná sér í vatn alla leiðina en þó skal birgja sig upp yfir sandana að Emstrum og vera alltaf með eitthvað að drekka fyrir hvern legg. Til samanburðar við Glerárdalshringinn er þetta luxús - leið þar sem vatn er alls staðar á leiðinni og hægt að komast reglulega í skála til að hita sér mat og hvílast aðeins!

Þetta er löng leið svo líkaminn þarf prótein og fitu en ekki bara kolvetni. Það er enginn að fara þessa leið á orkubitum og orkudrykkjum! Líkaminn þarf fyrst og fremst MAT í langvarandi erfiðum átökum. Orkubita, orkugel og orkudrykkir eiga eingöngu að vera til viðbótar við kjarngott nesti sem gott er að grípa í á miðjum legg milli nestisstöðva þegar þreytan sækir að. Athugið að ef menn eru orðnir mjög orkulausir og þreyttir getur það gert illt verra að skella í sig orkubita  eða álíka - veldur oft bara ógleði og meiri óþægindum.  Við yfirþyrmandi orkuleysi er ráðlegast að hvílast, drekka vel, borða kjarngott nesti (mat!) - þó menn séu allt annað en svangir! - og fá sér svo orkubita í kjölfarið áður en lagt er aftur af stað eða stuttu síðar.

Orkuleysi við krefjandi átök má gjarnan rekja til vatnsskorts, sykurskorts, steinefnaskorts eða einfaldlega þreytu. Hollast er að hvílast reglulega, spara orku á göngu eins og hægt er með því að vera slakur á líkama og sál, halda vökvabúskapnum góðum með því að drekka vel (regluleg þvaglát og ljósgult þvag bera vitni um góðan vökvabúskap), halda blóðsykrinum og næringarstöðu eðlilegu með reglulegri, kjarngóðri fæðu, ekki skjótfenginni orku úr geli eða álíka sem dugar einfaldlega of skammt fyrir svona löng átök.

Þá hafa menn gjarnan mælt með vítamínum og steinefnum dagana/vikurnar fyrir krefjandi átök, sérstaklega kalki og magnesíum (til að hindra vöðvakrampa m. a.) en inntaka á steinefnum er vandmeðfarin og getur verið varasöm - svo farið vel eftir leiðbeiningum með það og prófið allt slíkt á undirbúningstímabilinu en ekki eingöngu í göngunni sjálfri !

Að lokum er jákvætt hugarfar, sjálfstraust, þrautsegja og elja gagnvart mótlæti og einbeittur vilji nauðsynlegur búnaður fyrir svona göngudag. Úrtölur, neikvæðni, sjálfsefi og uppgjafartónn munu einfaldlega koma í veg fyrir að mönnum takist að klára verkefnið.

Sjá þessa færslu frá því í fyrra 2020 um búnaðinn fyrir ferðina:  Sjá góðan listi hér neðar í lýsingu viðburðarins - en sem dæmi þá fara þjálfarar í gönguskónum sem við erum alltaf í (uppháir leðurskór, ekki utanvegaskóm), göngufötum sem þeir eru alltaf í (Örn í göngubuxum, Bára í dry-fit hlaupabuxum), bæði í síðerma ullarbolum að ofan, með hlífðarjakka og hlífðarbuxur í bakpokanum (og Bára með ullarpilsið utan yfir buxurnar), með hlýtt buff á höfði (buff með flís inni í) og venjulegt buff í hálsinn, hlýja vettlinga (Örn í léttum vettlingum og Bára í ullar-fingravettlingum sem hún er í í öllum göngum og bæði með Dórukots-belgvettlingana og ullarbelgvettlinga  í bakpokanum, bæði í tvöföldum ullar-göngusokkum og Bára klæðir sig í plastpoka ofan í skóna til að haldast þurr (utan af heimilisbrauði eða morgunkorni = sterkir) og bæði með varagöngusokka í bakpokanum ef blotnum. Bæði með vaðskó og þvottaklút fyrir vaðið yfir árnar. Nesti verður samloka, kalt kjúklingakjöt (Bára), kalt hangikjöt (Örn), harðfiskur, kartöflustrá, grænmetissalat, kexpakki, snickers-súkkulaði, tvær kók á mann, tvær kókómjólk og vatnsflösku sem er fyllt á leiðinni reglulega. Gætum breytt eitthvað nestinu þegar verslað verður en við ætlum ekki að hita vatn eða græja flókinn mat á leiðinni almennt.

Þetta þýðir að við verðum með ansi mikið í bakpokanum: hlífðarbuxur, hlífðarjakka, ullarpeysu, ullarbelgvettlinga, Dórukots-skel, varasokkar, vaðskór, þvottapoki, nesti. Það má endilega gagnrýna þennan lista og spá í aðrar útfærslur ! Til viðbótar eru auðvitað ýmislegt smálegt og lífsnauðsynlegt eins og lágmarks sjúkrabúnaður, hælsærisplástur, verkjalyf (Parasetamól og Ibúfen eða álíka), - sem ALLIR verða að vera með - sjá lista neðar yfir búnað = nauðsynlegt að lesa vel hann !

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

 

 

 

Skarðsheiðardraumurinn
er hafinn...
Hádegishyrna og Mórauðihnúkur
í krefjandi kulda en fallegu veðri


Skessuhorn hægra megin og norðurbrúnir Skarðsheiðarinnar útbreiddar til enda.

Skarðsheiðardraumurinn nr. 1 af 11 árið 2021... Skarðshyrna og Mórauðihnúkur kringum Villingadal í austasta hluta Skarðsheiðarinnar... í fimbulkulda og vindi upp eftir... skringilega friðsælla á tindinum... með stórbrotið útsýni til Skessuhorns og tignarlegrar norðurhlíðar Skarðsheiðarinnar... mun notalegra veðri niður eftir með Skorradalinn útbreiddan í fanginu...

... niður í gljúfur Villingadalsár... skreytt ísfossum allt í kring... óvenju vatnsmikil áin loks vaðin í skónum og öllu saman... til þess eins að ganga sullandi blaut í fæturna í bílana síðasta kílómetrann... undarlega uppnumin af því að hafa nákvæmlega gert þetta... að vaða út í krapakennda á og komast upp með það á frosnum janúardegi...

... svona eiga fjallgönguferðirnar að vera ... við gjörsamlega á valdi náttúrunnar en ekki öfugt... ekkert excelskjal eða gönguslóðar... bara við að finna leið eins og í gamla daga um þessa fyrstu tvo tinda Skarðsheiðarinnar... án þess að komast upp með að fara sömu leið og síðast...

... árnar að hundska okkur aðra leið en við fórum áður... bjóðandi okkur upp á krapa og frosið grjót sem vonlaust var að stikla á... fjallslendur svo frosnar að það var ekki mögulegt að stíga eitt skref án brodda... útsýni sem sendi okkur í útlensku Alpana... ískaldur vindur sem frysti samstundis fingurna... sem leyfði ekki myndatökur nema með vænum skammti af frostbiti á eftir... fjallstindar um allt í fjarska sem vinkuðu til okkar gullnir af vetrarsól... þakkandi fyrir síðast og spyrjandi hvenær við ætlum nú að koma aftur í heimsókn...

Mjög lærdómsríkur dagur... krefjandi... rífandi í... búnaðarprófandi... tignarlegur... já, takk, brakandi fersk byrjun á árinu... svona viljum við hafa þetta... ekki auðvelt... ekki fyrirsjáanlegt... kennandi öllum eitthvað nýtt... lygilega fagurt... stærra en nokkuð sem fyrirfinnst í borgarsamfélagi manna... sýnandi okkur öllum að náttúran er langtum stærri og kröftugri en mannskepnan...

 Já, takk, þetta var geggjað gaman og sætur sigur !
#TakkÍsland ❤

Ferðasagan hér:

http://www.fjallgongur.is/tindur214_hadegishyrna_090121.htm
 

 

 


Jöklaferð ársins 2021 er laugardaginn 1. maí:
 

Vestari Hnappur
í Öræfajökli
um Hnappadal

Mjög spennandi jöklaferð á sjaldfarinn tind í Öræfajökli...
eingöngu á færi þeirra sem eru í mjög góðu formi fyrir mjög langan göngudag í jöklabúnaði og línum...
loksins á síðasta tindinn af þeim sjö sem varða öskjubarminn í Öræfajökli...
en hinir tindarnir á barminum eru þrír hæstu tindar landsins, Hvannadalshnúkur, Sveinstindur og Snæbreið
að ógleymdum Dyrhamri, Rótarfjallshnúk og Sveinsgnípu
eða alls sjö tindar sem við höfum þá gengið á eftir öllum öskjubarmi Öræfajökuls
en Eystri Hnappur er í raun sá áttundi og hefur hingað til verið óaðgengilegur göngumönnum.

Lágmark 12 manns - hámark 18 manns
Uppselt - biðlisti 4 manns

Sjá viðburð hér:
https://fb.me/e/1OFRDjN32


Mynd: Vestari Hnappur bak við Kotárjökulsfara að koma upp á Rótarfjallshnúk þann 4. maí 2019
í ógleymanlega flottri ferð... enn einu sinni með meistara Jóni HeiðariAndréssyni og félögum hjá Asgard Beyond :-)

Nýjustu tilkynningar: -Skráning er hafin með staðfestingargjaldi kr. 8.000 á mann sem er óendurkræft við afboðun nema annar komi í staðinn. Eingöngu klúbbmeðlimir komast í þessar ferð vegna mikils áhuga.
-Fullgreiða þarf ferðina í allra síðasta lagi mánudaginn 19. apríl.

-Takið frá fimmtudagskvöldið 29. apríl, föstudaginn 30 maí og sunnudaginn 2. maí sem varadaga til göngu eftir veðurspá NB !
-Allir þessir dagar gilda sem mögulegir göngudagar þegar nær dregur (fimmtudagskveldið þá til að keyra austur).

-Pantið sem allra fyrst svefnpokagistingu í Svínafelli: svinafell(hjá)svinafell.com og taka fram "Toppfarar".
  -Pálína í Svínafelli vill allt fyrir okkur gera... virðum sveigjanleika þeirra og liðlegheit.
  - annars er það tjald þeir sem vilja og það þarf ekki að panta tjaldstæði :-)
  - sturtuaðstaða á staðnum (lítið vatn samt en alltaf vel þegið að skola af sér).
  - þjálfarar koma með kol og olíu og hver og einn kemur með sitt á grillið eftir göngu.
  - mjög góður matsalurinn sem við höfum aðgang að - sjá www.svinafell.com
  - ef menn vilja betri gistingu en svefnpokapláss þá er Kartöflugeymslan, Hótel Skaftafell, Hof o. fl. gististaðir í nágrenninu.

-Allar jöklaferðir Toppfara á Vatnajökul hér í tímaröð: http://fjallgongur.is/vatnajokulsferdir_fra_upphafi.htm

-Undirbúningur fyrir jöklaferðir - allir lesa alltaf fyrir árlegu jöklaferðirnar í maí NB:
http://fjallgongur.is/jokla_gongu_thjalfun_almennt.htm

Þátttaka: Staðfestir með pláss eru 18 manns - fullskipað:

Aðalheiður, Aðalheiður,
Bára, Bjarnþóra, Bjarni, Gulla, Haukur, Inga Guðrún, Marta, Ruth, Ólafur Vignir, Sandra, Sigga Lár., Siggi, Sigrún E., Sigrún Bj., Tinna, Þorleifur, Örn.

Biðlisti: Gunnar (staðfgj.greitt), Guðmundur Víðir (staðfgj.greitt), Kolbrún Ýr (staðfgj.greitt).

Hættir við:

*Eingöngu sex í hverja línu og hámark 3 línur  í þessa ferð.
*Hvítir hafa greitt staðfestingargjald
- gulir hafa fullgreitt ferðina.
*Staðfestingargjald ekki endurgreitt við afboðun nema annari komi í staðinn.
*Fullnaðargreiðsla er 2. apríl og fæst ekki endurgreidd við afboðun nema annar komi í staðinn.

Veðurspár: www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. NB Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari.

Sjá norska veðurspáveginn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár en taka þarf með í reikninginn að um fjallendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng:https://www.yr.no/place/Iceland/Austurland/R%C3%B3tarfjallshn%C3%BAkur/

Verð: Kr. 28.000 fyrir klúbbmeðlimi - allur jöklabúnaður innifalinn (broddar, ísexi, belti, hjálmur, karabína).
Kr. 33.000 fyrir gesti
- allur jökla búnaður innifalinn (broddar, ísexi, belti, hjálmur, karabína).

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. kt. 581007-2210
eða með símgreiðslu á kreditkorti: Örn er í síma 588-5277 eða 899-8185 og Bára í 867-4000
og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is og baraket(hjá)simnet.is.

Skráning og skilmálar: Skráning í ferðina fer fram með greiðslu staðfestingargjalds kr. 8.000 inn á reikning Toppfara:
0114-26-58100. Kt: 581007-2210
.
Staðfestingargjald er óendurkræft nema annar komi í staðinn.
Fullnaðargreiðsla kr. (20.000 / 25.000) skal berast í síðasta lagi mánudaginn 19. apríl.
Leiðsögumenn: Jón Heiðar Andrésson og leiðsögumenn hjá Asgard Beyond: www.asgardbeyond.is
og  https://www.facebook.com/asgardbeyond
Göngulengd, hæð, hækkun og tímalengd: Um 14 - 16 km á 8 - 10 klst. upp í 1.740 m hæð og hækkun er alls um 1.200 m miðað við 700 m upphafshæð. Keyrt upp Hnappavöllum á eingöngu jeppum NB upp í um 700 m hæð að snjólínu eftir því hvað færi leyfir (fórum upp í 700 m í 3ja tinda ferðinni árið 2014 NB) - og farið helst sömu leið til baka ef mögulegt (verum með varabíl við Sandfellið til öryggis ef eitthvað hindrar för?).

Ath akstur frá Skaftafelli upp Hnappavallaleið tekur 60 - 90 mín alls ofan á göngutímann - svo gerum ráð fyrir að leggja af stað gangandi 1-1,5 klst. eftir brottför frá Svínafelli. Akstur til baka tekur minni tíma en best að gera ráð fyrir 1 klst. eða svo eftir gönguna. 

Tímasetningar göngudags gætu endað svona en veður ræður endanlega:

04:00 - vakna.
05:00 - brottför keyrandi frá Svínafelli upp Hnappavallaleið á jeppaslóða upp í 700+m hæð.
06:30 - lagt af stað gangandi.
16:30 - komin til baka úr göngu í síðasta lagi, vonandi fyrr !
17:30 - lent í Skaftafelli e/akstur úr fjallinu - fordrykkur, sturta, grill, viðrun á deginum, kvöldvaka
 -> ómetanlegur dagur að baki !

Gengið yfir þekkt sprungusvæði sem getur tafið för og krefst varkárni allra, samvinnu og færni leiðsögumanna. Tindurinn sjálfur, Vestari Hnappur er brattur og þar þarf að tryggja leið upp með öryggislínu. Valkvætt verður að fara á hann, hægt að bíða niðri á meðan.

Brottför og heimkoma: Brottför frá Reykjavík í Skaftafell kl. 14:00 á föstudegi. Gengið af stað kl. 5:00 á laugardagsmorgni en ákveðið endanlega á fimmtudag eða föstudag. Grillveisla í á tjaldstæðinu í Skaftafelli eftir göngu - gaman saman - og brottför heim kl. 10:00 á sunnudegi eða eftir smekk hvers og eins og heimkoma um kl. 15:00.
Aksturslengd/-lýsing: Um 326 km á 4 - 5 klst. um Suðurlandsveg alla leið í Skaftafell með viðkomu í Systrakaffi eftir smekk (þá 5 klst alls).
Gisting:

Sem fyrr í tjaldi eða svefnpokaplássi að Svínafelli - sjá www.svinafell.com. Hver sér um sína gistingu sjálfur og pantar hana - hafið samband við Svínfell sem fyrst og tiltakið Toppfarar og hvernig þið viljið gista (í 4ra manna smáhýsi eða 2ja manna herbergi). Mjög góð aðstaða að Svínafelli fyrir gönguhópa til að elda og borða saman eftir göngu. Stórt grill á staðnum,eldhús, matsalur og  tvær sturtur til að borga í. Þjálfarar koma með kol, olíu og álpappír fyrir allan hópinn. Við höldum góðu orðspori Toppfara um sérlega góða umgengni hvar sem við höfum gist eða komið :-)

Erfiðleikastig:

Um 6 af 6 eða mjög krefjandi dagsganga eingöngu á færi þeirra sem farið hafa í krefjandi dagsferðir vikurnar á undan. Reynsla í göngu á broddum með ísexi og í línum nauðsynleg. Tindferðir í mars og apríl miða að því að undirbúa þessa jöklaferð þar sem farið er í fremur langar dagsferðir á há fjöll á ísbroddum með ísexi.

Búnaður:

Í grunninn sami búnaður og í vetrartindferðunum og því kemur sér vel að hafa gengið reglulega í vetur og vor.
Jöklabroddar, ísexi og göngubelti með læstri karabínu nauðsynlegur búnaður allra - innifalið í verði en þarf að panta við fullnaðargreiðslu. Sjá yfirlit undir
búnaður.

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.


 

 

 

Vinafjallið mitt 2021
x52 - 100+
Göngum einu sinni í viku eða oftar á vinafjallið okkar
kynnumst því betur en nokkru sinni áður...
... og komum okkur í dúndurform í leiðinni !
 

Hefst fös 1. jan og lýkur fös 31.


Bratta brekkan okkar gamla og góða í Lágafellshömrum í Úlfarsfelli
loksins gengin öfuga leið og það í dagsbirtu á 10 ára afmælisárinu 17. október 2017.

Þátttökureglur:

1.
Velja
þarf eitt fjall sem skilgreinist sem #vinafjalliðmitt (má ekki vera fleiri en eitt fjall NB).
 

2.
Fara má ólíkar leiðir á fjallið.

3.
Telja
má fleiri en eina ferð upp og niður í sömu gönguferð svo lengi sem hver ganga er frá fjallsrótum og upp á skilgreindan tind eða þekktan áfangastað (eins og Steininn á Esjunni, Hákinn í Úlfarsfelli).

4.
Melda inn
hverja ferð á viðburðinn (með x1 ljósmynd eða skjáskoti af síma)
eða
með því að myllumerkja bara færslu á sínum fb-vegg #vinafjalliðmittx52
eða
senda reglulega inn lista um allar ferðirnar (t.d. skjáskot af excel-skjali, word-skjali eða handskrifuðum lista).
Allir
þátttakendur þurfa að senda inn lokalista af öllum sínum ferðum í lok árs af excel-skjali eða bara lista á word eða álíka.

5.
Hver og einn útfærir þessa áskorun á sinn máta, t. d. með því að ætla að fara einu sinni í viku á árinu,
fara alls x52 ferðir á árinu, fara tvöfalt það alls 104 ferðir, ná 100 ferðum á árinu, fara alltaf rösklega upp og niður,
fara 52 ferðir á vinafjallið og 52 ferðir á önnur nágrannafjöll (alls 104), telja bara ferðirnar sem maður fer einsamall á fjallið,
fara rúmlega 52 ferðir á árinu til að ná í heildina 100 fjallgöngum alls á árinu (er þá að telja allar aðrar fjallgöngur með), fara jafnoft og aldurinn segir til um (58 ferðir á 58 ára afmælisárinu sínu) o.s.frv.

6.
Þökkum
meðvitað fyrir að hafa heilsu og svigrúm til þess að fara reglulega á fjall allt árið um kring
og fá að upplifa mjög ólíkt landslag, veður og færð
í landi þar sem slík útivera skuli í alvörunni vera í boði fyrir hvern sem er í túngarðinum á höfuðborginni.

7.
Söfnum hjörtum í þessum ferðum og reynum að ná allavega einu hjarta í hverri ferð (valkvætt NB).

8.
Eingöngu virkir klúbbmeðlimir Toppfara geta tekið þátt í þessari áskorun.

9.  
Þjálfari tekur þátttökuna saman og dregur sigurvegara úr öllum þátttakendum sem luku við 52 ferðir
og sendu inn lokalistann sinn í lok ársins.
Verðlaun eru árgjald í klúbbnum sem viðkomandi má nýta fyrir sjálfan sig eða aðra.

Hvers vegna bara eitt og sama fjallið ?

Tilgangurinn er að kynnast einu og sama fjallinu mjög vel allt árið um kring eins og maður kynnist góðum vini sínum þannig að maður þekkir hann dýpra en önnu fjöll... þannig að maður veit nákvæmlega hvernig aðstæðurnar eru á fjallinu þó maður sé staddur heima hjá sér... af því maður er búinn að læra hvernig veðrin láta og hvernig færði þróast yfir allt árið gegnum allar árstíðirnar. Í stað þess að verða leiður á fjallinu við að heimsækja það 52 sinnum eða oftar á einu ári... þykir manni vænna um það en ella er reynsla þeirra sem hafa gert þetta... vonandi verður það upplifun allra sem taka þátt í þessari áskorun.

 

Sjá fasbókarviðburð hér:
https://fb.me/e/GXDRUESy
 

 

 

Tindferðirnar að baki 2021
... í röð eftir stórfengleik á árinu
... en í tölulegri röð eftir sæti yfir bestu ferðirnar
í hverjum mánuði fyrir sig frá upphafi...

10. Hádegishyrna og Mórauðihnúkur Skarðsheiði 9. janúar 2021
 

 

 

Að tilmælum Landlæknis...

 ... skulu "fullorðnir einstaklingar hreyfa sig daglega að lágmarki 30 mín".
Æskilegast er að "fullorðnir stundi erfiða hreyfingu a.m.k. tvisvar í viku"...

https://www.landlaeknir.is/…/NM30399_hreyfiradleggingar_bae…

Af þessu tilefni skora þjálfarar á alla Toppfara að taka eina röska göngu á fjallið sitt í hverri viku
 
#vinafjalliðmitt
og ef menn eru í stuði til að mæla tímann sinn þá senda mér hann
svo ég geti skráð hann í skjalið hér neðar...

Þessi sjö eru formleg æfingafjöll fjallgönguklúbbsins frá og með 2019;
Akrafjall - Búrfellsgjá - Esjan - Helgafell Hf. - Helgafell Mosó - Mosfell - Úlfarsfell
og það er óskandi að sem flestir Toppfarar eigi mældan tíma á sér upp og niður þau öll sjö

Þetta er besta æfingin og besta leiðin til að bæta fjallgönguformið sitt og viðhalda því árum saman...
að fara rösklega upp og niður fjallið sitt reglulega... og ef menn stunda fjallgöngur áratugum saman
þá er mjög gefandi að líta til baka og sjá hvert formið var á manni árum saman aftur í tímann

#bætumfjallgonguþolið

Við sem förum vikulega eða svo á fjallið okkar þekkjum það vel að stundum er maður í stuði og nennir að fara hratt...
þá gerir maður það og mælir tímann... stundum er maður slökunargír og vill bara njóta þess að heimsækja fjallið sitt...
þá gerir maður það þann daginn... hvorugt útilokar hitt... þetta er ekki spurning um að njóta eða þjóta heldur er bæði betra
og um að gera fyrir lungun að skjótast frekar á fjallið sitt en hanga inni í þungu, kyrrsetjandi lofti...

ATH ef einhverjir eiga tíma sem er ekki skráð í þetta skjal þá sendið mér línu
og einnig ef menn vilja ekki vera á þessum lista, ekkert mál,
en það er mjög gaman fyrir okkur þjálfara og nördana sem höfum gaman af þessu tímamælingablæti:-)

Sem fyrr ef mönnum hugnast ekki svona rösk hreyfing þá er það auðvitað
 
#yndisleiðinmín

http://fjallgongur.is/fja…/fjallatimar_allir_fra_upphafi.htm
 

 

Hvert er vinafjallið þitt ?


Óbyggðahlaup númer sex um Leggjabrjót þann 13. maí 2017.

Það myndast sérstakt vinasamband milli manns og fjalls þegar maður fer reglulega á fjallið árum saman...
 öllum veðrum og á öllum árstímum... það skilar manni undantekningarlaust heim hlaðinn sérstakri orku
sem gefur manni styrk fyrir önnur verkefni lífsins...
líkt og eftir gefandi heimsókn hjá góðum vini...

Skyndilega stendur maður sig að því að hugsa hlýlega til fjallsins...
fara að sakna þess ef of langur tími líður á milli ferða...
finna væntumþykjubylgju ganga yfir brj
óstið þegar maður horfir á það úr borginni...
fá fiðring í magann fyrir næstu ferð...
vilja fara lágmark einu sinni í viku eða oftar og taka stöðuna á veðrinu, færinu og umgengninni um fjallið...

Nokkrir Toppfarar eiga augljóslega svona vinasamband við fjallið sitt...
Úlfarsfell, Helgafell í Hf, Esjan og Akrafjall eru án efa þau fjögur fjöll sem eiga í slíku sambandi við Toppfara...
ef marka má meldingar klúbbmeðlima fyrir
#Laugavegurinnáeinumdegi...
og hugsanlega eru þetta fleiri fjöll eins og Mosfell, Helgafell í Mosó, Ásfjall...

Við skorum á alla Toppfara og aðra áhugasama að mynda svona tilfinningalegt vinasamband við eitt fjall eða fleiri...
það er ómetanlegt fyrir bæði sál og líkama...
gefur einstaka andlega orku...
og dýrmætt líkamlegt form fyrir frekari sigra á alls kyns ókunn fjöll um allt land og allan heim...

Eina leiðin til að mynda þetta samband er að fara reglulega á fjallið...
helst allt árið um kring í öllum veðrum og aðstæðum... snjó og sól... blíðu og kulda...
helst oftar en einu sinni í mánuði, jafnvel einu sinni í viku eða oftar...
stundum þjótandi eins hratt og maður getur...
stundum njótandi í rólegheitunum andandi inn dýrðinni í hverju skrefi...
þá gerast nefnilega töfrar og ákveðin tengsl myndast með tímanum...

Hvert er vinafjallið þitt ?

Deilið þið sem skiljið hvað við meinum... og elskið að fara á fjallið ykkar allt árið um kring...
og vilduð óska að fleiri skildu þessa ástríðu og kæmust á bragðið líka... :-)
#Vinafjalliðmitt

https://www.facebook.com/Toppfarar.is/photos/a.256734734451322/
1770551843069596/?type=3&theater

 

  

Sumarferðalög Toppfara...


Hornstrandaferð 2013

Hvað erum við búin með og hvað eigum við eftir?
 

Ferðir sem búið er að fara í tímaröð
með tilvísun í ferðasögu hverrar verðar
(árlegar jöklaferðir ekki meðtaldar):

Fimmvörðuháls
13. - 15. júní 2008


Laugavegurinn
8. -10. ágúst 2008


Kerling og sex tindar í Glerárdal
12. - 14. júní 2009


Herðubreið og hringleið um Öskju
6. - 9. ágúst 2009


Kaldbakur og Kjaransbraut/Vesturgata
17. - 20. júní 2010


Dyrfjöll Borgarfirði eystri og Snæfell
4. - 7. ágúst 2010


Jökulsárgljúfur frá Dettifossi í Ásbyrgi 
17. - 19. júní 2011


Sjö tinda ganga í Vestmannaeyjum
1. - 3. mars 2013


Látravík, Hornvík, Hornbjarg og Hælavíkurbjarg
2. - 5. júlí 2013


Sveinstindur og Fögrufjöll um Langasjó
6. - 7. sept 2014


Lónsöræfi
11. - 14. ágúst 2016

Lómagnúpur og Kristínartindar
Skaftafelli
21. - 22. júlí 2018

Hellismannaleið í þremur göngum
2. júní 2018
31. maí 2019
2020 í ágúst eftir
 

Ferðir sem við eigum eftir
og þjálfari stenst ekki mátið
að ná næstu árin:
 

Hornstrandir - allar hinar víkurnar

Núpsstaðaskógur

Snæfjallaströnd og Drangajökull


Strútsstígur Skælingar

Víknaslóðir

Þvert yfir Ísland... spennandi langtímaverkefni :-)

o. m. fl... sem mun bætast við !

 

 
 
 

***Fjallasafnið 2020***


Mynd: Hattur og Hetta á Reykjanesi á þriðjudagsæfingu 9. júní 2020.

Alls áætlað um 90 ólík fjöll eða gönguleiðir
í rúmlega 60 ferðum árið 2021...

Hér koma stakir tindar og fjöll í tímaröð í öllum göngum árið 2021:

Appelsínugul fjöll/leiðir eru ný í safn Toppfara
... en brún fjöll hafa verið gengin áður, en gjarnan er þá um að ræða aðra leið eða útfærslu á göngunni
t. d. þriðjudagsganga á hluta af tindum sem gengnir voru áður í tindferð o. fl.
Rauð fjöll eru þau sem voru á dagskrá en var aflýst eða frestað af ýmsu orsökum

Sjá dagskránna í heild á http://www.fjallgongur.is/dagskrain.htm
 

Hádegishyrna og Mórauðihnúkur
Rauðuhnúkar Bláfjöllum
Hádegishyrna Skarðsheiðardraumur 1 af 11
Mórauðihnúkur
Valahnúkar Hafnarfirði
Litli Keilir og félagar Reykjanesi
Arnarhamar og Smáþúfur Blikdal
Þvert yfir Ísland I -  frá Reykjanestá í Ísólfsskála

2. janúar - frestað um viku v/veðurs.
5. janúar - lokið
9. janúar - lokið
9. janúar - lokið
12. janúar - lokið - alls 4 fjall/gönguleiðir í 3 göngum árið 2021.
16. janúar - aflýst v/veðurs.
19. janúar - snúið við v/veðurs.
23. janúar - frestað um viku v/veðurs

Ofangreindur listi tekur til hvers fjalls, fells, tinds eða gönguleiðar fyrir sig
þar sem stundum er gengið um fleiri en einn tind á sama fjalli eða gengið um fleiri en eitt fell á sama svæði,
eða gengin ákveðin gönguleið.

Á sumum fjöllum teljast fleiri en einn tindur en á öðrum teljast nokkrir tindar sem sama fjall.
Hér ræður landfræðileg lega fjallsins, þörf okkar á að aðgreina tinda eftir því hvenær við göngum á þá
(stundum genginn hluti af fjallgarði eða tindahrygg) og loks hefð hvernig er talið.

Til þess að geta haft tölfræðina sem nákvæmasta er hver staður aðgreindur eftir nafngiftum á kortum
og einnig ef okkur þykir þörf á að setja nafn á nafnlausan tind og er hann þá talinn sjálfstæður tindur út frá því,
þar sem stundum er farið á einn tindinn en ekki annan í sinni hvorri göngu.

Það er því ekki markmið í sjálfu sér að telja sem flesta tinda þó halda mætti það út frá gegndarlausri tölfræði þessa
fjallgönguklúbbs ;-) ... heldur að vera sem nákvæmust fyrir okkur sjálf og aðra sem ganga á sama svæði síðar,
enda eru gæði ávalt mikilvægari en magn hvort sem um fjallgöngur er að ræða eða annað í lífinu ;-)
 

 

Vöndum okkur...


Á göngu vestur á fjörðum í júní 2010... um eyðibýli Lokinhamra og Hrafnabjarga í ógleymanlegri tindferð frá Dýrafirði í Arnarfjörð ...

Við viljum eindregið halda því góða orðspori
sem þessi fjallgönguklúbbur hefur skapað sér varðandi góða umgengni:

  • Skiljum við allar slóðir sem við förum um án verksummerkja eins og hægt er.

  • Göngum vel um sjaldfarna bílslóða á akstri og á malarstæðum.

  • Ef bílarnir skilja eftir verksummerki á stæðum eða vegum, t. d. þegar þeir festast í aurbleytu og spóla upp jarðveginum þá lögum við það eftir á og skiljum ekki eftir ný hjólför.

  • Skiljum aldrei eftir rusl þar sem við förum um, hvorki á bílastæðum né á göngu.

  • Venjum okkur á að vera alltaf með ruslapoka í vasa eða bakpokanum og tína upp það sem við sjáum, þó við eigum ekkert í ruslinu... til að fegra umhverfið... margar hendur vinna létt verk... og allir njóta góðs af í hreinu landi.

  • Bananahýðin og annar lífrænn úrgangur verður líklega alltaf umdeilanlegt „rusl“ – þeir sem vilja skilja það eftir, komi því fyrir undir steini eða langt frá gönguslóðanum (ef þeir vita til að fuglar eða önnur dýr nýti úrganginn), en ekki á berangri við gönguslóðann, því þegar þetta eru orðin nokkur bananahýði á nokkrum vinsælum gönguslóðum frá nokkrum gönguhópum nokkrum sinnum á ári þá fer lífræni ljóminn af öllu saman.

  • Göngum mjúklega um mosann og annan gróður, veltum ekki hugsunarlaust upp heilu mosabreiðunum og gróðurlendunum með skónum, heldur göngum mjúklega yfir eða sneiðum framhjá eins og hægt er og verum meðvituð um hvað situr eftir okkur sem gönguhópur.

  • Það er hagur okkar allra að geta farið í óbyggðirnar að ganga án þess að finna fyrir því að stórir hópar hafi gengið þar um áður. Það felast forréttindi og verðmæti í óspjölluðu umhverfi :-)

 

Toppfarar safna hæstu fjöllum Evrópulanda
og flottum tindum í öðrum heimsálfum


Mynd: Úr fyrstu ferð Toppfara erlendis á fjallahringnum kringum Mont Blanc í september 2008.
Tekin við Hvíta vatnið - Le Lac Blanc í 2.362 m hæð með góðri sýn yfir á hæsta tind Mont Blanc hægra megin á mynd og nágrannafjöll.

Ferðir okkar erlendis:

Við ætlum að láta gamlan draum rætast og safna hæstu fjöllum Evrópulanda...
og um leið heimsækja spennandi slóðir í öðrum heimsálfum...

  • 2008: Fjallahringurinn kringnum Mont Blanc í Frakklandi, Sviss og Ítalíu - 2.386 m - rúm vika - lokið!

  • 2011: Perú Suður Ameríku - rúmlega 3ja vikna ferð - fjórar ólíkar göngur í mikilli hæð frá 3.300 m - 5.822 m - lokið !

  • 2012: Slóvenía - rúm vika - Karavankefjöllin, Júlíönsku alparnir og hæsta fjall landsins Triglav 2.864 m - lokið!

  • 2014: Nepal - Grunnbúðir Everest í 5.364 m og á fjallið Kala Pattar í 5.643 m - krefjandi um fegurstu fjöll í heimi - lokið!

  • 2016: Pólland upp á hæsta tind Rysy 2. gegnum Slóvakíu - lokið !

  • 2017: 10 ára tíu daga afmælisferð til Chamonix í Gran Paradiso, Monte Rosa Ítalíu, Aiguille du Midi á Mont Blanc og hringleið kringum Mont Blanc - lokið !

  • 2018: Kilimanjaro (hæsta fjall Afríku 5.895 m) í nóvember með Ágústi - lokið ! Ferðasaga óskast takk !

  • 2019: Sikiley á Mt Etnu og fleiri eldfjöll - 9 daga ferð með Exodus 15. - 22. september - Lokið !
    2020: Umhverfis Matterhorn... Jórdanía... Bosnía... Búlgaría... æji C19...
    2021: Georgía... Azerbajan ?
    2022: Mt. Rainier í Washingtonfylki BNA - flogið beint til Seattle m/Icelandair. Krefjandi, eingöngu vanir.
    2023:
    2024:
    2025:
    2026:
    2027:
    2028: Elbrus í Rússlandi ?
    2029:
    2030:
    2031: Kilimanjaro - Afríkuferð ! á 70 ára afmælisári Arnar þjálfara - staðfest og skráning hafin :-) 

Í sigtinu eru eftirfarandi staðir:

Aconcagua hæsta fjall Suður-Ameríku (tæplega 7000 m, um 3ja vikna ferð, krefjandi, dýrt),Kúba, Umhverfis Matterhorn, allir tindar Monte Rosa, Jórdanía, Búlgaría, Rúmenía, Albanía, Svartfjallaland, Bosnía, Georgía/Króatía, Tyrkland, Kína, Kanada, Hawaii, Íran, Færeyjar, Grænland, Svalbarði...

- sendið tillögur að spennandi áfangastöðum - allar athugasemdir / tillögur vel þegnar.

Sjá vefsíður ýmissa fjalla og leiðsögumannafyrirtækja sem fara á spennandi slóðir:

*Hæstu fjöll Evrópulanda: http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_highest_points_of_European_countries

*Hæstu fjöll heims: http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_highest_mountains (margar aðrar skemmtilegar síður)!

*Mount Rainer: http://www.visitrainier.com/

*Amerískir leiðsögumenn sem fara um allan heim:
http://www.mountainguides.com/

*Mont Blanc: www.chamonix.com

*Vefmyndavélar á Mont Blanc og nágrenni: http://www.chamonix.com/webcam,12,en.html

Vefmyndavél á Aconcagua: http://www.aconcaguanow.com/indice.php

Endilega sendið áhugaverða tengla !

 

Verum þakklát...


Við Steininn eftir göngu upp á Þverfellshorn  á þriðjudagskveldi 28. febrúar 2008

Hjartansþakkir fyrstu myrkurgöngumenn Toppfara... 

... þið sem fóruð með okkur í gegnum fyrsta veturinn í sögu klúbbsins árið 2007...
... þegar fyrsta myrkrið skall á og við vissum ekkert hvort það væri yfirleitt hægt að fara á fjall í myrkri að vetri til á Íslandi...
... þegar ekkert nema reynslan af því að ganga á tindinn á Kilimanjaro í myrkri með höfuðljós árið 2002 sagði okkur
að það væri jú hægt að fara á fjöll í myrkri ef höfuðljós væri meðferðis... en á Íslandi að vetri til í öllum veðrum ?

Takk fyrir að fara í gegnum fyrsta veturinn með okkur...

... þegar allur fjöldinn sem mætt hafði um vorið og sumarið hætti að mæta um leið og veturinn skall á...
... þegar margir hristu höfuðið og sögðu okkur að það væri galin hugmynd
að stunda fjallgöngur að kveldi til allt árið um kring...

... þegar við vorum stundum óskaplega fá mætt í göngu en lögðum samt í hann...
... þegar við þjálfarar keyrðum að Esjurótum í erfiðu veðri árið 2007 og vorum viss um að enginn myndi mæta
 en hittum þá fyrir fyrstu Toppfarana galvösk með bros á vör og mætt í göngu...
þó það væri myrkur... snjór... hálka... vindur... rigning... slagveður...

Án ykkar væru Toppfarar ekki til...

... án ykkar hefðum við ekki komist að því að það er yfirleitt alltaf veður til að fara á fjall á þriðjudegi...
... án ykkar hefðum við ekki komist að því að það er mun einfaldara mál að fara í fjallgöngu þó það sé myrkur...
... án ykkar hefðum við ekki komist að því hversu miklir töfrar bíða manns ef maður fer út úr borginni að vetri til í myrkri
með snjó yfir öllu og upplifir kyrrðina í brakandi snjónum... og birtuna sem stafar af tungli, stjörnum, snjó
og svo borgarljósunum í fjarska og síðar friðarsúlunni frá október til desember...

Af öllum öðrum ólöstuðum standa Halldóra Ásgeirs og Roar upp úr...

... af þeim Toppförum sem fórum í gegnum fyrsta veturinn með okkur...
þau mættu í nánast hverja einustu göngu sama hvernig veðrið var...
alltaf glöð, jákvæð, gefandi, hjálpsöm, brosandi, áræðin, þakklát og með þetta ævintýrablik í auga...
algerlega ómetanlegt og virkilega aðdáunarvert...
við munum alltaf meta ykkar þátt mikils í tilveru Toppfara almennt... 

#Takkfyrirokkur elsku sporgöngumenn Toppfara;
Alda, Alexander, Ásta Þórarins., Grétar Jón, Guðjón Pétur, Guðbrandur, Guðmundur Ólafur, Gylfi Þór, Halldóra Ásgeirs, Halldóra Þórarins., Heiða, Heiðrún, Helga Björns, Helga Sig., Herdís Dröfn, Hilma, Hjölli, Hrönn, Ingi, Íris Ósk, Jón Ingi, Jón Tryggvi, Ketill, Kristín Gunda, Páll, Rannveig,
Roar, Sigríður Einars., Soffía Rósa, Stefán Heimir, Þorbjörg, Þorleifur, Þuríður.

Þau ykkar sem ekki eruð lengur í þessari fjallgönguvitleysu með okkur....
eruð öll alltaf velkomin í göngu með okkur... bara í heimsókn... alltaf...  :-)

Færslan á fasbók:
https://www.facebook.com/Toppfarar.is/photos/a.256734734451322/1896284903829622/?type=3&av=256369974487798&eav=AfZ5xs2RbLDOX8EVR3VGUcqXoU5Y89vV-ItTlETKbsT6k1_U88LFRSfNaVhpejSUqoo&theater

Myndband af fyrsta árinu 2007 til 2008:
https://www.youtube.com/watch?v=6NaKxRPGUF0&t=2s
 

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: baraket(hjá)simnet.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir